Viðburðir

Vísindanefnd stendur fyrir vinnusmiðju þann 27. nóvember 

Vinnusmiðja um uppbyggingu erinda og ágripa

-

Vísindanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands

stendur fyrir vinnusmiðju um uppbyggingu erinda og ágripa. 

Vinnusmiðjan verður haldin 27. nóvember kl. 17-18:30 að Borgartúni 6, 3. hæð.

Vinsamlega skráið ykkur fyrir 20. nóvember með því að fara í körfuna hér fyrir neðan og fylla út upplýsingar. Aðgangur er ókeypis.

Vísindanefnd FÍ: Hervör Alma Árnadóttir formaður, Helga Sigurjónsdóttir gjaldkeri og Ásta Kristín Benediktsdóttir ritari

Lesa meira

Félagsráðgjafaþing 15. febrúar 2019

Kallað eftir útdráttum!

-

Félagsráðgjafaþing verður haldið föstudaginn 15. febrúar 2019 á Hótel Hilton Nordica líkt og fyrri ár. Undirbúningur er hafinn og verður kallað eftir útdráttum innan skamms! 

Lesa meira

Skeytingarleysi - félagsráðgjafar gegn fátækt

Viðburður Félagsráðgjafafélags Íslands á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt

-

Félagsráðgjafafélag Íslands vekur athygli á skeytingarleysi stjórnvalda í garð einstaklinga og hópa sem búa við fátækt og eru jaðarsettir í íslensku samfélagi. Skeytingarleysið birtist í formi of lítils fjármagns til mikilvægrar velferðarþjónustu og almennu skeytingarleysi samfélagsins gagnvart fátækt á Íslandi. Eitt af hlutverkum félagsráðgjafa er að vera málsvarar jaðarsettra hópa eins og siðareglur kveða á um. 

Lesa meira

Fréttir

Hér birtum við fréttir úr starfi félagsins

Sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögunum

Bréf til sveitarfélaga vegna breytinga á lögum um félagsþjónustu sem taka gildi 1. október

Þann 1. október næstkomandi taka í gildi breytingar á lögum um félagsþjónustu nr. 40/1991. Lagabreytingarnar eru ansi viðamiklar en Félagsráðgjafafélag Íslands hefur sent öllum sveitarstjórum/oddvitum og yfirmönnum félagsþjónustu á Íslandi bréf þar sem vakin er athygli á breytingum á 18. grein laganna. Þar segir að sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögunum. Í greinargerð með lagafrumvarpinu kemur fram að leita skuli eftir félagsráðgjöfum til að annast félagslega ráðgjöf enda augljóst að ráðgjöf verði ekki fagleg nema fagfólk annist hana og því sé eðlilegast að leita eftir félagsráðgjöfum.

Lesa meira

ALÞJÓÐADAGUR FÉLAGSRÁÐGJAFA ER Í DAG

World Social Work Day 2018

Hraðar breytingar í nútímasamfélagi skapa aukin tækifæri en samhliða þeim er hætt við að nýir hópar verði jaðarsettir og því mikilvægt að huga að þeim þannig að allir hafi aukin tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Félagsráðgjafar vita hvar skórinn kreppir,

Lesa meira