Tímarit félagsráðgjafa
Tímarit félagsráðgjafa sem gefið er út af Félagsráðgjafafélagi Íslands, birtir fræðilegar greinar, ritrýndar og almennar um fagleg málefni og kemur að jafnaði út einu sinni á ári í maí/júní. Hægt er að senda inn greinar allt árið en lokafrestur til að skila inn greinum til ritrýningar er 1. september (2025) og 1.mars (2026) vegna almennra greina. Tímarit félagsráðgjafa er gefið út bæði á prenti og rafrænu formi sem birt er á heimasíðu FÍ.
Markmið
Meginmarkmið Tímaritsins er að miðla nýrri þekkingu á sviði félagsráðgjafar og efla fræðilega og faglega stöðu greinarinnar. Það er vettvangur fyrir kynningu á faglegu efni, niðurstöðum rannsókna, þróunarverkefnum og öðru fræðilegu efni á sviði félagsráðgjafar. Ritstjórn metur gæði innsends efnis og ákveður hvað skuli birt.
Tímaritið er tvískipt, annars vegar hluti með almennu efni af vettvangi félagsráðgjafa, viðtöl, fréttir af starfi félagsins og Félagsráðgjafardeildar HÍ, auk umfjöllunar um nýútkomnar fræðibækur og yfirlit yfir ráðstefnur. Ritstjóri almenns efnis hefur umsjón með þessum hluta blaðsins.
Hins vegar er ritrýndur hluti þar sem birtar eru ritrýndar greinar um fræðileg efni. Ritstjóri ritrýnds efnis hefur umsjón með ritrýniferli tímaritsins.
Ritstjórn skipa:
- Guðný Björk Eydal, ritstjóri ritrýndra greina ge@hi.is
- María Björk Ingvadóttir, ritstjóri annars efnis framkvaemdastjori@felagsradgjof.is
- Chien Tai Shill, ritstjórnarfulltrúi ritrýndra greina
- Herdís Björnsdóttir, ritstjórnarfulltrúi annars efnis.
Steinunn Bergmann, formaður FÍ er ábyrgðarmaður tímaritsins
Ritstjórar veita allar nánari upplýsingar.
Greinar skulu sendar inn á netfangið felagsradgjof@felagsradgjof.is. Skilafrestur fyrir ritrýndar greinar er 1. september og 1. mars fyrir almennar greinar.
Leiðbeiningar fyrir höfunda almennra greina
Leiðbeiningar fyrir höfunda ritrýndra greina
Leiðbeiningar fyrir ritrýna