Vísindanefnd

Vísindasjóður Félagsráðgjafafélags Íslands var stofnaður árið 1989 samkvæmt 8. grein kjarasamninga sem gerðir voru það ár. Vísindasjóður skiptist í tvo hluta, A-hluta og B-hluta. A-hlutinn er ætlaður til að standa straum af framhalds- og endurmenntunarkostnaði og ferða- og dvalarkostnaðar vegna námskeiða. B-hlutinn er til að standa straum af kostnaði við rannsóknar- og þróunarverkefni. Á vegum félagsins skal starfar þriggja manna Vísindanefnd. FÍ skipar einn fulltrúa úr stjórn félagsins í nefndina en kjósa skal að auki tvo félagsmenn í nefndina á aðalfundi og skipta þeir með sér verkum formanns, gjaldkera og ritara.
Hlutverk nefndarinnar er:

  • Að greiða fyrir og halda lifandi umræðu um rannsóknir innan félagsins.
  • Að starfa í nánum tengslum við fulltrúa skrifstofu varðandi greiðslur úr A-hluta sjóðsins.
  • Að ákveða og senda tillögur til stjórnar FÍ um úthlutun úr B-hluta sjóðsins.
  • Að fylgja eftir að styrkþegar kynni verkefni sín á Félagsráðgjafaþingi eða með greinarskrifum innan tveggja ára frá styrkveitingu,
  • Að meta og endurmeta reglur sjóðsins jafnt og þétt.
  • Að fræða og halda námskeið um rannsóknir.

Vísindanefnd skipa:

  • Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, formaður
  • Hervör Alma Árnadóttir, gjaldkeri
  • Ásta Kristín Benediktsdóttir, ritari

Netföng:

Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, gudrun.th.agustsdottir@reykjavik.is
Hervör Alma Árnadóttir, hervora@hi.is
Ásta Kristín Benediktsdóttir asta.kristin.benediktsdottir@reykjavik.is

A-hluti Vísindasjóðs

Í A-hluta vísindasjóðs renna 90-100% þeirrar upphæðar sem vinnuveitendur greiða í sjóðinn og sú upphæð er öll greidd út í febrúar ár hvert til þeirra félagsmanna sem greitt hefur verið fyrir í vísindasjóð og fá þeir þá upphæð úthlutaða að frádregnum 0-10%, sem lagðar verða inn á reikning B-hluta sjóðsins. Vísindanefnd ákveður í samráði við stjórn FÍ hverju sinni það hlutfall sem lagt er inn á reikning B-hluta sjóðsins og fer það eftir stöðu sjóðsins hverju sinni.“

Upphæðin er ætluð til:
a) framhalds- endurmenntunarkostnaðar,
b) ferða- og dvalarkostnaðar vegna ráðstefna, námskeiða og námskeiðsgjalda.

Árleg úthlutun úr sjóðnum kemur fram á skattskýrslu. Hægt er að færa inn upphæðina til frádráttar í reit 149 á skattframtalinu ásamt því að fylla út meðfylgjandi greinargerð. Því er gott að geyma kvittanir sem tengjast framhalds- og endurmenntunarkostnaði og ferða- og dvalarkostnaði vegna námskeiða og ráðstefna.

B - hluti Vísindasjóðs

Úthlutun úr B-hluta vísindasjóðs er ætluð til rannsóknar- og þróunarverkefna. Verkefnin verða að vera á sviði félagsráðgjafar og vera stéttinni til hagsbóta og framdráttar, hvað varðar faglega þekkingu.

Sækja þarf um í sjóðinn á þar til gerðu eyðublaði fyrir 15. apríl og 15. október ár hvert. Ákvarðanir um styrkveitingar liggja fyrir í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að umsóknarfrestur rennur út. Í kjölfar ákvörðunar er styrkur greiddur út. Vísindanefnd setur sér starfsreglur varðandi viðmið og hámarksupphæðir sem endurskoða má árlega. Sérstakar úthlutunarreglur gilda um umsóknir í sjóðinn. Þær má finna hér á síðunni.

