Viðburðir

Hér má finna fyrirhugaða viðburði á vegum FÍ sem og eldri viðburði

Aðalfundur FÍ 2021

Aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands 

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands boðar til rafræns aðalfundar þriðjudaginn 16. mars 2021 kl. 14:30-16:00 

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:
1. Fundur settur.
2. Skipan fundarstjóra og fundarritara.
3. Staðfest lögmæti fundarins.
4. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu ári.
5. Skýrsla stjórnar um reikninga félagsins, vinnudeilusjóð og nefndir eftir atvikum. Reikningar félagsins skulu endurskoðaðir af löggildum endurskoðanda og lagðir fram til samþykktar á aðalfundi.
6. Stéttarfélagsgjald og fagfélagsgjald ákveðið til eins árs, svo og framlag/hlutfall stéttarfélagsgjalds í vinnudeilusjóð.
7. Skýrslur fastanefnda.
8. Lagabreytingar.
9. Stjórn félagsins. Niðurstöður rafrænnar kosningar um fulltrúa í stjórn FÍ, Siðanefnd og Vísindanefnd verða kynntar.
10. Tillögur um áætlanir og störf félagsins á yfirstandandi ári kynntar.
11. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til samþykktar.
12. Önnur mál.

FRAMBOÐ Í STJÓRN FÉLAGSRÁÐGJAFAFÉLAGS ÍSLANDS 2021

Kosið er um þrjá fulltrúa í stjórn FÍ til tveggja ára.
Kallað er eftir framboði í stjórn FÍ. Frestur til að skila inn framboði er til 2. mars nk.
Þau sem vilja bjóða sig fram í stjórn FÍ sendi póst þar um ásamt kynningarbréfi og ljósmynd á felagsradgjof@felagsradgjof.is

RAFRÆN KOSNING

Ef frambjóðendur til stjórnar FÍ verða fleiri en þrír fer fram rafræn kosning frá hádegi 9. mars til hádegis 12. mars 2021. Kynningarbréf og ljósmyndir af frambjóðendum verða send til félagsmanna áður en rafræn kosning hefst.

Kjörgengir og þeir sem hafa atkvæðarétt eru félagsmenn FÍ með stéttarfélagsaðild og fagaðild sem hafa staðið í skilum! Eru þeir hvattir til að bjóða sig fram í lausar stöður.

Erindi á vegum Félagsráðgjafardeildar, Félagsráðgjafafélags Íslands og RBF

Ákvarðanir í velferðarþjónustu einkennast af samspili þriggja þátta þ.e. niðurstöðum rannsókna, þörfum notenda og hugmyndafræði fagfólk með tilliti til aðstæðna og umhverfis hverju sinni. Á síðustu mánuðum hefur fagfólk innan velferðarþjónustu þurft að breyta nálgunum og aðferðum í starfi sínu með fólki vegna heimsfaraldurs. Oft hefur þurft að taka ákvarðanir sem byggja ekki á niðurstöðum rannsókna heldur viðbrögðum frá degi til dags.

Markmið þessa erindis er að fjalla um hvernig ákvarðanir voru teknar í velferðarþjónustu. Skoðaðar verða aðstæður og upplifun nemenda sem voru í starfsþjálfun í félagsráðgjöf á árið 2020 af þeim ákvörðunum sem teknar voru á starfsstað vegna sóttvarnareglna í skugga Covid 19. Í erindinu verður fjallað um könnun sem gerð var meðal nemenda sem voru í starfsþjálfun í félagsráðgjöf árið 2020 og því velt upp hvernig beita megi gagnreyndu vinnulagi í viðlíka ástandi og við lifum í dag.

Fyrirlesarar:

Hervör Alma Árnadóttir, dósent við Félagsráðgjafardeild HÍ

Halldór S. Guðmundsson, dósent við Félagsráðgjafardeild HÍ.

Viðburður fer fram á Zoom.

Erindi á ve

Erindi á vegum Félagsráðgjafardeildar, Félagsráðgjafafélags Íslands og RBF

Stafræn umbreyting og notendamiðuð hönnun - virði félagsráðgjafans

11. mars 2021 kl. 12:00 til 13:00

Kynning á vinnu Reykjavíkurborgar við rafræna þróun í velferðarþjónustu. Farið verður yfir nýjustu leiðir í rafrænni þjónustu og velferðartækni.Rætt verður um virði félagsráðgjafans í nýsköpun og farið yfir ferla og samstarf við notendur þjónustunnar.

Fyrirlesarar: Þóra Kemp, félagsráðgjafi og deildarstjóri, Sigríður Rafnsdóttir, tæknistjóri hugbúnaðarteymis, Eyrún Ellý Valsdóttir, Change Agent og Styrmir Erlingsson, stafrænn leiðtogi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Viðburður fer fram á Zoom.

Erindi á vegum Félagsráðgjafardeildar, Félagsráðgjafafélags Íslands og RBF

Nýsköpun í öldrunarþjónustu - málstofa 25. mars kl. 12-13

Nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun:

Ingunn Eir Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi, fjallar um helstu niðurstöður

áfangamats eftir annað starfsár verkefnis með áherslu á þróun

framvindumats.

Heilabilunarráðgjafi – Hlutverk heilabilunarráðgjafa nú og í

framtíðinni?

Hulda Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur gerir grein fyrir því helsta í starfi heilabilunarráðgjafa á Íslandi nú og í framtíðinni ásamt nýsköpun og tækifærum fyrir félagsráðgjafa í starfi heilabilunarráðgjafa.

Skynúrvinnsla á Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA):

Elísa Arnars Ólafsdóttir iðjuþjálfi segir frá skynörvunarherbergi, markmiðum og notagildi skynúrvinnslu hjá notendum í þjónustu á ÖA. Gerð verður grein fyrir innleiðingarferli um markvissa notkun skynúrvinnslu, fræðslu og bæklingum.

Viðburðurinn fer fram á Zoom

Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) býður upp á rafræna fræðslu með Herman Mönnink

http://www.mmsocialwork.com/mmsw_herman.htm en hann er félagsráðgjöfum kunnugur eftir hádegisfyrirlestra á vegum FÍ í maí og júní 2020.

