Skip to main content
Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Vísindasjóð FÍ

By apríl 1, 2025No Comments

Vísindanefnd Félagsráðgjafafélagsins minnir á að umsóknarfrestur um styrki í B-hluta sjóðsins er til og með 15.apríl, n.k.

Eyðublaðið og úthlutunarreglur sjóðsins er að finna á heimasíðu félagsins á slóðinni:
https://felagsradgjof.is/visindanefnd/
Skila þarf umsóknum til formanns Vísindanefndar á netfangið, asta.benediktsdottir@frn.is

Úthlutunin er ætluð þeim félagsráðgjöfum sem vinna að rannsóknar- og þróunarstarfi á sviði félagsráðgjafar.

Samkvæmt 7. gr. úthlutunarreglna geta rannsóknarverkefni félagsráðgjafa í meistara- og doktorsnámi  fengið styrki að uppfylltum ákvæðum þessara úthlutunarreglna. Hámarksstyrkur fyrir MA verkefni er kr. 700.000.

Að gefnu tilefni er áréttað að félagsfólk sem vinnur hjá ríkinu er ekki með aðild að sjóðnum.