Viðburðir

Fagdeildir félagsráðgjafa í stjórnun og barnavernd halda morgunverðarfund um umfjöllun um börn og barnavernd þann 24. apríl - skráning er hafin! 

Hvernig metum við hið óendanlega? Hið góða líf

Ráðstefna á Hólum í Hjaltadal

Guðbrandsstofnun í samstarfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, heilbrigðis- og hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, Félagsráðgjafafélag Íslands og Félag íslenskra leikara standa að ráðstefnunni sem haldin er á Hólum í Hjaltadal.

Meðal málshefjenda eru nokkrir félagsráðgjafar og er ráðstefnuformið áhugavert. Við hvetjum félagsráðgjafa til að taka þátt í þessari ráðstefnu og fara inn í sumarið með hugleiðingar um hið góða líf. 

Lesa meira

Morgunverðarfundur fagdeilda félagsráðgjafa í stjórnun og barnavernd

Umfjöllun um börn og barnavernd í fjölmiðlum

- | Salur BHM, Borgartúni 6, 3. hæð

Hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varast þegar fjallað er um börn og málefni barna í fjölmiðlum? Hvernig má tryggja að gætt sé að öryggi barna og velferð þegar um þau er fjallað eða þegar börn taka sjálf þátt í almennri umfjöllun?

Lesa meira

VINNA MEÐ FLÓTTAFÓLKI

STARFSUMHVERFI OG ÁHÆTTUÞÆTTIR VINNUNNAR Á FAGFÓLK

-

Auður Ósk Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti verður með opinn fræðslufund á vegum fagdeildar fjölmenningarfélagsráðgjafa um vinnu með flóttafólki. Auður vinnur hjá mannréttindasamtökum í Glasgow þar sem stór hluti af hennar notendum er flóttafólk.

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér á heimasíðunni.

Lesa meira

Aðalfundur FÍ 2018

-

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 14. mars kl. 14:30.

Aðalfundargögn verða send út með aðalfundarboði, í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund, eins og 6. grein laga félagsins kveður á um.

Þeir sem vilja bjóða sig fram í stjórn FÍ eða nefndir hafi samband við formann félagsins, maria@felagsradgjof.is

Kaffiveitingar verða í boði

Lesa meira

Fréttir

Hér birtum við fréttir úr starfi félagsins

ALÞJÓÐADAGUR FÉLAGSRÁÐGJAFA ER Í DAG

World Social Work Day 2018

Til hamingju með daginn kæru félagsráðgjafar en í dag fagna félagsráðgjafar um allan heim alþjóðadegi félagsráðgjafa (e. World Social Work Day 2018).

Hraðar breytingar í nútímasamfélagi skapa aukin tækifæri en samhliða þeim er hætt við að nýir hópar verði jaðarsettir og því mikilvægt að huga að þeim þannig að allir hafi aukin tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Félagsráðgjafar vita hvar skórinn kreppir, hvaða hópar það eru sem eru viðkvæmir fyrir samfélagsbreytingum og hverjir það eru sem fá ekki nægan félagslegan stuðning og meðferð í samfélaginu. Því verða félagsráðgjafar að aðstoða þá sem er hætt við að verða jaðarsettir til að fá rödd og tryggja að félagsleg réttindi allra séu virt, vinna gegn félagslegu ranglæti og mannréttindabrotum. Það er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að leita allra mögulegra leiða til þess að allir íbúar hér á landi geti verið virkir samfélagsþegnar, bæði í efnahagslegu sjónarmiði og ekki síst með velferð íbúanna í huga. Eru félagsráðgjafar þar meðal lykilstétta og eiga að hafa mikil áhrif á uppbyggingu allrar velferðarþjónustu á Íslandi.

Ég hvet ykkur, kæru félagsráðgjafar, til að láta rödd ykkar heyrast, benda á hvað megi betur fara og hverjir það eru sem ekki fá nægilega góða þjónustu í því velferðarkerfi sem hér er, hvort heldur er um að ræða félagsþjónustu sveitarfélaga, barnavernd, þjónustu við fatlað fólk, geðheilbrigðisþjónustu eða í starfsendurhæfingu og öllum þeim málaflokkum sem þið starfið við. Við erum sérfræðingar og okkur ber skylda til að vera talsmenn skjólstæðinga okkar og valdefla þá til þess að láta rödd sína heyrast og taka þannig virkan þátt í að vinna að félagslegum réttindum og jöfnum tækifærum til samfélagslegrar þátttöku.

Evrópudeild alþjóðasamtaka félagsráðgjafa (IFSW Europe) hafa gefið frá sér yfirlýsingu í tilefni dagsins þar sem áréttað er mikilvægi starfa félagsráðgjafa sem vinna að því að styðja fólk til sjálfshjálpar með valdeflingu með það að leiðarljósi að auka lífsgæði þeirra. Leggur Evrópudeild IFSW útaf áherslum Evrópusambandsins þar sem nú sérstök áhersla á félagsleg réttindi, jöfn tækifæri til þátttöku á vinnumarkaði, vinnuaðstæður og félagslega vernd og samfélagsþátttöku allra. Tekur Félagsráðgjafafélag Íslands undir með Evrópudeildinni, við verðum öll að taka höndum saman til að vinna gegn félagslegu ranglæti. Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni.

Ég óska ykkur hjartanlega til hamingju með daginn!

María Rúnarsdóttir, formaður

Lesa meira

Félagsráðgjafafélag Íslands skrifaði undir samning við ríki föstudaginn 2. febrúar. Samningurinn var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem stóð yfir dagana 8. til 15. febrúar. 

Lesa meira

Aðventufundur Félagsráðgjafafélags Íslands

Félagsráðgjöf og mannréttindi

Í tilefni alþjóðamannréttindadagsins sem haldinn er á ári hverju þann 10. desember, og í tilefni aðventunnar, hélt Félagsráðgjafafélag Íslands ve lheppnaðan morgunverðarfund þriðjudaginn 12. desember á Grand hóteli, Gullteigi. Fundurinn hófst með glæsilegu jólamorgunverðarhlaðborði kl. 8.00 en formleg dagskrá hefst kl. 8:30. María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafa sagði frá yfirlýsingu sem alþjóðasamtök félagsráðgjafa sendu frá sér og má sjá hér. Í yfirlýsingunni er fjallað um helstu áskoranir sem félagsráðgjafar standa frammi fyrir i heimsálfunum fimm en barátta fyrir mannréttindum og gegn félagslegu ranglæti hefur alla tíð verið eitt af helstu hlutverkum félagsráðgjafar um allan heim. Eitt af helstu markmiðum félagsráðgjafa er virðing fyrir sérhverjum einstaklingi og réttindum hans. Alþjóðasamtökin benda á að stjórnvöld virðast gleyma þessum grundvallargildum félagsráðgjafar í kapphlaupi sínu um völd, og viðkvæmustu hóparnir sem eiga sér fáa talsmenn verða gjarnan undir í pólitískri hugmyndafræði. María vakti þátttakendur einnig til umhugsunar um streituna og atið sem fylgir jólaundirbúningnum og brýndi fyrir þátttakendum að staldra við og hugsa um börnin og þá sem eiga um sárt að binda, finna ró og jólafrið í stað streitu og ágreinings.
Lesa meira