Fræðslan í ár verður á mánudögum 12. og 19. apríl og 10. maí kl. 9:00 til 11:15

Markmiðið að efla félagsráðgjafa í starfi þar sem lögð verður áhersla á sérþekkingu félagsráðgjafa í vinnu með streitu og áföll til að auka félagslega heilsu. Kynnt verður alhliða PIE-líkan (Performance, Image and Exposure) og verkfærakista sem getur gagnast félagsráðgjöfum á öllum sviðum, byggt á félags- og taugavísindum.

Fræðslan byggir á bókinni The Social Workers Toolbox og er æskilegt að þátttakendur hafi aðgang að bókinni en hún fæst sem rafræn, kilja og innbundin bók https://www.routledge.com/The-Social-Workers-Toolbox-Sustainable-Multimethod-Social-Work/Monnink/p/book/9781138934344

Skráning er á felagsradgjof@felagsradgjof.is fyrir 15. mars næstkomandi.

Sjá nánari lýsingu á námskeiðinu:

Goal: empower SW Iceland by framing SW’ers as psychosocial stress-experts enhancing social health and therefor offering a comprehensive PIE-model and comprehensive toolbox that can be sustainably useful of the broad fields of SW based on social and neuro science.

12. apríl

Session 1: SW’ers as PSS-specialists enhancing Social Health in times of Covid-19

The 3-steps SW-approach in cases of...... survival stress (survival brain)

1. physical stress: how help de-stress the body with bodywork tools (Ch. 5)

2. trauma stress: how help neutralize trauma with trauma-work tools (Ch 7)

19. apríl

Session 2: SW’ers as PSS-specialists enhancing Social Health in times of Covid-19

The 3-steps SW-approach in cases of...... affection stress (affection brain)

3. emotional stress: how help express emotions with cathartic tools (Ch.8)

4. ritualistic stress: how help the transition from old to new life-chapter with ritualistic tools (Ch.10)?

10. maí

Session 3: SW’ers as PSS-specialists enhancing Social Health in times of Covid-19

The 3-steps SW-approach in cases of...... self-determination stress (neocortex)

5. cognitive stress: how help de-stress cognitive stressors with cognitive tools (Ch. 11)

6. existential stress: how help make helping narratives with narrative tools (Ch. 12)

Each session of 2 hours and 15 min.:

- Breaks after 1 hour

- Introduction of the topic + visuals (youtube)

- Instruction to train some tools in couples of two participants

- Out-check circle: one sentence what do you take home from this session?

Afmælisdagskrá Félagsráðgjafafélags Íslands 19. febrúar 2021 kl: 10:00 – 12:00 
Nýsköpun í félagsráðgjöf, tækifæri og áskoranir á tímum heimsfaraldurs

Félagsráðgjafaþingi 2021 hefur verið frestað til ársins 2022 en þess í stað verður félagið með rafræna afmælisdagskrá:

10:00 Ávarp formanns FÍ og tilkynning um úthlutun Vísindasjóðs FÍ

10:15 Guðný Björk Eydal deildarforseti Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands - Hamfarir og heildarsýn: Hlutverk félagsráðgjafa

10:45 Regína Ásvaldsdóttir sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar – Velferðarþjónustan á vaktinni

11:15 Pálmar Ragnarsson fyrirlesari og körfuboltaþjálfari - Jákvæð samskipti

12:00 Lok

Ekki þarf að skrá þátttöku en félagsmenn FÍ fá senda vefslóð daginn fyrir viðburðinn.

Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands munu standa fyrir málstofum í febrúar, mars og apríl 2021 með hluta af því efni sem aflað var í undirbúningi Félagsráðgjafaþings en þinginu var festað til ársins 2022 eins og þegar hefur verið auglýst. Nánari upplýsingar um málstofur koma síðar.

Fagdeild fjölmenningarfélagsráðgjafa er með fræðslufundi um heiðurstengt ofbeldi 

fimmtudaginn 11. febrúar 2021 kl. 9:00. Skráning fram í gegnum netfangið felagsradgjof@felagsradgjof.is og verður linkur sendur til þeirra sem eru skráð á fundinn daginn áður.

Við viljum hvetja fólk á sama vinnustað til að koma saman í smærri hópum til að fylgjast með.

Dagskrá

Fundarstjóri: Elísabet Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og deildarstjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur

Birtingamyndir heiðurstengdra átaka geta verið margvíslegar, svo sem þrýstingur, ógnanir, þvinganir og ofbeldi, oft af hálfu fjölskyldumeðlima og/eða samlanda. Algengast er að konur og börn frá löndum þar sem heiður fjölskyldunnar er tengdur hegðun fjölskyldumeðlima eða hafður í hávegum séu beitt ofbeldi af þessu tagi til að tryggja að viðkomandi hegði sér í samræmi við hefðir fjölskyldunnar og nærsamfélagsins.

Kveðja,

Fagdeild fjölmenningarfélagsráðgjafa 

Aðventufundur FÍ verður haldinn á alþjóða mannréttindadaginn sem er 10. desember ár hvert og verður hann kl. 9:00. Yfirskrift fundarins er "Félagsráðgjöf og fátækt."

Skrá þarf þátttöku á netfanginu felagsradgjof@felagsradgjof.is og slóð á zoom verður send þátttakendum upp úr kl. 8:30.

Fyrirlestrarnir verða í fjarfundarbúnaðnum zoom miðvikudagana 20. og 27. maí og 3. júní kl. 12:00-13:15 

Skráning er einungis fyrir félagsráðgjafa á felagsradgjof@felagsradgjof.is Þátttakendur fá senda slóð á fundina klukkustund áður en þeir hefjast.

Lesa meira

Aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands

-

Athugið að vegna COVID-19 faraldursins var aðalfundi FÍ frestað. Ný tímasetning er 12. maí 2020 kl. 14:30-16:00 í Borgartúni 6, 4. hæð. Fundurinn er einnig sendur út í streymi.

