Viðburðir

Hér má finna fyrirhugaða viðburði á vegum FÍ sem og eldri viðburði

Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands standa fyrir málþingi á Grand hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, miðvikudaginn 13. nóvember kl. 8:30-10:30.

Tilefnið er skýrsla Eurostat sem sýnir að hlutur íslenskra aðstandenda í umönnun er mun meiri en gerist í öðrum Evrópulöndum.

Dagskrá:

Fundarstjóri: Steinunn Bergmann formaður FÍ

8:30-9:00 Morgunverður og skráning

9:00-9:30 Dr. Kolbeinn H. Stefánsson: Samanburður við önnur Evrópulönd

9:30-9:40 Dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir: Þjóðin eldist: Áskoranir næstu áratuga

9:40-9:50 Dr. Guðbjörg Ottósdóttir: Börn sem annast um fullorðna: Ómæld umönnun

9:50-10:00 Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, MPH: Lífið í hvirfilbyl

10:00-10:30 Pallborð og umræður

*Tilvitnun í blaðaviðtal við aðstandanda

Þátttakendur skrái sig hér.

Lesa meira

FORSA norræn ráðstefna verður haldin á Íslandi dagana 4-6 nóvember 2020 undir stjórn Ís-Forsa, samtaka um rannsóknir í félagsráðgjöf. Ís-Forsa var stofnað í apríl 2002 og er aðili að norrænu samtökunum FORSA sem standa fyrir ráðstefnum á norðurlöndunum auk þess að gefa út tímaritið Nordic Social Work Research sjá https://www.tandfonline.com/loi/rnsw20

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og NOUSA norrænu samtök félagsráðgjafarháskóla auk Félagsráðgjafafélags Íslands. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðunni https://forsa2020.is/

Lesa meira

Aðalfundur FÍ

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands boðar til aðalfundar mánudaginn 29. apríl 2019 kl. 14:30-16:00 í fundarsal BHM Borgartúni 6, 4. hæð.

Lesa meira

Meira en mynd og grunur“

Námstefna Fagdeildar félagsráðgjafa í sáttamiðlun í samstarfi við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu

- | Grand Hótel

Föstudaginn 1. mars stendur fagdeild félagsráðgjafa í sáttamiðlun fyrir námstefnu í samstarfi við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu. Lestu meira til að sjá dagskrá og til að skrá þig. 

Lesa meira

Félagsfundur FÍ vegna fyrirhugaðra breytinga á barnaverndarlögum, lögum um félagsþjónustu og fleiri lögum.

Boðað er til almenns félagsfundar Félagsráðgjafafélagsins mánudaginn 16. september nk. kl. 8:30 til 10:00 í fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6 Reykjavík, vegna fyrirhugaðra breytinga á barnaverndarlögum, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna og fl. lögum sbr. það sem kemur fram í viðhengið "Stefnumótun" hér fyrir neðan.

Hinn 20. júní sl. fór fram fjölmennur fundur á vegum félagsmálaráðuneytis með fulltrúum svokallaðra „hliðarhópa“ og nú er fyrirhugaður enn fjölmennari opinn fundur í Hörpu 2. október nk. Ráðuneytið óskar eftir að eiga samráðs- og hugarflugsfund með félagsráðgjöfum um þær hugmyndir sem nú eru að skýrast varðandi framtíðarskipulag um málefni barna. Félagsráðgjafar eru einnig hvattir til að taka frá 2. október nk. og mæta á opna fundinn en dagskrá þess fundar verður auglýst síðar.

Dagskrá félagsfundar FÍ:

  • 8:30-9:00 morgunverður í boði FÍ
  • 9:00-10:00 Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu kynnir fyrirhugaðar breytingar og leiðir umræður.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á steinunn@felagsradgjof.is. 

Mögulegt er að fylgjast með í gegnum fjarfund á heimasíðu bhm: 

https://livestream.com/bhm

Fréttir

Hér birtum við fréttir úr starfi félagsins

Kröfurnar eru skýrar

Yfirlýsing frá átta aðildarfélögum BHM vegna ummæla 
formanns Sameykis í gær

25.10.2019

Átta aðildarfélög BHM hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla formanns Sameykis í fréttum RÚV í gær, 24. október:

Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson, gagnrýndi í fréttum RÚV í gær fimm aðildarfélög BHM sem undirrituðu kjarasamning við ríkið sl. mánudag. Að sögn formanns Sameykis stóðu aðildarfélög BSRB í þeirri trú að stéttarfélög opinberra starfsmanna ætluðu að fylgjast að hvað varðar útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningum. Með samningi BHM-félaganna fimm við ríkið hafi þessi samstaða verið rofin.

Vegna ummæla formanns Sameykis vilja átta aðildarfélög BHM, sem hafa haft samflot í yfirstandandi kjaraviðræðum, taka fram að þau telja hag sinna félagsmanna ekki borgið með því að skrifa undir samningstilboð ríkisins sem byggist á krónutöluhækkunum, felur í sér styttingu vinnuvikunnar (með sölu og takmörkunum á ýmsum gæðum) og umfangsmikla breytingu á yfirvinnutaxta.

Kröfur félaganna eru skýrar: Við viljum prósentuhækkanir sem skila auknum kaupmætti til félagsmanna á samningstímanum, styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir að meðtöldum hléum og að menntun sé metin til launa þannig að lágmarkslaun fyrir fyrstu háskólagráðu verði ekki lægri en 500.000 kr.

BHM-félögin átta eru:
Dýralæknafélag Íslands
Félag geislafræðinga
Félag íslenskra náttúrufræðinga
Félagsráðgjafafélag Íslands
Iðjuþjálfafélag Íslands
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Sálfræðingafélag Íslands
Þroskaþjálfafélag Íslands

Sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögunum

Bréf til sveitarfélaga vegna breytinga á lögum um félagsþjónustu sem taka gildi 1. október

Þann 1. október næstkomandi taka í gildi breytingar á lögum um félagsþjónustu nr. 40/1991. Lagabreytingarnar eru ansi viðamiklar en Félagsráðgjafafélag Íslands hefur sent öllum sveitarstjórum/oddvitum og yfirmönnum félagsþjónustu á Íslandi bréf þar sem vakin er athygli á breytingum á 18. grein laganna. Þar segir að sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögunum. Í greinargerð með lagafrumvarpinu kemur fram að leita skuli eftir félagsráðgjöfum til að annast félagslega ráðgjöf enda augljóst að ráðgjöf verði ekki fagleg nema fagfólk annist hana og því sé eðlilegast að leita eftir félagsráðgjöfum.

Lesa meira

ALÞJÓÐADAGUR FÉLAGSRÁÐGJAFA ER Í DAG

World Social Work Day 2018

Hraðar breytingar í nútímasamfélagi skapa aukin tækifæri en samhliða þeim er hætt við að nýir hópar verði jaðarsettir og því mikilvægt að huga að þeim þannig að allir hafi aukin tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Félagsráðgjafar vita hvar skórinn kreppir,

Lesa meira