Aðventufundur Félagsráðgjafafélags Íslands – Félagsráðgjöf og mannréttindi

By Fréttir

Í tilefni alþjóðamannréttindadagsins sem haldinn er á ári hverju þann 10. desember, og í tilefni aðventunnar, hélt Félagsráðgjafafélag Íslands ve lheppnaðan morgunverðarfund þriðjudaginn 12. desember á Grand hóteli, Gullteigi. Fundurinn hófst með glæsilegu jólamorgunverðarhlaðborði kl. 8.00 en formleg dagskrá hefst kl. 8:30. María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafa sagði frá yfirlýsingu sem alþjóðasamtök félagsráðgjafa sendu frá sér og má sjá hér. Í yfirlýsingunni er fjallað um helstu áskoranir sem félagsráðgjafar standa frammi fyrir i heimsálfunum fimm en barátta fyrir mannréttindum og gegn félagslegu ranglæti hefur alla tíð verið eitt af helstu hlutverkum félagsráðgjafar um allan heim. Eitt af helstu markmiðum félagsráðgjafa er virðing fyrir sérhverjum einstaklingi og réttindum hans. Alþjóðasamtökin benda á að stjórnvöld virðast gleyma þessum grundvallargildum félagsráðgjafar í kapphlaupi sínu um völd, og viðkvæmustu hóparnir sem eiga sér fáa talsmenn verða gjarnan undir í pólitískri hugmyndafræði. María vakti þátttakendur einnig til umhugsunar um streituna og atið sem fylgir jólaundirbúningnum og brýndi fyrir þátttakendum að staldra við og hugsa um börnin og þá sem eiga um sárt að binda, finna ró og jólafrið í stað streitu og ágreinings.

Lesa Meira

Fagdeild félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu – Opin fundur fagdeildarinnar 7. desember kl. 15:15 í Borgartúni 6

By Fréttir

Fagdeild félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu boðar til opins félagsfundar fimmtudaginn 7. desember kl. 15:15 – 16:30 í Borgartúni 6, fundarsal á 3. hæð.

Engin formleg dagskrá er á fundinum en umræða verður um öldrunarþjónustu og allt sem viðkemur öldruðum. Vonumst til að sjá sem flesta sem áhuga hafa á öldrunarmálum! Veitingar í boði fagdeildarinnar. Látið vita um þátttöku á felagsradgjof@felagsradgjof.is

Lesa Meira

Yfirlýsing frá fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd

By Fréttir

Fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd fagnar þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu á undanförnum dögum um barnaverndarmál. Meðlimir fagdeildarinnar eru félagsráðgjafar sem starfa hjá barnaverndarnefndum um allt land. Telur fagdeildin mikilvægt að rætt sé opið og á gagnrýnan hátt um kerfið í heild sinni enda er starf barnaverndar ekki hafið yfir gagnrýni. Þegar unnið er með svo viðkvæm mál er mikilvægt að kerfið sem kemur að málunum sé stöðugt í þróun. 

Lesa Meira

Ekki sæmandi að fólk sofi úti á Íslandi

By Fréttir

Það má ljóst vera að fólk alls staðar af landinu sækir oft til Reykjavíkur þegar það hefur misst húsnæði sitt í sínu sveitarfélagi. Vandinn er því ekki einungis Reykjavíkurborgar heldur allra sveitarfélaga og opinberra stjórnvalda sem þurfa að leggja sitt af mörkum til að leysa þennan húsnæðisvanda. Reykjavíkurborg gaf út skýrslu í september síðastliðnum þar sem fjöldi og hagir utangarðsfólks er kortlagður og sýna niðurstöður skýrslunnar að utangarðsfólki hefur fjölgað á undanförnum árum.

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands skorar á stjórnvöld að koma fólki sem gistir úti í skjól sem fyrst og öað byggja upp langtímaúrræði fyrir þennan hóp. Til þess þarf samhent átak ríkis og sveitarfélaga.

Lesa Meira