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands boðar til aðalfundar þriðjudaginn 17. mars 2020 kl. 14:30-16:00 í Borgartúni 6, 4. hæð.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:

1. Fundur settur.
2. Skipan fundarstjóra og fundarritara.
3. Staðfest lögmæti fundarins.
4. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu ári.
5. Skýrsla stjórnar um reikninga félagsins, vinnudeilusjóð og nefndir eftir atvikum.
6. Stéttarfélagsgjald og fagfélagsgjald ákveðið til eins árs, svo og framlag/hlutfall stéttarfélagsgjalds í vinnudeilusjóð.
7. Skýrslur fastanefnda.
8. Lagabreytingar.
9. Stjórn félagsins.
10. Tillögur um áætlanir og störf félagsins á yfirstandandi ári kynntar.
11. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til samþykktar.
12. Önnur mál.

Lesa meira

Félagsráðgjafaþing 2020

"Skiljum enga eftir" virðing - virkni - velferð

-

Félagsráðgjafaþing FÍ fer fram á Hilton Nordica Reykjavík. Skráning er hafin.

Lesa meira

Félagsráðgjöf án landamæra

Morgunverðarfundur í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum

-

Félagsráðgjafafélag Íslands stendur fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 10. desember nk. á Grand hótel Reykjavík kl. 8:30 – 10:30 í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum. 

Yfirskrift fundarins er „Félagsráðgjöf án landamæra.“ Dagská: 

  • 8:30-9:00 Skráning og morgunverður
  • 9:00-9:20 Helga Þórólfsdóttir félagsráðgjafi, ráðgjafi í sáttamiðlun "Félagsráðgjöf og landamæri"
  • 9:20-9:40 Sólveig Sveinbjörnsdóttir félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg "Innsýn í verkefni og störf félagsráðgjafa á alþjóðavettvangi"
  • 9:40-10:00 Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi hjá Virk og sjálfsboðaliði með IWPS. "Alþjóðleg friðarþjónusta kvenna og félagsráðgjöf í Palestínu"
  • 10:00-10:30 Fyrirspurnir og umræður

Skráning hér á síðunni, sjá lesa meira.

Lesa meira

Félagsfundur FÍ vegna fyrirhugaðra breytinga á barnaverndarlögum, lögum um félagsþjónustu og fleiri lögum.

Boðað er til almenns félagsfundar Félagsráðgjafafélagsins mánudaginn 16. september nk. kl. 8:30 til 10:00 í fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6 Reykjavík, vegna fyrirhugaðra breytinga á barnaverndarlögum, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna og fl. lögum sbr. það sem kemur fram í viðhengi "Stefnumótun" hér fyrir neðan.

Hinn 20. júní sl. fór fram fjölmennur fundur á vegum félagsmálaráðuneytis með fulltrúum svokallaðra „hliðarhópa“ og nú er fyrirhugaður enn fjölmennari opinn fundur í Hörpu 2. október nk. Ráðuneytið óskar eftir að eiga samráðs- og hugarflugsfund með félagsráðgjöfum um þær hugmyndir sem nú eru að skýrast varðandi framtíðarskipulag um málefni barna. Félagsráðgjafar eru einnig hvattir til að taka frá 2. október nk. og mæta á opna fundinn en dagskrá þess fundar verður auglýst síðar.

Dagskrá félagsfundar FÍ:

  • 8:30-9:00 morgunverður í boði FÍ
  • 9:00-10:00 Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu kynnir fyrirhugaðar breytingar og leiðir umræður.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á steinunn@felagsradgjof.is. 

Mögulegt er að fylgjast með í gegnum fjarfund á heimasíðu bhm: 

https://livestream.com/bhm

Tryggjum aðgengi að samtalsmeðferð óháð efnahag

20.10.2020

Áskorun til stjórnvalda

Það var mikið fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti í vor að fella sálfræðiþjónustu og aðra klíníska viðtalsmeðferð undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Enda mikið framfaraskef í allri heilbrigðisþjónustu að hugað sé jafnt að andlegri sem og líkamlegri heilsu fólks. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom nú í haust að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára.

Félagsráðgjafafélag Íslands harmar þessa ákvörðun og vill benda á að félagsmenn þess, sem allir eru með starfsleyfi frá landlækni, sinna margir klínískri samtalsmeðferð við einstaklinga, pör og fjölskyldur á einkareknum meðferðarstofum. Félagsráðgjafar eru því ein þeirra fagstétta sem falla undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.

Félagsráðgjafafélag Íslands og fagdeild sjálfstætt starfandi félagsráðgjafa skora á stjórnvöld að endurskoða fyrri ákvörðun sína og setja nauðsynlegt fjármagn í þennan málaflokk til að þeir sem þurfa á samtalsmeðferð að halda geti sótt hana, óháð efnahag.

20. október 2020

Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands

Valgerður Halldórsdóttir talskona fagdeildar sjálfstætt starfandi félagsráðgjafa


Alþjóðadagur félagsráðgjafar

16.3.2021

Alþjóðadagur félagsráðgjafar er í dag 16. mars og í dag taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Árið 2021 vekur Alþjóðadagur félagsráðgjafar athygli á Ubuntu: Ég er vegna þess að við erum sem er fyrsta þemað í tengslum við Alþjóðlega stefnuskrá fyrir félagsráðgjöf og félagslega þróun 2020 til 2030.

Ubuntu: Ég er vegna þess að við erum. Styrkjum félagslega samstöðu og hnattræn tengsl

Ubuntu: Ég er vegna þess að við erum er hugtak og heimspeki sem á samhljóm með heildarsýn félagsráðgjafar á samtengingu einstaklinga og umhverfis. Það er ákall um þörfina fyrir alþjóðlega samstöðu og varpar einnig ljósi á þekkingu frumbyggja og visku þeirra. Þetta þema er afrakstur víðtæks samráðis innan Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa og utan þess. Á tímum þegar áhersla er á einstaklingshyggju og þjóðir heims horfa í meiri mæli inná við er Ubuntu sterk skilaboð um þörfina fyrir samstöðu á öllum stigum, í nærumhverfi, innan samfélaga og hnattrænt. Þetta eru skilaboð um að allar manneskjur tengjast og að framtíð okkar veltur á viðurkenningu á þátttöku allra við að byggja upp framtíð sem einkennist af sjálfbærni, sanngirni og félagslegum jöfnuði. 

Til hamingju með daginn!

