Viðburðir

Hér má finna fyrirhugaða viðburði á vegum FÍ sem og eldri viðburði

Aðalfundur FÍ

-

Athugið að vegna COVID-19 faraldursins er aðalfundi FÍ frestað. Tímasetning verður auglýst síðar.

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands boðar til aðalfundar þriðjudaginn 17. mars 2020 kl. 14:30-16:00 í Borgartúni 6, 4. hæð.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:

1. Fundur settur.
2. Skipan fundarstjóra og fundarritara.
3. Staðfest lögmæti fundarins.
4. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu ári.
5. Skýrsla stjórnar um reikninga félagsins, vinnudeilusjóð og nefndir eftir atvikum.
6. Stéttarfélagsgjald og fagfélagsgjald ákveðið til eins árs, svo og framlag/hlutfall stéttarfélagsgjalds í vinnudeilusjóð.
7. Skýrslur fastanefnda.
8. Lagabreytingar.
9. Stjórn félagsins.
10. Tillögur um áætlanir og störf félagsins á yfirstandandi ári kynntar.
11. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til samþykktar.
12. Önnur mál.

Lesa meira

Félagsráðgjafaþing 2020

"Skiljum enga eftir" virðing - virkni - velferð

-

Félagsráðgjafaþing FÍ fer fram á Hilton Nordica Reykjavík. Skráning er hafin.

Lesa meira

Félagsráðgjöf án landamæra

Morgunverðarfundur í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum

-

Félagsráðgjafafélag Íslands stendur fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 10. desember nk. á Grand hótel Reykjavík kl. 8:30 – 10:30 í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum. 

Yfirskrift fundarins er „Félagsráðgjöf án landamæra.“ Dagská: 

  • 8:30-9:00 Skráning og morgunverður
  • 9:00-9:20 Helga Þórólfsdóttir félagsráðgjafi, ráðgjafi í sáttamiðlun "Félagsráðgjöf og landamæri"
  • 9:20-9:40 Sólveig Sveinbjörnsdóttir félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg "Innsýn í verkefni og störf félagsráðgjafa á alþjóðavettvangi"
  • 9:40-10:00 Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi hjá Virk og sjálfsboðaliði með IWPS. "Alþjóðleg friðarþjónusta kvenna og félagsráðgjöf í Palestínu"
  • 10:00-10:30 Fyrirspurnir og umræður

Skráning hér á síðunni, sjá lesa meira.

Lesa meira

Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands standa fyrir málþingi á Grand hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, miðvikudaginn 13. nóvember kl. 8:30-10:30.

Tilefnið er skýrsla Eurostat sem sýnir að hlutur íslenskra aðstandenda í umönnun er mun meiri en gerist í öðrum Evrópulöndum.

Dagskrá:

Fundarstjóri: Steinunn Bergmann formaður FÍ

8:30-9:00 Morgunverður og skráning

9:00-9:30 Dr. Kolbeinn H. Stefánsson: Samanburður við önnur Evrópulönd

9:30-9:40 Dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir: Þjóðin eldist: Áskoranir næstu áratuga

9:40-9:50 Dr. Guðbjörg Ottósdóttir: Börn sem annast um fullorðna: Ómæld umönnun

9:50-10:00 Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, MPH: Lífið í hvirfilbyl

10:00-10:30 Pallborð og umræður

*Tilvitnun í blaðaviðtal við aðstandanda

Þátttakendur skrái sig hér.

Lesa meira

Félagsfundur FÍ vegna fyrirhugaðra breytinga á barnaverndarlögum, lögum um félagsþjónustu og fleiri lögum.

Boðað er til almenns félagsfundar Félagsráðgjafafélagsins mánudaginn 16. september nk. kl. 8:30 til 10:00 í fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6 Reykjavík, vegna fyrirhugaðra breytinga á barnaverndarlögum, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna og fl. lögum sbr. það sem kemur fram í viðhengi "Stefnumótun" hér fyrir neðan.