Úthlutunarreglur fyrir B - hluta

Úthlutunarreglur fyrir umsóknir úr B-hluta Vísindasjóðs FÍ samþykktar á aðalfundi FÍ 2020.

1. grein
Vísindasjóður Félagsráðgjafafélags Íslands B-hluti er ætlaður til rannsóknar- og þróunarverkefna. Rannsóknin/þróunarverkefnið verður að vera á sviði félagsráðgjafar og vera stéttinni til hagsbóta og framdráttar, hvað varðar faglega þekkingu.

2. grein
a) Aðild að sjóðnum eiga þeir félagsmenn sem hefur verið greitt fyrir í sjóðinn í samfellda 12 mánuði.
b) Félagsmenn í launalausu leyfi/án atvinnu sem greitt hafa fagaðild eiga rétt á aðild að sjóðnum að því gefnu að þeir hafi greitt samfellt í sjóðinn í 3 ár og ekki sé lengra en 12 mánuðir frá því að launalaust leyfi/atvinnuleysi hófst.
c) Vísindanefnd ákveður hverju sinni hvort og hvernig meta skuli eldri sjóðsaðild til brúa rof á aðild. Rof á aðild getur verið að hámarki 6 mánuðir.
d) Vísindanefnd er heimilt að eigin frumkvæði, að því að veita einstaklingum eða starfshópum viðurkenningu fyrir mikilvæg störf unnin á sviði félagsráðgjafar.
e) Vísindanefnd er heimilt að styrkja námskeið eða ráðstefnur sem hafa það að megin markmiði að kynna rannsóknir og/eða miðla þekkingu til félagsmanna FÍ sem eru stéttinni til hagsbóta.

3. grein
Umsóknum skal skila til Vísindanefndar fyrir 15. apríl og 15. október ár hvert. Ákvarðanir um styrkveitingar skulu liggja fyrir í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að umsóknarfrestur rennur út. Í kjölfar ákvörðunar er styrkur greiddur út. 

4. grein
Umsókn skal skila á stöðluðu eyðublaði sjóðsins. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum á eyðublaði.

5. grein
Vísindanefnd FÍ ákveður úthlutanir úr B-hluta og upplýsir stjórn FÍ. Umsóknum skal svarað skriflega.

6. grein
Styrkþegar skulu vitja greiðslunnar innan 6 mánaða frá styrkveitingu að öðrum kosti fellur styrkveiting niður.

7. grein
Skóla-, námskeiðs- og ráðstefnugjöld eru ekki greidd úr B-hluta Vísindasjóðs. Rannsóknarverkefni félagsráðgjafa í meistara- og doktorsnámi geta fengið styrki að uppfylltum ákvæðum þessara úthlutunarreglna. Hámarksstyrkur fyrir MA verkefni er 500.000.

8. grein
Styrkþegar skulu kynna niðurstöður verkefnisins á þingi félagsráðgjafa í formi fyrirlesturs innan tveggja ára frá úthlutun. Að jafnaði skulu þau verkefni sem fá hámarksstyrk skila grein um niðurstöður verkefnis í Tímarit félagsráðgjafa eða annað sambærilegt tímarit.

9. grein
Vísindanefnd er heimilt að endurskoða úthlutunarreglur ár hvert. Breytingar á úthlutunarreglum skulu kynntar og samþykktar á aðalfundi að undanfarinni samþykkt vísindanefndar og stjórnar FÍ.

10. grein
Höfuðstóll B-hluta Vísindasjóðs FÍ skal ávallt vera að lágmarki 2.000.000 kr.