Fréttir

Hér birtum við fréttir úr starfi félagsins

Pólitísk skipaðar barnaverndarnefndir lagðar af

11.2.2021

Drög að frumvarpi til breytinga á barnaverndarlögum eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er meðal annars lagt til að pólitísk skipaðar barnaverndarnefndir verið lagðar af en dagleg verkefni falin barnaverndarþjónustu. Á vettvangi sveitarfélaga starfi umdæmisráð skipuð félagsráðgjafa, lögfræðingi og sálfræðingi sem falið er úrskurðarvald. Þá er lagt til að umdæmi barnaverndarþjónustu nái til 6.000 íbúa í stað 1.500 og að tryggja þurfi aðgang að félagsráðgjafa, lögfræðingi, sálfræðingi og einum starfsmanni með annars konar uppeldismenntun. Fjöldi starfsmanna verði að lágmarki tvö stöðugildi en taki miðaf fjölda mála sem eru að jafnaði til vinnslu í umdæminu. Sjá nánar á vef félagsmálaráðuneytis en frestur til að skila umsögn við frumvarpsdrögin er til 24. febrúar.

Félagsráðgjafafélag Íslands fagnar tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum

4.1.2021

Nú liggur fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum (113. mál) en tillagan var áður lögð fram á 150. löggjafarþingi. Í greinargerð með tillögunni er upphaf félagsráðgjafar í skólum rakið til Bandaríkjanna um aldamótin 1900, vegna þekkingar félagsráðgjafa á félagslegum vanda og áhrifum sem slíkur vandi getur haft á börn. Þau rök eru í fullu gildi nú 120 árum síðar og styður þingsályktunartillagan við markmið frumvarps félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (354. mál). Félagsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum munu gegna lykilhlutverki til að markmið lagana nái fram að ganga, það er að tryggja börnum og foreldrum aðgang að viðeigandi samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Skólafélagsráðgjafar mynda mikilvæga brú á milli skóla, fjölskyldu og samfélags en með þekkingu á einstaklingsþroska og frávikum, vinna þeir áætlun um viðeigandi úrræði og samþætta þjónustu. Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) hefur skilað umsögn við þingsályktunartillöguna þar sem félagið lýsir stuðningi við hana. Umsögnin var unnin í samstarfi við Fagdeild FÍ á fræðslu- og skólasviði.

Yfirlýsing til fjölmiðla og þingheims

15.9.2020

Tryggjum mannréttindi barna á flótta

Brottvísanir barna á flótta hafa ítrekað verið til umfjöllunar hér á landi síðustu misseri og dæmi um að almennir borgarar mótmæli þeim mannréttindabrotum sem slíkar niðurstöður geta falið í sér. Vert er að hafa í huga að Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi árið 2013 og hefur því sama gildi og hver önnur lög og bera stjórnvöld þá skyldu að framfylgja þeim jafnt öðrum lögum. Barnasáttmálinn leggur þær skyldur á aðildarríki að virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum og láta það sem barni er fyrir bestu hafa forgang þegar gerðar eru ráðstafanir sem varða börn​. Lög um útlendinga nr. 80/2016 endurspegla ákvæði Barnasáttmálans en við mat skv. 1. og 2. mgr. 37. greinar lagana ber stjórnvöldum að hafa það sem barni er fyrir bestu að leiðarljósi í málum sem varða börn, fylgdarlaus sem önnur. Við mat á því hvað barni er fyrir bestu ber Útlendingastofnun að líta til öryggis barns, velferðar og félagslegs þroska auk þess að taka tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Jafnframt ber Útlendingastofnun að taka skriflega afstöðu til framangreindra atriða samkvæmt greininni við ákvörðun í máli er varðar hagsmuni barns auk þess að eiga samráð við barnaverndaryfirvöld. Í 6. mgr. 37. gr. lagana er sú skylda lögð á stjórnvald að taka til skoðunar að eigin frumkvæði hvort veita eigi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða skv. 74. gr. ef stjórnvald kemst að því að ákvæði 1. eða 2. mgr. eigi ekki við.

Ísland hefur getu til að taka á móti börnum á flótta og veita þeim tækifæri til menntunar, aðgengi að heilbrigðiskerfi og annan stuðning. Börnum er ekki bjóðandi að flakka á milli landa. Velferðarríki eins og Íslandi ber að tryggja vernd og réttindi barna á flótta og veita þeim tækifæri til að alast upp í öruggu umhverfi. Lagarammin er skýr en endurskoða þarf verklag svo það endurspegli framkvæmd sem virðir Barnasáttmálann og tryggir að honum sé framfylgt þannig að réttindi barna á flótta séu ávallt tryggð. Félagsráðgjafafélag Íslands skorar á dómsmálaráðherra að láta málið til sín taka.

15. september 2020

Steinunn Bergmann

Formaður Félagsráðgjafafélags Íslands

Nýr kjarasamningur FÍ og Reykjavíkurborgar samþykktur

10.7.2020

Félagsráðgjafafélag Íslands undirritaði nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg 7. júlí sl. og fór samningurinn í atkvæðagreiðslu meðal félagsráðgjafa sem starfa hjá Reykjavíkurborg.

Niðurstaða kosningar, vegna kjarasamnings Félagsráðgjafafélags Íslands við Reykjavíkurborg, liggur nú fyrir.

Félagsráðgjafar sem starfa hjá Reykjavíkurborg kusu um samninginn, alls voru 157 á kjörskrá, 116 kusu (73,885%) og féllu atkvæði á þá leið að 97 sögðu já (83,62%) og 19 sögðu nei (16,38%), einn skilaði auðu (0,86%).

Samningurinn er samþykktur með 83,62% atkvæða.

Yfirlýsing frá fjórum félögum heilbrigðisstétta innan BHM (FÍ, IÞÍ, SÍ, ÞÍ)

7.7.2020

Fjögur félög heilbrigðisstétta innan Bandalags háskólamanna (BHM) vilja koma eftirfarandi á framfæri:

Í kjölfar þess að frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (varsla) var fellt á Alþingi hefur umræða um stöðu fólks sem notar fíkniefni og þurfa fyrst og fremst heilbrigðisþjónustu verið áberandi. Við undirrituð hörmum þá óvissu sem þessi viðkvæmi hópur fólks býr við á degi hverjum þar sem varsla neysluskammta er bönnuð samkvæmt lögum.