Hinn 20. júní sl. fór fram fjölmennur fundur á vegum félagsmálaráðuneytis með fulltrúum svokallaðra „hliðarhópa“ og nú er fyrirhugaður enn fjölmennari opinn fundur í Hörpu 2. október nk. Ráðuneytið óskar eftir að eiga samráðs- og hugarflugsfund með félagsráðgjöfum um þær hugmyndir sem nú eru að skýrast varðandi framtíðarskipulag um málefni barna. Félagsráðgjafar eru einnig hvattir til að taka frá 2. október nk. og mæta á opna fundinn en dagskrá þess fundar verður auglýst síðar.

Dagskrá félagsfundar FÍ:

  • 8:30-9:00 morgunverður í boði FÍ
  • 9:00-10:00 Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu kynnir fyrirhugaðar breytingar og leiðir umræður.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á steinunn@felagsradgjof.is. 

Mögulegt er að fylgjast með í gegnum fjarfund á heimasíðu bhm: 

https://livestream.com/bhm

Fréttir

Hér birtum við fréttir úr starfi félagsins

21.1.2020 

Fréttatilkynning frá ellefu aðildarfélögum BHM

Færðu samninganefnd ríkisins heimabakaða köku

BHM-félög skora á ríkið að leita lausna sem báðir aðilar geti unað við

Fulltrúar ellefu aðildarfélaga BHM færðu samninganefnd ríkisins heimabakaða köku á samningafundi aðila í morgun. Með þessu vildu félögin, sem eru í samfloti í yfirstandandi kjaraviðræðum við ríkið, hvetja viðsemjandann til dáða en viðræðurnar hafa nú staðið yfir í tæpa 10 mánuði og lítið þokast í samningsátt. Fundurinn í morgun var sá 42. í röðinni.

Leitað verði lausna

Félögin ellefu telja að þær launahækkanir sem ríkið hefur boðið séu ófullnægjandi. Þá geta félögin ekki sætt sig við að félagsmenn greiði fyrir styttingu vinnuvikunnar með lækkun á yfirvinnutaxta og sölu kaffi- og matarhléa, líkt og ríkið hefur boðið. Að mati félaganna er þetta ekki til þess fallið að draga úr vinnutengdri streitu og álagi. Þvert á móti er hætta á að tíðni veikinda hjá starfsfólki aukist með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkisstofnanir og samfélagið allt.

Félögin ellefu eru: Dýra­lækna­fé­lag Íslands, Fé­lag geisla­fræðinga, Fé­lag ís­lenskra nátt­úru­fræðinga, Fé­lag ís­lenskra hljómlist­ar­manna, Fé­lag líf­einda­fræðinga, Fé­lags­ráðgjafa­fé­lag Íslands, Iðjuþjálf­a­fé­lag Íslands, Kjara­fé­lag viðskipta­fræðinga og hag­fræðinga, Ljós­mæðrafé­lag Íslands, Sál­fræðinga­fé­lag Íslands og Þroskaþjálf­a­fé­lag Íslands.


Ganga þarf lengra í því að styrkja háskólanema

Umsögn BHM um frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna

5.12.2019

BHM fagnar áformum stjórnvalda um að taka upp blandað kerfi lána og styrkja í stað núverandi námslánakerfis. Engu að síður telur bandalagið að ganga eigi lengra í því að styrkja námsmenn en lagt er til í frumvarpi til laga um Menntasjóð námsmanna. Þá telur BHM nauðsynlegt að sett verði ákveðið þak á vexti námslána í nýju kerfi. Enn fremur lýsir BHM furðu á því að ekki sé í frumvarpinu komið í veg fyrir að námsmenn framtíðarinnar þurfi að greiða af námslánum eftir að starfsævinni lýkur.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna sem mun, verði frumvarpið að lögum, leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna. Í umsögn BHM um frumvarpið er því fagnað að ætlunin sé að taka upp blandað kerfi námsstyrkja og námslána. Styrkur til námsmanna mun samkvæmt frumvarpinu einkum felast í því að veittur verður 30% afsláttur af höfuðstól námsláns ef námsmaður lýkur námi innan ákveðinna tímamarka. Í umsögninni er bent á að í Noregi sé sambærilegur afsláttur 40%: „Að mati bandalagsins ættu íslensk stjórnvöld að hafa metnað til að haga fyrirkomulagi námsstyrkja þannig að það standist samanburð við það sem best gerist meðal nágrannaþjóða.“

