Skip to main content

Vinnudeilusjóður Félagsráðgjafafélags Íslands

Reglur samþykktar á aðalfundi 2013

1. grein.

Sjóðurinn heitir Vinnudeilusjóður Félagsráðgjafafélags Íslands.

2. grein.

Tilgangur sjóðsins:.

• Að styrkja stöðu félagsmanna þegar þeir eiga í kjaradeilum með því að aðstoða þá fjárhagslega ef til verkfalls kemur.

• Að greiða kostnað vegna framkvæmda verkfalls.

• Að greiða kostnað vegna kjaramála, s.s. kostnað vegna kjarakönnunar og kjararáðstefnu.

• Að styrkja önnur stéttarfélög sem eiga í kjaradeilum að fengnu samþykki stjórnar FÍ.

3. grein.

Aðild að sjóðnum eiga þeir félagar FÍ sem félagið semur fyrir.

4. grein.

Gjald í vinnudeilusjóð er dregið af félagsgjöldum félagsmanna til FÍ og er ákveðið á aðalfundi.

5. grein.

Kjarafélagar í stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands fara með yfirstjórn sjóðsins og bera ábyrgð á honum gagnvart félaginu. Gjaldkeri FÍ er gjaldkeri sjóðsins.

6. grein.

Þegar vinnudeila er fyrirsjáanleg skal stjórn sjóðsins gera áætlun um greiðslur úr sjóðnum og útbúa almennar reglur um úthlutun styrkja til félagsmanna. Að jafnaði skulu úthlutunarreglur ræddar á félagsfundi og leitað samþykkis hans.

7. grein.

Heimilt er að skipa sérstaka styrkveitinganefnd sem sér um framkvæmd úthlutunar úr vinnudeilusjóði.

8. grein.

Rétt til styrks úr sjóðnum á sérhver aðili að honum, sem ekki getur stundað vinnu sína vegna kjaradeilu félaga í Félagsráðgjafafélagi Íslands enda sé hann skuldlaus við félagið. Ekki skal þó greiða styrki úr sjóðnum vegna fyrstu viku vinnustöðvunar.

9. grein.

Fundargerðir varðandi vinnudeilusjóð skulu skráðar og haldið utan um þær sérstaklega. Einnig skulu styrkveitingar og önnur framlög úr sjóðnum skráðar.

10. grein.

Fjárhagur sjóðsins skal aðskilinn frá félagssjóði FÍ. Meðferð reikninga sjóðsins skal vera sú sama og annarra reikninga félagsins.

11. grein.

Verði sjóður þessi að einhverjum ástæðum að hætta störfum, skal ákvörðun um það og ráðstöfun eigna tekin á aðalfundi.

12. grein.

Reglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi Félagsráðgjafafélags Íslands.