Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands standa fyrir málþingi á Grand hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, miðvikudaginn 13. nóvember kl. 8:30-10:30.
Tilefnið er skýrsla Eurostat sem sýnir að hlutur íslenskra aðstandenda í umönnun er mun meiri en gerist í öðrum Evrópulöndum.
Dagskrá:
Fundarstjóri: Steinunn Bergmann formaður FÍ
8:30-9:00 Morgunverður og skráning
9:00-9:30 Dr. Kolbeinn H. Stefánsson: Samanburður við önnur Evrópulönd
9:30-9:40 Dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir: Þjóðin eldist: Áskoranir næstu áratuga
9:40-9:50 Dr. Guðbjörg Ottósdóttir: Börn sem annast um fullorðna: Ómæld umönnun
9:50-10:00 Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, MPH: Lífið í hvirfilbyl
10:00-10:30 Pallborð og umræður
*Tilvitnun í blaðaviðtal við aðstandanda
Þátttakendur skrái sig hér.
Lesa Meira