Stuðningur við barnafólk verði alfarið í formi styrks

Einnig bendir BHM á að í Noregi fái námsmenn afslátt af höfuðstól námslána í lok hverrar annar ef kröfur um námsframvindu eru uppfylltar. Þetta þýði að námsmaður njóti ávinnings af eðlilegri námsframvindu jafnóðum og ekki einungis þegar námi lýkur. BHM telur slíkt fyrirkomulag heppilegra en það sem frumvarpið kveður á um: „BHM hvetur löggjafann til að skoða þetta atriði sérstaklega um leið og mat er lagt á það hvort stuðningskerfi við námsmenn sé nægilega vel fjármagnað hérlendis.“

Í frumvarpinu er kveðið á um að stuðningur við námsmenn með börn verði blanda af styrkjum og lánum. BHM telur að stuðningur vegna barna námsmanna eigi alfarið að vera í formi styrks: „Engu að síður fagnar BHM því að styrkja eigi barnafólk í námi og meðlagsgreiðendur. Þessi breyting gerir allt námsstuðningskerfið fjölskylduvænna og nútímalegra.“

Námsmenn beri ekki kostnaðinn af mögulegum efnahagsáföllum

Samkvæmt frumvarpinu verða vextir á námslánum breytilegir. Í umsögn BHM er vakin athygli á því að íslenskt samfélag hafi til þessa einkennst af miklum sveiflum, með tilheyrandi verðlags- og vaxtabreytingum. Nauðsynlegt sé að löggjafinn taki af allan vafa um að greiðendur námslána verði ekki látnir bera kostnaðinn af mögulegum efnahagsáföllum í framtíðinni. BHM mælist því eindregið til þess að sett verði vaxtaþak á námslán, eins og í núgildandi kerfi: „Þannig yrði hafið yfir vafa að ríkissjóður myndi eftir sem áður taka á sig kostnað vegna mögulegra efnahagsáfalla í framtíðinni og slíkum kostnaði yrði ekki velt yfir á námsmenn.“

Ekki tryggt að allir nái að greiða upp lán sín fyrir 65 ára aldur

Eitt markmiða frumvarpsins er að enginn greiði af námsláni eftir 65 ár aldur. BHM fagnar þessu markmiði enda hefur bandalagið lengi barist fyrir því að eftistöðvar námslána falli niður við starfslok. Samkvæmt frumvarpinu munu lántakar eiga þess kost, áður en þeir ná 35 ára aldri, að velja hvort afborganir lána verði tekjutengdar eða ekki. BHM er eindregið fylgjandi því að lántakar hafi þennan valkost í nýju kerfi. Hins vegar er í umsögninni bent á að þetta muni að óbreyttu leiða til þess að fyrrnefnt markmið frumvarpsins náist ekki. Þótt flestir lántakar muni ná að greiða upp lán sín fyrir 65 ára aldur muni hluti þeirra eftir sem áður ekki ná því, þ.e. fólk sem tekur há lán og velur að tekjutengja afborganir. BHM telur raunar (og styðst þar við eigin útreikninga) að stór hópur lántaka muni velja að tekjutengja sín námslán: „BHM harmar að við heildarendurskoðun á námslánakerfinu sé ekki stigið það nauðsynlega skref að koma í veg fyrir að námsmenn framtíðarinnar greiði af námslánum eftir að starfsævinni lýkur. Ef viðráðanlegar tekjutengdar afborganir námslána nægja ekki til að ljúka greiðslum námslána fyrir starfslok er ljóst að stuðningur við námsmenn er ekki nægur og úr því verður aðeins bætt með frekari fjárframlögum.“