Gagnreynd þekking í nútímasamfélagi gefur ótvírætt til kynna að refsistefna skilar engu en viðheldur jaðarsetningu og kostar mannslíf. Það ætti því að vera forgangsmál að mæta heilsufars- og félagslegum vanda með aðstoð í fyrirrúmi. Það er mikilvægt að tekið verði á fíkniefnaneyslu sem heilbrigðisvanda með áherslu á fræðslu, endurhæfingu og stuðning í stað úrræða í dómskerfinu. Það er ljóst að kostnaðurinn fyrir samfélagið við að beita refsingum er umtalsverður og hefur víðtæk og slæm samfélagsleg áhrif.

Greiður aðgangur að skaðaminnkandi velferðarþjónustu bætir á hinn bóginn lífsaðstæður fólks í fíknivanda auk þess að minnka líkur á þeim smitsjúkdómum sem fylgja honum. Þekkt er að ríkjandi fordómar og glæpavæðing hindrar fólk í að leita sér aðstoðar hjá lögreglu, félagsþjónustu og í heilbrigðiskerfinu.

Við viljum hvetja stjórnvöld eindregið til að koma málefnum þessa viðkvæma hóps í nauðsynlegan farveg með mannúð og virðingu að leiðarljósi líkt og önnur Evrópulönd hafa gert með góðum árangri. Slíkt er siðferðislega rétt og öllum í samfélaginu til hagsbóta.

Reykjavík 7. júlí 2020,

Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands

Þóra Leósdóttir formaður Iðjuþjálfafélags Íslands

Tryggvi Guðjón Ingason formaður Sálfræðingafélags Íslands

Laufey Elísabet Gissurardóttir formaður Þroskaþjálfafélags ÍslandsFélagsráðgjafar sem starfa hjá Reykjavíkurborg fella samning

3.7.2020

Niðurstaða kosningar, vegna kjarasamnings Félagsráðgjafafélags Íslands við Reykjavíkurborg, liggur nú fyrir.

Félagsráðgjafar sem starfa hjá Reykjavíkurborg kusu um samninginn, alls voru 157 á kjörskrá, 119 kusu (75,796%) og féllu atkvæði á þá leið að 45 sögðu já (38,46%) og 72 sögðu nei (61,54%), auð atkvæði voru 2 (1,68%).

Samningurinn er felldur með 61,54% atkvæða. 

Boðað hefur verið til félagsfundar og viðræður við Reykjavíkurborg hefjast að nýju eftir helgi.

Kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) samþykktur

26.6.2020

Félagsráðgjafafélag Íslandi undirritaði kjarasamning við Samök fyrirtækja í velferðarþjónustu 16. júní. Samningurinn var kynntur félagsmönnum sem taka laun skv. samningnum, 23. júní og hlaut samningurinn samþykki félagsmanna. Gildistími samnings er frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023 og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara.

Undirritun kjarasamninga

8. maí 2020

Í dag undirritaði Félagsráðgjafafélag Íslands nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn er í anda Lífskjarasamningsins sem þegar gildir á almennum vinnumarkaði. Kjaraviðræður fóru alfarið fram á fjarfundum. Samningurinn verður kynntur félagsráðgjöfum sem starfa hjá sveitarfélögum á fjarfundi 11. maí og fer rafræn atkvæðagreiðsla fram 12. til 15. maí. Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023. Á sama tíma undirrituðu fimm önnur aðildarfélög BHM nýja kjarasamninga sjá nánar

21.1.2020 

Fréttatilkynning frá ellefu aðildarfélögum BHM

Færðu samninganefnd ríkisins heimabakaða köku

BHM-félög skora á ríkið að leita lausna sem báðir aðilar geti unað við

Fulltrúar ellefu aðildarfélaga BHM færðu samninganefnd ríkisins heimabakaða köku á samningafundi aðila í morgun. Með þessu vildu félögin, sem eru í samfloti í yfirstandandi kjaraviðræðum við ríkið, hvetja viðsemjandann til dáða en viðræðurnar hafa nú staðið yfir í tæpa 10 mánuði og lítið þokast í samningsátt. Fundurinn í morgun var sá 42. í röðinni.

Leitað verði lausna

Félögin ellefu telja að þær launahækkanir sem ríkið hefur boðið séu ófullnægjandi. Þá geta félögin ekki sætt sig við að félagsmenn greiði fyrir styttingu vinnuvikunnar með lækkun á yfirvinnutaxta og sölu kaffi- og matarhléa, líkt og ríkið hefur boðið. Að mati félaganna er þetta ekki til þess fallið að draga úr vinnutengdri streitu og álagi. Þvert á móti er hætta á að tíðni veikinda hjá starfsfólki aukist með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkisstofnanir og samfélagið allt.

Félögin ellefu eru: Dýra­lækna­fé­lag Íslands, Fé­lag geisla­fræðinga, Fé­lag ís­lenskra nátt­úru­fræðinga, Fé­lag ís­lenskra hljómlist­ar­manna, Fé­lag líf­einda­fræðinga, Fé­lags­ráðgjafa­fé­lag Íslands, Iðjuþjálf­a­fé­lag Íslands, Kjara­fé­lag viðskipta­fræðinga og hag­fræðinga, Ljós­mæðrafé­lag Íslands, Sál­fræðinga­fé­lag Íslands og Þroskaþjálf­a­fé­lag Íslands.


Undirritun kjarasamnings við Reykjavíkurborg

25.6.2020

Í dag undirritaði Félagsráðgjafafélag Íslands nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg. Samningurinn er líkt og samningur við ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga í anda Lífskjarasamningsins sem þegar gildir á almennum vinnumarkaði. Kjaraviðræður stóðu yfir í 16 mánuði og fóru um tíma fram á fjarfundum. Samningurinn verður kynntur félagsráðgjöfum sem starfa hjá Reykjavíkurborg 29. júní og fer rafræn atkvæðagreiðsla fram 30. júní til 3. júlí. Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Á sama tíma undirrituðu fjögur önnur aðildarfélög BHM nýja kjarasamninga.

