Skip to main content
Fréttir

Samstaða með Úkraínu

By mars 10, 2022No Comments

Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur til friðsamlegra samskipta og fordæmir innrás Rússa í Úkraínu. Þá vill félagið lýsa yfir samstöðu með félagsráðgjöfum og öðrum íbúum Úkraínu. Fjöldi félagsráðgjafa og félagsráðgjafarnema í löndum sem liggja að Úkraínu hafa tekið sér stöðu á landamærunum við að aðstoða flóttafólk, enda er neyðin mikil. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings.

Félagsráðgjafafélag Íslands hefur tekið áskorun VR og styrkir hjálparstarf í þágu Úkraínu um 10 evrur á hvern félagsmann. Stjórn félagsins skorar á önnur stéttarfélög að leggja lið.

Við viljum einnig vekja athygli félagsmanna á því að alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa hrundið af stað söfnun til að styðja við félagsráðgjafa sem starfa við landamærin Call to support social workers! – International Federation of Social Workers (ifsw.org).

Í tilefni af alþjóðadegi félagsráðgjafar 15. mars vilja félagsráðgjafar senda út skilaboð „Social Worker Stands Together Against War“ og hvetjum við félagsráðgjafa til að taka þátt í að vekja athygli á málefninu með því að taka mynd og birta á samfélagsmiðlum Social Worker Stands Together Against War – International Federation of Social Workers (ifsw.org) stjórn FÍ hefur þegar birt mynd á fb félagsins.

Þá hvetjum við félagsráðgjafa til að fjölmenna á vinnusmiðju siðanefndar 15. mars til að ræða mannréttindi. Mögulegt er að taka þátt í fjarfundi.