Annað markmið frumvarpsins er að jafna þann óbeina styrk sem felst í núverandi kerfi milli námsmanna. Bent hefur verið á að þessi óbeini styrkur sé á bilinu 1% og upp í 85% af fjárhæð láns. Í umsögn BHM er vakin athygli á því að vegna tekjutekingarinnar muni eftir sem áður, verði frumvarpið að lögum, fjöldi lántaka fá meiri stuðning en aðrir í formi niðurfellingar námslána við andlát.

Fjallað er um ýmis fleiri atriði í frumvarpinu í umsögn BHM.


Yfirlýsing stjórnar Félagsráðgjafafélags Íslands

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands tekur undir þrjár ályktanir frá fundi Evrópusamtaka félagsráðgjafa sem haldin var í Vín Austurríki 8. september sl.:

  • Evrópusamtök félagsráðgjafa vekja athygli á vaxandi félagslegum vanda í Evrópu. Félagsráðgjafar búa yfir vitneskju um hvaða afleiðingar félagslegur vandi hefur fyrir einstaklinga og á efnahag þjóða. Félagsráðgjafar telja að ríkisborgarar í Evrópu sem standa höllum færi eigi betra skilið frá leiðtogum og stjórnmálamönnum. Félagsráðgjöf snýst um mannréttindi og munu félagsráðgjafar halda áfram að vinna með fólki, óháð uppruna þeirra og aðstæðum, til að stuðla að velferð þeirra. Þegar samfélag okkar og stjórmálamenn virða mannréttindi, munu allir hagnast. Hér má lesa yfirlýsingu Evrópusamtakana.
  • Félagsráðgjafar í Evrópu taka höndum saman í því skyni að stuðla að auknu öryggi félagsráðgjafa og efla kerfi sem verndar þjónustuþega og fagfólk. Hér má lesa yfirlýsingu Evrópusamtakana.
  • Samtök félagsráðgjafa í Bretlandi og norður Írlandi lýsa áhyggjum vegna BREXIT. Félagsráðgjafar starfa þvert á landamæri og eru mannréttindi þungamiðja félagsráðgjafar, því hefur mannréttindasáttmáli Evrópu spilað stórt hlutverk í að móta réttindabyggða nálgun í félagsráðgjöf í Bretlandi. Félagsráðgjöf er alþjóðlegt fag og hefur innleiðing Evrópusamningsins stutt við miðlun þekkingar og árangursríkra starfsaðferða þvert á landamæri. Þessu er stefnt í hættu með BREXIT að mati samtakana. Hér má lesa yfirlýsingu Evrópusamtakana.


Áunnin réttindi félagsmanna verði virt

Húsfyllir á baráttufundi ellefu aðildarfélaga BHM í morgun

Á sameiginlegum baráttufundi ellefu aðildarfélaga BHM í morgun var samþykkt ályktun þar sem fullum stuðningi er lýst við kröfur samninganefnda félaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum við ríkið. Viðsemjendur eru hvattir til að virða áunnin réttindi félagsmanna og þess er krafist að í yfirstandandi kjaraviðræðum verði raunveruleg skref tekin til styttingar vinnuvikunnar, án þess að kjör og réttindi verði skert.

Húsfyllir var á fundinum en þar fóru forsvarsmenn félaganna yfir stöðuna í viðræðunum við ríkið og kynntu helstu sjónarmið og áherslur. Kjarasamningar félaganna við ríki og sveitarfélög hafa nú verið lausir í tæplega átta mánuði eða frá 1. apríl síðast liðnum og hafa viðræður enn sem komið er litlum árangri skilað.

Félögin ellefu eru: Dýralæknafélag Íslands, Félag geislafræðinga, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag lífeindafræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Ljósmæðrafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands.