Félagsráðgjafar sem starfa hjá sveitarfélögum samþykkja kjarasamning

15.5.2020

Niðurstaða kosningar, vegna kjarasamnings Félagsráðgjafafélags Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga, liggur nú fyrir.

Félagsráðgjafar sem starfa hjá sveitarfélögum kusu um samninginn, alls voru 160 á kjörskrá, 86 kusu (53,75%) og féllu atkvæði á þá leið að 72 sögðu já (83,72%) og 14 sögðu nei (16,28%), auð atkvæði voru engin.

Samningurinn er samþykktur með 83,72% atkvæða.

Samningur þessi kemur í stað áður gildandi kjarasamnings og gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023 en samningurinn fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Áætlað er að félagsráðgjafar sem starfa hjá sveitarfélögum fái leiðréttingu launa greidda 1. júní nk. Samninginn má nálgast hér

Viðræður standa yfir við Reykjavíkurborg.

Yfirlýsing frá Félagsráðgjafafélagi Íslands 30. apríl 2020

Tryggjum aðgengi að félagsráðgjöf

Kvíði, streita og félagsleg einangrun er ein af afleiðingum COVID-19 faraldursins vegna óvissu og samkomubanns. Félagsráðgjafar hafa í störfum sínum leitað leiða til að tryggja að viðkvæmir hópar fái nauðsynlega þjónustu, s.s. mat, félagsskap og aðhlynningu. Landlæknir sendir út þau skilaboð að fólk eigi að halda sig heima til að fyrirbyggja smit. Við þær aðstæður þarf að leita leiða til að tryggja þjónustu fyrir heimilislausa, fatlaða, aldraða og aðra viðkvæma hópa. Einnig þarf að finna leiðir til að rjúfa félagslega einangrun. Félagsráðgjafar geta ekki haldið sig heima þegar sinna þarf börnum sem búa við óviðunandi aðstæður eða upplifa ofbeldi. Þeir standa frammi fyrir því að þróa lausnir fyrir fólk sem býr við erfiðar aðstæður. Nú er hugað að því að létta á samkomubanni en afleiðingar faraldursins munu vara næstu misseri, löngu eftir að búið er að ráða niðurlögum smitsjúkdómsins, en auk efnahagslegra afleiðinga munu sálfélagslegar afleiðingar vara lengur. Það er mikilvægt að veita viðeigandi þjónustu og þegar um er að ræða félagslegan vanda þá þarf að bregðast við sem fyrst áður en vandinn þróast og verður ill viðráðanlegur. Kvíða, samskiptavanda og félagslega einangrun sem hefur aukist vegna fordæmalausra aðstæðna þarf að vinna með í nærumhverfi.

Félagsráðgjafar sem starfa innan heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og barnaverndar sinna mikilvægu hlutverki en það þarf einnig að tryggja aðgengi að félagsráðgjöf á öllum sviðum samfélagsins, til dæmis innan skóla og heilsugæslu. Margir félagsráðgjafar bjóða upp á þjónustu á almennum markaði með viðtölum við einstaklinga, pör og fjölskyldur sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda og því brýnt að slík þjónusta falli undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga sem klínísk viðtalsmeðferð.

Fyrir Alþingi liggur fyrir endurflutt frumvarp um breytingar á lögum um Sjúkratryggingar, með það að markmiði að tryggja að sálfræðiþjónusta og önnur klínísk viðtalsmeðferð falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur í umfjöllun sinni gert athugasemd við að í fyrra frumvarpinu er einungis gert ráð fyrir að ein fagstétt, sálfræðingar, geti veitt samtalsmeðferð við sálfélagslegum vanda. Vakti félagið athygli á því að margar fagstéttir, þar á meðal félagsráðgjafar, veiti samtalsmeðferð við andlegri vanlíðan á einkareknum meðferðarstofum. Nálgun ólíkra fagstétta á andlegum vanda er ólík og því brýnt að halda því til haga að engin ein aðferð eða meðferð er réttari en önnur. Markmið þjónustunnar er það sama að bæta líðan og lífsgæði þeirra sem óska eftir samtalsmeðferð og telja sig þurfa á henni að halda. Félagsráðgjafafélagið áréttaði í umfjöllun sinni mikilvægi þess að þeir einstaklingar sem þurfi að leita sér aðstoðar vegna sálfélagslegs vanda hafi val um sem fjölbreyttust úrræði. Aðgengi að þjónustu er takmarkað ef greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga nær aðeins til einnar fagstéttar líkt og fyrra frumvarpið gerir ráð fyrir. Til að tryggja viðeigandi þjónustu er mikilvægt að almenningur hafi aðgang að niðurgreiðslu á þverfaglegri þjónustu mismunandi heilbrigðisstétta.

Félagsráðgjafafélag Íslands skorar á þingmenn og heilbrigðisráðherra að setja afgreiðslu málsins í forgang. Félagsráðgjafafélag Íslands er tilbúið til umræðu um málefnið.

Steinunn Bergmann
Formaður Félagsráðgjafafélags Íslands

Félagsráðgjafar hjá ríki samþykkja kjarasamning

17. apríl 2020

Niðurstaða kosningar, vegna samkomulags Félagsráðgjafafélags Íslands við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila sem undirritað var 2. apríl, liggur nú fyrir.

Félagsráðgjafar sem starfa hjá ríkinu kusu um samninginn, alls var 101 á kjörskrá, 68 kusu (67,327%) og féllu atkvæði á þá leið að 49 sögðu já (74,24%) og 17 sögðu nei (25,76%), auð atkvæði voru engin.

Samningurinn er samþykktur með 74,24% atkvæða. 

Gildandi kjarasamningur aðila framlengist frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023 með þeim breytingum og fyrirvörum sem í samkomulaginu felst og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara. Áætlað er að félagsráðgjafar sem starfa hjá ríkinu fái leiðréttingu launa greidda 1. maí nk.

