Viðburðir

Skráning stendur yfir fyrir námstefnununa Meira en mynd og grunur

Félagsfundur FÍ vegna fyrirhugaðra breytinga á barnaverndarlögum, lögum um félagsþjónustu og fleiri lögum.

Boðað er til almenns félagsfundar Félagsráðgjafafélagsins mánudaginn 16. september nk. kl. 8:30 til 10:00 í fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6 Reykjavík, vegna fyrirhugaðra breytinga á barnaverndarlögum, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna og fl. lögum sbr. það sem kemur fram í viðhengið "Stefnumótun" hér fyrir neðan.

Hinn 20. júní sl. fór fram fjölmennur fundur á vegum félagsmálaráðuneytis með fulltrúum svokallaðra „hliðarhópa“ og nú er fyrirhugaður enn fjölmennari opinn fundur í Hörpu 2. október nk. Ráðuneytið óskar eftir að eiga samráðs- og hugarflugsfund með félagsráðgjöfum um þær hugmyndir sem nú eru að skýrast varðandi framtíðarskipulag um málefni barna. Félagsráðgjafar eru einnig hvattir til að taka frá 2. október nk. og mæta á opna fundinn en dagskrá þess fundar verður auglýst síðar.

Dagskrá félagsfundar FÍ:

  • 8:30-9:00 morgunverður í boði FÍ
  • 9:00-10:00 Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu kynnir fyrirhugaðar breytingar og leiðir umræður.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á steinunn@felagsradgjof.is. 

Mögulegt er að fylgjast með í gegnum fjarfund á heimasíðu bhm: 

https://livestream.com/bhm

Aðalfundur FÍ

Aðalfundarboð

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands boðar til aðalfundar mánudaginn 29. apríl 2019 kl. 14:30-16:00 í fundarsal BHM Borgartúni 6, 4. hæð.

Athugið að í vikunni fyrir aðalfund verður kosið rafrænt um þrjá stjórnarmeðlimi. Þær sem bjóða sig fram eru: Arndís Tómasdóttir, Elísabet Karlsdóttir, Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir og Ingibjörg Þórðardóttir. Kynningu á þessum frambjóðendum má finna hér fyrir neðan ásamt aðalfundargögnum. 

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:

1. Fundur settur.

2. Skipan fundarstjóra og fundarritara.

3. Staðfest lögmæti fundarins.

4. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu ári.

5. Skýrsla stjórnar um reikninga félagsins, vinnudeilusjóð og nefndir eftir atvikum. Reikningar félagsins skulu endurskoðaðir af löggildum endurskoðanda og lagðir fram til samþykktar á aðalfundi.

6. Stéttarfélagsgjald og fagfélagsgjald ákveðið til eins árs, svo og framlag/hlutfall stéttarfélagsgjalds í vinnudeilusjóð.

7. Skýrslur fastanefnda.

8. Lagabreytingar. Tillögur um breytingar á lögum félagsins skal senda til stjórnar skriflega ásamt rökstuddri greinargerð, í síðasta lagi 1. febrúar ár hvert. Breytingartillaga skal birt orðrétt í fundarboði þess aðalfundar er ræðir hana. 2/3 hluta atkvæða þarf til breytinga á lögum.

9. Stjórn félagsins. Niðurstöður rafrænnar kosningar um formann FÍ og fulltrúa í stjórn verður kynnt.

10. Tillögur um áætlanir og störf félagsins á yfirstandandi ári kynntar.

11. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til samþykktar.

12. Önnur mál.


FRAMBOÐ Í STJÓRN OG NEFNDIR FÉLAGSRÁÐGJAFAFÉLAGS ÍSLANDS 2019

Kosið er um formann FÍ og þrjár stöður í stjórn FÍ á aðalfundi 2019:

Kosið er um formann FÍ til fjögurra ára.
Starfssvið formanns FÍ tekur mið af lögum FÍ og miðast við að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna í hvívetna, stuðla að fagmennsku í félagsráðgjöf, vera leiðandi í kjaramálum, tengiliður við faghópa og deildir og fleira sem kveðið er á um í lögum FÍ og starfslýsingu formanns.
Frestur til að skila inn framboði er til 7. apríl nk.
Þau sem vilja bjóða sig fram til formanns FÍ sendi póst þar um á felagsradgjof@felagsradgjof.is

Kosið er um þrjá fulltrúa í stjórn FÍ til tveggja ára.
Þegar hefur verið kallað eftir framboði í stjórn FÍ. Frestur til að skila inn framboði er nú framlengdur til 17. Apríl nk.
Þau sem vilja bjóða sig fram í stjórn FÍ sendi póst þar um á felagsradgjof@felagsradgjof.is

Ekki er kosið í fastanefndir félagsins að þessu sinni þar sem fulltrúar nefndanna voru kosnir til tveggja ára á síðast aðalfundi.

