Skip to main content

Vísindanefnd

Vísindasjóður Félagsráðgjafafélags Íslands var stofnaður árið 1989 samkvæmt 8. grein kjarasamninga sem gerðir voru það ár. Vísindasjóður skiptist í tvo hluta, A-hluta og B-hluta. A-hlutinn er ætlaður til að standa straum af framhalds- og endurmenntunarkostnaði og ferða- og dvalarkostnaði vegna námskeiða. B-hlutinn er til að standa straum af kostnaði við rannsóknar- og þróunarverkefni. Á vegum félagsins starfar þriggja manna Vísindanefnd. FÍ skipar einn fulltrúa úr stjórn félagsins í nefndina en kjósa skal að auki tvo félagsmenn í nefndina á aðalfundi og skipta þeir með sér verkum formanns, gjaldkera og ritara.
Hlutverk nefndarinnar er:

  • Að greiða fyrir og halda lifandi umræðu um rannsóknir innan félagsins.
  • Að starfa í nánum tengslum við fulltrúa skrifstofu varðandi greiðslur úr A-hluta sjóðsins.
  • Að ákveða og senda tillögur til stjórnar FÍ um úthlutun úr B-hluta sjóðsins.
  • Að fylgja eftir að styrkþegar kynni verkefni sín á Félagsráðgjafaþingi eða með greinarskrifum innan tveggja ára frá styrkveitingu,
  • Að meta og endurmeta reglur sjóðsins jafnt og þétt.
  • Að fræða og halda námskeið um rannsóknir.

Vísindanefnd skipa:

  • Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, formaður
  • Hervör Alma Árnadóttir, gjaldkeri
  • Guðbjörg María Árnadóttir, ritari

Netföng:

Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, gudrun.th.agustsdottir@reykjavik.is
Hervör Alma Árnadóttir, hervora@hi.is
Guðbjörg María Árnadóttir gudbjorg.arnadottir@hrafnista.is

A-hluti Vísindasjóðs

Í A-hluta vísindasjóðs renna 90-100% þeirrar upphæðar sem vinnuveitendur greiða í sjóðinn og sú upphæð er öll greidd út í febrúar ár hvert til þeirra félagsmanna sem greitt hefur verið fyrir í vísindasjóð og fá þeir þá upphæð úthlutaða að frádregnum 0-10%, sem lagðar verða inn á reikning B-hluta sjóðsins. Vísindanefnd ákveður í samráði við stjórn FÍ hverju sinni það hlutfall sem lagt er inn á reikning B-hluta sjóðsins og fer það eftir stöðu sjóðsins hverju sinni.“

Upphæðin er ætluð til:
a) framhalds- endurmenntunarkostnaðar,
b) ferða- og dvalarkostnaðar vegna ráðstefna, námskeiða og námskeiðsgjalda.

Árleg úthlutun úr sjóðnum kemur fram á skattskýrslu. Hægt er að færa inn upphæðina til frádráttar í reit 149 á skattframtalinu ásamt því að fylla út meðfylgjandi greinargerð. Því er gott að geyma kvittanir sem tengjast framhalds- og endurmenntunarkostnaði og ferða- og dvalarkostnaði vegna námskeiða og ráðstefna.

B – hluti Vísindasjóðs

Úthlutun úr B-hluta vísindasjóðs er ætluð til rannsóknar- og þróunarverkefna. Verkefnin verða að vera á sviði félagsráðgjafar og vera stéttinni til hagsbóta og framdráttar, hvað varðar faglega þekkingu.

Sækja þarf um í sjóðinn á þar til gerðu eyðublaði fyrir 15. apríl og 15. október ár hvert. Ákvarðanir um styrkveitingar liggja fyrir í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að umsóknarfrestur rennur út. Í kjölfar ákvörðunar er styrkur greiddur út. Vísindanefnd setur sér starfsreglur varðandi viðmið og hámarksupphæðir sem endurskoða má árlega. Sérstakar úthlutunarreglur gilda um umsóknir í sjóðinn. Þær má finna hér á síðunni.