Ályktun fundarins sem samþykkt var einróma, er eftirfarandi:

Sameiginlegur kjarafundur félagsmanna 11 aðildarfélaga BHM haldinn 20. nóvember 2019 lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur og áherslur samninganefnda félaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum við ríkið og harmar þann seinagang sem er í viðræðunum. Fundurinn hafnar kjararýrnun og hvetur viðsemjendur til að virða áunnin réttindi félagsmanna. Krafist er 500 þúsund króna lágmarkslauna fyrir háskólamenntaða. Óhóflegt álag á starfsfólk innan almannaþjónustu á vegum hins opinbera er viðvarandi og þekkt að slíkt er heilsuspillandi. Fundurinn krefst þess að viðsemjendur taki raunveruleg skref til styttingar vinnuvikunnar án þess að skerða kjör og réttindi.


Kröfurnar eru skýrar

Yfirlýsing frá átta aðildarfélögum BHM vegna ummæla 
formanns Sameykis í gær

25.10.2019

Átta aðildarfélög BHM hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla formanns Sameykis í fréttum RÚV í gær, 24. október:

Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson, gagnrýndi í fréttum RÚV í gær fimm aðildarfélög BHM sem undirrituðu kjarasamning við ríkið sl. mánudag. Að sögn formanns Sameykis stóðu aðildarfélög BSRB í þeirri trú að stéttarfélög opinberra starfsmanna ætluðu að fylgjast að hvað varðar útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningum. Með samningi BHM-félaganna fimm við ríkið hafi þessi samstaða verið rofin.

Vegna ummæla formanns Sameykis vilja átta aðildarfélög BHM, sem hafa haft samflot í yfirstandandi kjaraviðræðum, taka fram að þau telja hag sinna félagsmanna ekki borgið með því að skrifa undir samningstilboð ríkisins sem byggist á krónutöluhækkunum, felur í sér styttingu vinnuvikunnar (með sölu og takmörkunum á ýmsum gæðum) og umfangsmikla breytingu á yfirvinnutaxta.

Kröfur félaganna eru skýrar: Við viljum prósentuhækkanir sem skila auknum kaupmætti til félagsmanna á samningstímanum, styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir að meðtöldum hléum og að menntun sé metin til launa þannig að lágmarkslaun fyrir fyrstu háskólagráðu verði ekki lægri en 500.000 kr.

BHM-félögin átta eru:
Dýralæknafélag Íslands
Félag geislafræðinga
Félag íslenskra náttúrufræðinga
Félagsráðgjafafélag Íslands
Iðjuþjálfafélag Íslands
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Sálfræðingafélag Íslands
Þroskaþjálfafélag Íslands

Sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögunum

Bréf til sveitarfélaga vegna breytinga á lögum um félagsþjónustu sem taka gildi 1. október

Þann 1. október næstkomandi taka í gildi breytingar á lögum um félagsþjónustu nr. 40/1991. Lagabreytingarnar eru ansi viðamiklar en Félagsráðgjafafélag Íslands hefur sent öllum sveitarstjórum/oddvitum og yfirmönnum félagsþjónustu á Íslandi bréf þar sem vakin er athygli á breytingum á 18. grein laganna. Þar segir að sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögunum. Í greinargerð með lagafrumvarpinu kemur fram að leita skuli eftir félagsráðgjöfum til að annast félagslega ráðgjöf enda augljóst að ráðgjöf verði ekki fagleg nema fagfólk annist hana og því sé eðlilegast að leita eftir félagsráðgjöfum.

Lesa meira

ALÞJÓÐADAGUR FÉLAGSRÁÐGJAFA ER Í DAG

World Social Work Day 2018

Hraðar breytingar í nútímasamfélagi skapa aukin tækifæri en samhliða þeim er hætt við að nýir hópar verði jaðarsettir og því mikilvægt að huga að þeim þannig að allir hafi aukin tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Félagsráðgjafar vita hvar skórinn kreppir,

Lesa meira