RAFRÆN KOSNING

Kosning til formanns FÍ og fulltrúa í stjórn FÍ fer fram rafrænt frá hádegi 23. apríl til hádegis 26. apríl 2019.

Varðandi kjör til formanns. Skv. lögum FÍ skal framboðsfresti til formanns FÍ ljúka þremur vikum fyrir aðalfund og fá þá frambjóðendur tvær vikur til að kynna sig. Frambjóðendur verða beðnir um að útbúa kynningu á sér í textaskjali og/eða á myndbandi sem sent verður út á kosningabæra félagsmenn. Þarf efnið að vera tilbúið 8. apríl nk.

Varðandi kjör fulltrúa í stjórn. Ef frambjóðendur verða fleiri en þrír þá verður kosið rafrænni kosningu. Frambjóðendur verða þá beðnir um að útbúa kynningu á sér í textaskjali sem verður sent út fyrir rafræna kosningu sem fram fer í vikunni fyrir aðalfund samhliða kosningu á formanni FÍ.

Kjörgengir og þeir sem hafa atkvæðarétt eru félagsmenn FÍ með stéttarfélagsaðild og fagaðild sem hafa staðið í skilum! Eru þeir hvattir til að bjóða sig fram í lausar stöður.

Lesa meira

Meira en mynd og grunur“

Námstefna Fagdeildar félagsráðgjafa í sáttamiðlun í samstarfi við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu

- | Grand Hótel

Föstudaginn 1. mars stendur fagdeild félagsráðgjafa í sáttamiðlun fyrir námstefnu í samstarfi við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu. Lestu meira til að sjá dagskrá og til að skrá þig. 

Lesa meira

Félagsráðgjafaþing 15. febrúar 2019

Börnin geta ekki beðið

- | Hilton Reykjavík Nordica

Félagsráðgjafaþing verður haldið föstudaginn 15. febrúar 2019 á Hótel Hilton Nordica líkt og fyrri ár. Dagskráin er komin á heimasíðuna og síðustu forvöð að skrá sig til þátttöku! 

Lesa meira

Flóttafólk á Íslandi

Vinnusmiðja um vinnu með flóttafólki

-

Dagana 4., 5., og 6. febúar nk. verður boðið upp á vinnusmiðju um vinnu með flóttafólki. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Félagsráðgjafafélag Íslands standa að undirbúningnum og hafa hlotið styrk frá Starfsþróunarsetri háskólamanna. Fræðslan er á ensku. 

Athugið breytta staðsetningu Borgartún 6 4. hæð.

 Skráning og dagskrá er hér fyrir neðan.

Lesa meira

Fréttir

Hér birtum við fréttir úr starfi félagsins

Sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögunum

Bréf til sveitarfélaga vegna breytinga á lögum um félagsþjónustu sem taka gildi 1. október

Þann 1. október næstkomandi taka í gildi breytingar á lögum um félagsþjónustu nr. 40/1991. Lagabreytingarnar eru ansi viðamiklar en Félagsráðgjafafélag Íslands hefur sent öllum sveitarstjórum/oddvitum og yfirmönnum félagsþjónustu á Íslandi bréf þar sem vakin er athygli á breytingum á 18. grein laganna. Þar segir að sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögunum. Í greinargerð með lagafrumvarpinu kemur fram að leita skuli eftir félagsráðgjöfum til að annast félagslega ráðgjöf enda augljóst að ráðgjöf verði ekki fagleg nema fagfólk annist hana og því sé eðlilegast að leita eftir félagsráðgjöfum.

Lesa meira

ALÞJÓÐADAGUR FÉLAGSRÁÐGJAFA ER Í DAG

World Social Work Day 2018

Hraðar breytingar í nútímasamfélagi skapa aukin tækifæri en samhliða þeim er hætt við að nýir hópar verði jaðarsettir og því mikilvægt að huga að þeim þannig að allir hafi aukin tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Félagsráðgjafar vita hvar skórinn kreppir,

Lesa meira