Samninginn má finna hér:  

https://felagsradgjof.is/kjarasamningar/

Viðræður standa yfir við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Ganga þarf lengra í því að styrkja háskólanema

Umsögn BHM um frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna

5.12.2019

BHM fagnar áformum stjórnvalda um að taka upp blandað kerfi lána og styrkja í stað núverandi námslánakerfis. Engu að síður telur bandalagið að ganga eigi lengra í því að styrkja námsmenn en lagt er til í frumvarpi til laga um Menntasjóð námsmanna. Þá telur BHM nauðsynlegt að sett verði ákveðið þak á vexti námslána í nýju kerfi. Enn fremur lýsir BHM furðu á því að ekki sé í frumvarpinu komið í veg fyrir að námsmenn framtíðarinnar þurfi að greiða af námslánum eftir að starfsævinni lýkur.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna sem mun, verði frumvarpið að lögum, leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna. Í umsögn BHM um frumvarpið er því fagnað að ætlunin sé að taka upp blandað kerfi námsstyrkja og námslána. Styrkur til námsmanna mun samkvæmt frumvarpinu einkum felast í því að veittur verður 30% afsláttur af höfuðstól námsláns ef námsmaður lýkur námi innan ákveðinna tímamarka. Í umsögninni er bent á að í Noregi sé sambærilegur afsláttur 40%: „Að mati bandalagsins ættu íslensk stjórnvöld að hafa metnað til að haga fyrirkomulagi námsstyrkja þannig að það standist samanburð við það sem best gerist meðal nágrannaþjóða.“

Stuðningur við barnafólk verði alfarið í formi styrks

Einnig bendir BHM á að í Noregi fái námsmenn afslátt af höfuðstól námslána í lok hverrar annar ef kröfur um námsframvindu eru uppfylltar. Þetta þýði að námsmaður njóti ávinnings af eðlilegri námsframvindu jafnóðum og ekki einungis þegar námi lýkur. BHM telur slíkt fyrirkomulag heppilegra en það sem frumvarpið kveður á um: „BHM hvetur löggjafann til að skoða þetta atriði sérstaklega um leið og mat er lagt á það hvort stuðningskerfi við námsmenn sé nægilega vel fjármagnað hérlendis.“

Í frumvarpinu er kveðið á um að stuðningur við námsmenn með börn verði blanda af styrkjum og lánum. BHM telur að stuðningur vegna barna námsmanna eigi alfarið að vera í formi styrks: „Engu að síður fagnar BHM því að styrkja eigi barnafólk í námi og meðlagsgreiðendur. Þessi breyting gerir allt námsstuðningskerfið fjölskylduvænna og nútímalegra.“

Námsmenn beri ekki kostnaðinn af mögulegum efnahagsáföllum

Samkvæmt frumvarpinu verða vextir á námslánum breytilegir. Í umsögn BHM er vakin athygli á því að íslenskt samfélag hafi til þessa einkennst af miklum sveiflum, með tilheyrandi verðlags- og vaxtabreytingum. Nauðsynlegt sé að löggjafinn taki af allan vafa um að greiðendur námslána verði ekki látnir bera kostnaðinn af mögulegum efnahagsáföllum í framtíðinni. BHM mælist því eindregið til þess að sett verði vaxtaþak á námslán, eins og í núgildandi kerfi: „Þannig yrði hafið yfir vafa að ríkissjóður myndi eftir sem áður taka á sig kostnað vegna mögulegra efnahagsáfalla í framtíðinni og slíkum kostnaði yrði ekki velt yfir á námsmenn.“

Ekki tryggt að allir nái að greiða upp lán sín fyrir 65 ára aldur

Eitt markmiða frumvarpsins er að enginn greiði af námsláni eftir 65 ár aldur. BHM fagnar þessu markmiði enda hefur bandalagið lengi barist fyrir því að eftistöðvar námslána falli niður við starfslok. Samkvæmt frumvarpinu munu lántakar eiga þess kost, áður en þeir ná 35 ára aldri, að velja hvort afborganir lána verði tekjutengdar eða ekki. BHM er eindregið fylgjandi því að lántakar hafi þennan valkost í nýju kerfi. Hins vegar er í umsögninni bent á að þetta muni að óbreyttu leiða til þess að fyrrnefnt markmið frumvarpsins náist ekki. Þótt flestir lántakar muni ná að greiða upp lán sín fyrir 65 ára aldur muni hluti þeirra eftir sem áður ekki ná því, þ.e. fólk sem tekur há lán og velur að tekjutengja afborganir. BHM telur raunar (og styðst þar við eigin útreikninga) að stór hópur lántaka muni velja að tekjutengja sín námslán: „BHM harmar að við heildarendurskoðun á námslánakerfinu sé ekki stigið það nauðsynlega skref að koma í veg fyrir að námsmenn framtíðarinnar greiði af námslánum eftir að starfsævinni lýkur. Ef viðráðanlegar tekjutengdar afborganir námslána nægja ekki til að ljúka greiðslum námslána fyrir starfslok er ljóst að stuðningur við námsmenn er ekki nægur og úr því verður aðeins bætt með frekari fjárframlögum.“

Annað markmið frumvarpsins er að jafna þann óbeina styrk sem felst í núverandi kerfi milli námsmanna. Bent hefur verið á að þessi óbeini styrkur sé á bilinu 1% og upp í 85% af fjárhæð láns. Í umsögn BHM er vakin athygli á því að vegna tekjutekingarinnar muni eftir sem áður, verði frumvarpið að lögum, fjöldi lántaka fá meiri stuðning en aðrir í formi niðurfellingar námslána við andlát.

Fjallað er um ýmis fleiri atriði í frumvarpinu í umsögn BHM.


