Vísindanefnd
Vísindasjóður Félagsráðgjafafélags Íslands var stofnaður árið 1989 samkvæmt 8. grein kjarasamninga sem gerðir voru það ár. Vísindasjóður skiptist í tvo hluta, A-hluta og B-hluta. A-hlutinn er ætlaður til að standa straum af framhalds- og endurmenntunarkostnaði og ferða- og dvalarkostnaðar vegna námskeiða. B-hlutinn er til að standa straum af kostnaði við rannsóknar- og þróunarverkefni. Á vegum félagsins skal starfar þriggja manna Vísindanefnd. FÍ skipar einn fulltrúa úr stjórn félagsins í nefndina en kjósa skal að auki tvo félagsmenn í nefndina á aðalfundi og skipta þeir með sér verkum formanns, gjaldkera og ritara.
Hlutverk nefndarinnar er:
- Að greiða fyrir og halda lifandi umræðu um rannsóknir innan félagsins.
- Að starfa í nánum tengslum við fulltrúa skrifstofu varðandi greiðslur úr A-hluta sjóðsins.
- Að ákveða og senda tillögur til stjórnar FÍ um úthlutun úr B-hluta sjóðsins.
- Að fylgja eftir að styrkþegar kynni verkefni sín á Félagsráðgjafaþingi eða með greinarskrifum innan tveggja ára frá styrkveitingu,
- Að meta og endurmeta reglur sjóðsins jafnt og þétt.
- Að fræða og halda námskeið um rannsóknir.
Vísindanefnd skipa:
- Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, formaður
- Hervör Alma Árnadóttir, gjaldkeri
- Ásta Kristín Benediktsdóttir, ritari
Netföng:
Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, gudrun.th.agustsdottir@reykjavik.is
Hervör Alma Árnadóttir, hervora@hi.is
Ásta Kristín Benediktsdóttir asta.kristin.benediktsdottir@reykjavik.is