Umsóknareyðublað fyrir B-hluta Vísindasjóðs

Umsóknum í B- hluta Vísindasjóðs ber að skila á sérstöku umsóknareyðublaði og mikilvægt er að fylgja vel leiðbeiningum um hvað þar á að koma fram sem og varðandi orðafjölda. Umsóknarfrestur í sjóðinn rennur út 15.apríl og 15.október ár hvert. Umsóknum er skilað til formanns vísindanefndar á netfangið gudrun.th.agustsdottir@reykjavik.is

Helstu verkefni Vísindanefndar

Starfsár Vísindanefndar er frá aðalfundi til aðalfundar næsta árs. Á fyrsta fundi eftir aðalfund skiptir stjórn með sér verkum. Formaður setur upp dagskrá og boðar fundi. Ritari sér um ritun fundagerða og upplýsingar nefndarinnar á heimasíðu. Gjaldkeri sér um fjármál sjóðsins í samstarfi við formann og framkvæmdastjóra skrifstofu FÍ. Helstu verkefni nefndarinnar eru:

1. Gera áætlun um starfsárið.

2. Senda út tilkynningar vegna umsókna í B-hluta sjóðsins. Skal það gert í mars/september ár hvert og aftur fyrir skilafrest umsókna sem er 15.apríl og 15. október ár hvert.

3. Greiða árlega úr A-hluta í febrúar/mars, í samstarfi við skrifstofu.

4. Fara yfir umsóknir í B-hluta og meta. Ákveða hámarksupphæðir til úthlutunar.

5. Halda opinn nefndarfund í maí þar sem umsóknareyðublað og umsóknarferli er kynnt.

6. Samþykkja umsóknir eigi síðar þremur mánuðum eftir umsóknarfrest.

7. Halda úthlutunar- og kynningarfund styrktarverkefna í febrúar ár hvert.

8. Endurskoða störf, verklag og reglur nefndarinnar.

9. Útbúa í samstarfi við skrifstofu FÍ launamiða í janúar ár hvert.

10. Undirbúa aðalfund, tillögur að lagabreytingum.

11. Skipuleggja námskeið um rannsóknir.


Árleg úthlutun úr B-hluta Vísindasjóðs

Í úthlutunarreglum fyrir B-hluta Vísindasjóðs kemur fram að sækja þarf um í sjóðinn fyrir 15. apríl og 15. október ár hvert. Styrkþegar mega vænta svars frá stjórn Vísindasjóðs u.þ.b. tveimur mánuðum síðar. Styrkþegar eru hvattir til að kynna verkefni sín t.d. á Félagsráðgjafaþinginu sem haldið er ár hvert.

Styrkþegar 2007

Styrkþegar 2006

Auður Sigurðardóttir kr. 75.000.- fyrir Hvaða gildi hefur skilnaðarfræðsla.

Brynja Óskarsdóttir kr. 30.000.- fyrir Þjónustukönnun: Viðhorf og þarfir notenda og tilvísenda félagsráðgjafar fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra við legudeildir FSA.

Freydís J. Freysteinsdóttir kr. 300.000.- fyrir Tengsl áhættuhegðunar unglinga og tilkynninga um misbrest í aðbúnaði þeirra við skammtíma og langtímaúrræði.

Guðlaug Magnúsdóttir kr. 150.000.- fyrir Ungt fólk, lífshættir og viðhorf til fjölskyldu- og kynslóðatengsla.

Helga Þórðardóttir kr. 500.000.- fyrir Þróun og uppbygging kennsluefnis, námskeiða og þjálfunar um lausnamiðaða hugmyndafræði í vinnu með börnum er byggir á bókinni Börn eru klár.

Hrefna Ólafsdóttir kr. 500.000.- fyrir Fjölskyldumiðuð greiningarvinna félagsráðgjafa.

María Játvarðardóttir kr. 150.000.- fyrir Hvaða áhrif hefur íþrótta og tómstundaiðkun á líf hreyfihamlaðra ungmenna á Íslandi?

Nanna K. Sigurðardóttir kr. 500.000.- fyrir Líðan í vinnunni - hjá þeim sem greinst hafa með krabbamein og viðmiðunarhópi.

Sigrún Þórarinsdóttir kr. 110.000.- fyrir Hvernig er félagsleg einangrun eldri borgara í Reykjavík tilkomin og hvað þarf til að rjúfa hana? Getur markviss stuðningur í félagsstarfi rofið félagslega einangrun aldraðra?

Steinunn K. Jónsdottir kr. 150.000.- fyrir Breytingar í félagsþjónustu sveitarfélaga frá 1990 og áhrif þeirra á störf og starfsumhverfi starfsmanna félagsþjónustunnar.