Úthlutunarreglur fyrir B – hluta

Úthlutunarreglur fyrir umsóknir úr B-hluta Vísindasjóðs FÍ samþykktar á aðalfundi FÍ 2020.

1. grein
Vísindasjóður Félagsráðgjafafélags Íslands B-hluti er ætlaður til rannsóknar- og þróunarverkefna. Rannsóknin/þróunarverkefnið verður að vera á sviði félagsráðgjafar og vera stéttinni til hagsbóta og framdráttar, hvað varðar faglega þekkingu.

2. grein
a) Aðild að sjóðnum eiga þeir félagsmenn sem hefur verið greitt fyrir í sjóðinn í samfellda 12 mánuði.
b) Félagsmenn í launalausu leyfi/án atvinnu sem greitt hafa fagaðild eiga rétt á aðild að sjóðnum að því gefnu að þeir hafi greitt samfellt í sjóðinn í 3 ár og ekki sé lengra en 12 mánuðir frá því að launalaust leyfi/atvinnuleysi hófst.
c) Vísindanefnd ákveður hverju sinni hvort og hvernig meta skuli eldri sjóðsaðild til brúa rof á aðild. Rof á aðild getur verið að hámarki 6 mánuðir.
d) Vísindanefnd er heimilt að eigin frumkvæði, að því að veita einstaklingum eða starfshópum viðurkenningu fyrir mikilvæg störf unnin á sviði félagsráðgjafar.
e) Vísindanefnd er heimilt að styrkja námskeið eða ráðstefnur sem hafa það að megin markmiði að kynna rannsóknir og/eða miðla þekkingu til félagsmanna FÍ sem eru stéttinni til hagsbóta.

3. grein
Umsóknum skal skila til Vísindanefndar fyrir 15. apríl og 15. október ár hvert. Ákvarðanir um styrkveitingar skulu liggja fyrir í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að umsóknarfrestur rennur út. Í kjölfar ákvörðunar er styrkur greiddur út.

4. grein
Umsókn skal skila á stöðluðu eyðublaði sjóðsins. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum á eyðublaði.

5. grein
Vísindanefnd FÍ ákveður úthlutanir úr B-hluta og upplýsir stjórn FÍ. Umsóknum skal svarað skriflega.

6. grein
Styrkþegar skulu vitja greiðslunnar innan 6 mánaða frá styrkveitingu að öðrum kosti fellur styrkveiting niður.

7. grein
Skóla-, námskeiðs- og ráðstefnugjöld eru ekki greidd úr B-hluta Vísindasjóðs. Rannsóknarverkefni félagsráðgjafa í meistara- og doktorsnámi geta fengið styrki að uppfylltum ákvæðum þessara úthlutunarreglna. Hámarksstyrkur fyrir MA verkefni er 700.000.

8. grein

Styrkþegar skulu kynna verkefni sitt á félagsráðgjafaþingi eða í Tímariti félagsráðgjafa, eða sambærilegu tímariti innan tveggja ára.

9. grein
Vísindanefnd er heimilt að endurskoða úthlutunarreglur ár hvert. Breytingar á úthlutunarreglum skulu kynntar og samþykktar á aðalfundi að undanfarinni samþykkt vísindanefndar og stjórnar FÍ.

10. grein
Höfuðstóll B-hluta Vísindasjóðs FÍ skal ávallt vera að lágmarki 7.000.000 kr.

