Skip to main content
Viðburðir

Aðalfundur FÍ 2023

By mars 20, 2023apríl 26th, 2023No Comments

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands boðar til aðalfundar fimmtudaginn 27. apríl 2023 kl. 14:00-16:00 á hótel Hilton Nordica.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:

  1. Fundur settur.
    2. Skipan fundarstjóra og fundarritara.
    3. Staðfest lögmæti fundarins.
    4. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu ári.
    5. Skýrsla stjórnar um reikninga félagsins, vinnudeilusjóð og nefndir eftir atvikum.
    6. Stéttarfélagsgjald og fagfélagsgjald ákveðið til eins árs, svo og framlag/hlutfall stéttarfélagsgjalds í vinnudeilusjóð.
    7. Skýrslur fastanefnda.
    8. Lagabreytingar.
    9. Stjórn félagsins.
    10. Tillögur um áætlanir og störf félagsins á yfirstandandi ári kynntar.
    11. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til samþykktar.
    12. Önnur mál.

Kallað er eftir framboðum í sæti formanns stjórnar Félagsráðgjafafélags Íslands. Um er að ræða 100% starf formanns. Framboðsfresti til formanns lýkur þremur vikum fyrir aðalfund.
Einnig er kallað eftir framboðum í þrjár stöður í stjórn Félagsráðgjafafélagsins. Framb0ðsfresti til stjórnarsetu lýkur tveimur vikum fyrir aðalfund.

RAFRÆN KOSNING

Ef fleiri bjóða sig fram en auglýstar lausar stöður segja til um fer fram rafræn kosning fáeinum dögum fyrir aðalfundinn.

Kjörgeng og þau sem hafa atkvæðarétt eru félagsfólk FÍ með stéttarfélagsaðild eða fagaðild, sem hafa staðið í skilum.

Hér verða sett inn aðalfundargögn jafnóðum og þau berast.

Þátttakendur skrái sig með því að senda póst á felagsradgjof@felagsradgjof.is

Skýrsla stjórnar FÍ 2022-2023
Félagsráðgjafafélag Íslands – Ársreikningur 2022 undirritaður
Kjaradeilusjóður FÍ – Ársreikningur 2022 undirritaður
Vísindasjóður FÍ – Ársreikningur 2022 undirritaður
Starfsáætlun FÍ 2023-2024
Fjárhagsáætlun FÍ árið 2023
Ársskýrsla Siðanefndar apríl 2023
Ársskýrsla Vísindanefndar apríl 2023
Ársskýrsla fagdeildar félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu 2022-2023
Ársskýrsla fagdeildar fjölmenningarfélagsráðgjafa22-23
Ársskýrsla Fagdeildar fræðslu- og skólafélagsráðgjafa 2023
Ársskýrsla Suðurlandsdeildar