Yfirlýsing stjórnar Félagsráðgjafafélags Íslands

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands tekur undir þrjár ályktanir frá fundi Evrópusamtaka félagsráðgjafa sem haldin var í Vín Austurríki 8. september sl.:

  • Evrópusamtök félagsráðgjafa vekja athygli á vaxandi félagslegum vanda í Evrópu. Félagsráðgjafar búa yfir vitneskju um hvaða afleiðingar félagslegur vandi hefur fyrir einstaklinga og á efnahag þjóða. Félagsráðgjafar telja að ríkisborgarar í Evrópu sem standa höllum færi eigi betra skilið frá leiðtogum og stjórnmálamönnum. Félagsráðgjöf snýst um mannréttindi og munu félagsráðgjafar halda áfram að vinna með fólki, óháð uppruna þeirra og aðstæðum, til að stuðla að velferð þeirra. Þegar samfélag okkar og stjórmálamenn virða mannréttindi, munu allir hagnast. Hér má lesa yfirlýsingu Evrópusamtakana.
  • Félagsráðgjafar í Evrópu taka höndum saman í því skyni að stuðla að auknu öryggi félagsráðgjafa og efla kerfi sem verndar þjónustuþega og fagfólk. Hér má lesa yfirlýsingu Evrópusamtakana.
  • Samtök félagsráðgjafa í Bretlandi og norður Írlandi lýsa áhyggjum vegna BREXIT. Félagsráðgjafar starfa þvert á landamæri og eru mannréttindi þungamiðja félagsráðgjafar, því hefur mannréttindasáttmáli Evrópu spilað stórt hlutverk í að móta réttindabyggða nálgun í félagsráðgjöf í Bretlandi. Félagsráðgjöf er alþjóðlegt fag og hefur innleiðing Evrópusamningsins stutt við miðlun þekkingar og árangursríkra starfsaðferða þvert á landamæri. Þessu er stefnt í hættu með BREXIT að mati samtakana. Hér má lesa yfirlýsingu Evrópusamtakana.


Áunnin réttindi félagsmanna verði virt

Húsfyllir á baráttufundi ellefu aðildarfélaga BHM í morgun

Á sameiginlegum baráttufundi ellefu aðildarfélaga BHM í morgun var samþykkt ályktun þar sem fullum stuðningi er lýst við kröfur samninganefnda félaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum við ríkið. Viðsemjendur eru hvattir til að virða áunnin réttindi félagsmanna og þess er krafist að í yfirstandandi kjaraviðræðum verði raunveruleg skref tekin til styttingar vinnuvikunnar, án þess að kjör og réttindi verði skert.

Húsfyllir var á fundinum en þar fóru forsvarsmenn félaganna yfir stöðuna í viðræðunum við ríkið og kynntu helstu sjónarmið og áherslur. Kjarasamningar félaganna við ríki og sveitarfélög hafa nú verið lausir í tæplega átta mánuði eða frá 1. apríl síðast liðnum og hafa viðræður enn sem komið er litlum árangri skilað.

Félögin ellefu eru: Dýralæknafélag Íslands, Félag geislafræðinga, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag lífeindafræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Ljósmæðrafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands.

Ályktun fundarins sem samþykkt var einróma, er eftirfarandi:

Sameiginlegur kjarafundur félagsmanna 11 aðildarfélaga BHM haldinn 20. nóvember 2019 lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur og áherslur samninganefnda félaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum við ríkið og harmar þann seinagang sem er í viðræðunum. Fundurinn hafnar kjararýrnun og hvetur viðsemjendur til að virða áunnin réttindi félagsmanna. Krafist er 500 þúsund króna lágmarkslauna fyrir háskólamenntaða. Óhóflegt álag á starfsfólk innan almannaþjónustu á vegum hins opinbera er viðvarandi og þekkt að slíkt er heilsuspillandi. Fundurinn krefst þess að viðsemjendur taki raunveruleg skref til styttingar vinnuvikunnar án þess að skerða kjör og réttindi.


Kröfurnar eru skýrar

Yfirlýsing frá átta aðildarfélögum BHM vegna ummæla 
formanns Sameykis í gær

25.10.2019

Átta aðildarfélög BHM hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla formanns Sameykis í fréttum RÚV í gær, 24. október:

Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson, gagnrýndi í fréttum RÚV í gær fimm aðildarfélög BHM sem undirrituðu kjarasamning við ríkið sl. mánudag. Að sögn formanns Sameykis stóðu aðildarfélög BSRB í þeirri trú að stéttarfélög opinberra starfsmanna ætluðu að fylgjast að hvað varðar útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningum. Með samningi BHM-félaganna fimm við ríkið hafi þessi samstaða verið rofin.

Vegna ummæla formanns Sameykis vilja átta aðildarfélög BHM, sem hafa haft samflot í yfirstandandi kjaraviðræðum, taka fram að þau telja hag sinna félagsmanna ekki borgið með því að skrifa undir samningstilboð ríkisins sem byggist á krónutöluhækkunum, felur í sér styttingu vinnuvikunnar (með sölu og takmörkunum á ýmsum gæðum) og umfangsmikla breytingu á yfirvinnutaxta.

Kröfur félaganna eru skýrar: Við viljum prósentuhækkanir sem skila auknum kaupmætti til félagsmanna á samningstímanum, styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir að meðtöldum hléum og að menntun sé metin til launa þannig að lágmarkslaun fyrir fyrstu háskólagráðu verði ekki lægri en 500.000 kr.

BHM-félögin átta eru:
Dýralæknafélag Íslands
Félag geislafræðinga
Félag íslenskra náttúrufræðinga
Félagsráðgjafafélag Íslands
Iðjuþjálfafélag Íslands
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Sálfræðingafélag Íslands
Þroskaþjálfafélag Íslands

Sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögunum

Bréf til sveitarfélaga vegna breytinga á lögum um félagsþjónustu sem taka gildi 1. október

Þann 1. október næstkomandi taka í gildi breytingar á lögum um félagsþjónustu nr. 40/1991. Lagabreytingarnar eru ansi viðamiklar en Félagsráðgjafafélag Íslands hefur sent öllum sveitarstjórum/oddvitum og yfirmönnum félagsþjónustu á Íslandi bréf þar sem vakin er athygli á breytingum á 18. grein laganna. Þar segir að sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögunum. Í greinargerð með lagafrumvarpinu kemur fram að leita skuli eftir félagsráðgjöfum til að annast félagslega ráðgjöf enda augljóst að ráðgjöf verði ekki fagleg nema fagfólk annist hana og því sé eðlilegast að leita eftir félagsráðgjöfum.

Lesa meira

ALÞJÓÐADAGUR FÉLAGSRÁÐGJAFA ER Í DAG

World Social Work Day 2018

Hraðar breytingar í nútímasamfélagi skapa aukin tækifæri en samhliða þeim er hætt við að nýir hópar verði jaðarsettir og því mikilvægt að huga að þeim þannig að allir hafi aukin tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Félagsráðgjafar vita hvar skórinn kreppir,

Lesa meira