Skip to main content
Viðburðir

Starfsdagur fyrir starfsfólk í barnaverndarþjónustu

By september 18, 2024september 27th, 2024No Comments

Félagsráðgjafafélag Íslands og Fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd í samstarfi við Barna-og fjölskyldustofu boðar til starfsdags föstudaginn 11. október  kl. 8.30 – 16.00 á Nauthól við Nauthólsveg 106,  Reykjavík.

Fjallað verður um Signs of Safety, Solihull og skaðaminnkandi nálgun.

DAGSKRÁ:

08:30 – 09:00 Skráning og morgunhressing
09:00 – 09:05 Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands opnar daginn
09:05 – 09:20 Páll Ólafsson framkvæmdastjóri farsældarsviðs Barna- og fjölskyldustofu
fjallar um innleiðingu Signs of Safety á Íslandi
09:20 – 10:20 Mahesh Prajapat fulltrúi Elia, alþjóðasamtaka um innleiðingu Signs of
Safety fjallar um SofS hugmyndafræðina
10:20 – 10:40 HLÉ
10:40 – 11:40 Ophelia Mac-Kwashie fulltrúi Evrópusamtaka um innleiðingu Signs of
Safety fjallar um innleiðingu SofS í barnaverndarstarfi
11:40 – 12:10 Erindi af vettvangi: Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri barnaverndar á
Akranesi og Berglind Ósk Filippíudóttir félagsráðgjafi í barnavernd í Mosfellsbæ
12:10 – 13:10 Hádegisverður
13:10 – 13:40 Gunnlaug Thorlacius, formaður Geðverndarfélags Íslands – Solihull aðferðin
13:40 – 14:00 Erindi af vettvangi: Rakel Þorsteinsdóttir þroskaþjálfi, verkefnastjóri barna
og fjölskyldumála hjá Keðjunni – þjónusta fyrir börn og fjölskyldur
14:00 – 14:30 Umræður á borðum
14:30 – 15:00 Svala Jóhannesdóttir, fjölskyldufræðingur og faghandleiðari –
Skaðaminnkandi nálgun í starfi
15:00 – 15:20 Erindi af vettvangi: Magnea Guðrún Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá BR
15:20 – 15:50 Umræður á borðum
15:50 – 16:00 Fundarstjóri tekur saman efni dagsins

Fundarstjóri Berglind Ósk Filippíudóttir talskona fagráðs fagdeildar félagsráðgjafa í barnavernd

Vinsamlega skráið ykkur hér fyrir neðan og gangið frá pöntun.

10.950 kr.Skráning