Skip to main content
Fréttir

Skilafrestur ritrýndra greina í Tímarit FÍ er 1.sept

By ágúst 7, 2025No Comments

Tímarit félagsráðgjafa sem gefið er út af Félagsráðgjafafélagi Íslands, birtir fræðilegar greinar, ritrýndar og almennar, um fagleg málefni og kemur að jafnaði út einu sinni á ári í maí/júní. Hægt er að senda inn greinar allt árið en lokafrestur til að skila inn greinum til ritrýningar er 1. september (2025) og 1.mars (2026) vegna almennra greina. Tímarit félagsráðgjafa er gefið út bæði á prenti og rafrænu formi sem birt er á heimasíðu FÍ.

Greinar skulu sendar inn á netfangið  felagsradgjof@felagsradgjof.is.

Hér eru hlekkir á allar frekari upplýsingar:

Leiðbeiningar fyrir höfunda ritrýndra greina

Leiðbeiningar fyrir ritrýna

Og hér er hlekkur á nýjasta tímaritið sem kom út í byrjun júní og var sent öllu félagsfólki og er einnig aðgengilegt á heimasíðu FÍ.

Árgangur 19, nr. 1, 2025 – Félagsráðgjafafélag Íslands

Vinnum saman að því að efla tímaritið okkar.

Þökkum frábærar viðtökur við Tímaritinu.