Skip to main content
Fréttir

Yfirlýsing Félagsráðgjafafélags Ísland

By september 8, 2019september 8th, 2021No Comments

Félagsráðgjafafélag Íslands tekur undir þrjár ályktanir frá fundi Evrópusamtaka félagsráðgjafa sem haldin var í Vín Austurríki 8. september sl.:

  • Evrópusamtök félagsráðgjafa vekja athygli á vaxandi félagslegum vanda í Evrópu. Félagsráðgjafar búa yfir vitneskju um hvaða afleiðingar félagslegur vandi hefur fyrir einstaklinga og á efnahag þjóða. Félagsráðgjafar telja að ríkisborgarar í Evrópu sem standa höllum færi eigi betra skilið frá leiðtogum og stjórnmálamönnum. Félagsráðgjöf snýst um mannréttindi og munu félagsráðgjafar halda áfram að vinna með fólki, óháð uppruna þeirra og aðstæðum, til að stuðla að velferð þeirra. Þegar samfélag okkar og stjórmálamenn virða mannréttindi, munu allir hagnast.
  • Félagsráðgjafar í Evrópu taka höndum saman í því skyni að stuðla að auknu öryggi félagsráðgjafa og efla kerfi sem verndar þjónustuþega og fagfólk.
  • Samtök félagsráðgjafa í Bretlandi og norður Írlandi lýsa áhyggjum vegna BREXIT. Félagsráðgjafar starfa þvert á landamæri og eru mannréttindi þungamiðja félagsráðgjafar, því hefur mannréttindasáttmáli Evrópu spilað stórt hlutverk í að móta réttindabyggða nálgun í félagsráðgjöf í Bretlandi. Félagsráðgjöf er alþjóðlegt fag og hefur innleiðing Evrópusamningsins stutt við miðlun þekkingar og árangursríkra starfsaðferða þvert á landamæri. Þessu er stefnt í hættu með BREXIT.