Umsóknareyðublað fyrir B-hluta Vísindasjóðs

Umsóknum í B- hluta Vísindasjóðs ber að skila á sérstöku umsóknareyðublaði og mikilvægt er að fylgja vel leiðbeiningum um hvað þar á að koma fram sem og varðandi orðafjölda. Umsóknareyðublað Vísindasjóðs FÍ Umsóknarfrestur í sjóðinn rennur út 15.apríl og 15.október ár hvert. Umsóknum er skilað til formanns vísindanefndar á netfangið gudrun.th.agustsdottir@reykjavik.is

Helstu verkefni Vísindanefndar

Starfsár Vísindanefndar er frá aðalfundi til aðalfundar næsta árs. Á fyrsta fundi eftir aðalfund skiptir stjórn með sér verkum. Formaður setur upp dagskrá og boðar fundi. Ritari sér um ritun fundagerða og upplýsingar nefndarinnar á heimasíðu. Gjaldkeri sér um fjármál sjóðsins í samstarfi við formann og framkvæmdastjóra skrifstofu FÍ. Helstu verkefni nefndarinnar eru:

1. Gera áætlun um starfsárið.

2. Senda út tilkynningar vegna umsókna í B-hluta sjóðsins. Skal það gert í mars/september ár hvert og aftur fyrir skilafrest umsókna sem er 15.apríl og 15. október ár hvert.

3. Greiða árlega úr A-hluta í febrúar/mars, í samstarfi við skrifstofu.

4. Fara yfir umsóknir í B-hluta og meta. Ákveða hámarksupphæðir til úthlutunar.

5. Samþykkja umsóknir eigi síðar þremur mánuðum eftir umsóknarfrest.

6. Halda úthlutunar- og kynningarfund styrktarverkefna í febrúar ár hvert.

7. Endurskoða störf, verklag og reglur nefndarinnar.

8. Útbúa í samstarfi við skrifstofu FÍ launamiða í janúar ár hvert.

9. Undirbúa aðalfund, tillögur að lagabreytingum.

10. Skipuleggja námskeið um rannsóknir.

 

Styrkþegar Vísindasjóðs FÍ frá stofnun sjóðsins:

Styrkþegar 2023 -2024

Ingibjörg Þórðardóttir, 400.000 kr. fyrir þýðingar á efni til notkunar í meðferðarvinnu sem byggir á líkamsmiðaðri áfallavinnu með skjólstæðingum í meðferð. Ingibjörg mun þýða verkefnabók og flettispjöld í samvinnu við Trauma Resilience Institute (TRI) sem er eigandi efnisins.

Guðrún Kristinsdóttir, hlaut 750.000 kr. heiðursstyrk Vísindasjóðs fyrir framlag sitt til félagsráðgjafar og rannsókna á sviðinu.

Félagsráðgjafafélag Íslands, hlaut 1.500.000 kr. styrk vegna framleiðslu á heimildamynd um sögu félagsins sem frumsýnd var á Félagsráðgjafaþinginu í febrúar 2024.

Styrkþegar 2022

Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, kr. 500.000,- fyrir doktorsrannsókn: Heilsa, vellíðan og þarfir aðstandenda sem annast um eldri einstaklinga sem þiggja heimahjúkrun.

Valgerður Halldórsdóttir kr. 800.000 vegna útgáfu bókar um stjúptengsl: Stjúptengsl – í einkalífi og starfi.

Kristinn Arnar Diego, kr. 250.000 vegna birtingar á ritrýndri grein í tímaritinu, Journal of deaf studies and deaf education. Hafa félagsleg samskipti áhrif á sjálfsskilning döff fólks í fámennu samfélagi heyrnalausra á Íslandi?

Herdís Björnsdóttir kr. 500.000 fyrir MA rannsókn: Takk Kópavogsbær fyrir að fylgjast með mér: Viðhorf eldra fólks til þjónustu hjá Kópavogsbæ.

Sigrún Harðardóttir kr. 800.000 vegna útgáfu bókar um barnavernd á Íslandi: Saga, staða og framtíð barnaverndar á Íslandi. .

Halldórs S. Guðmundsson kr. 750.000 fyrir yfirlitsrannsókn: Einmanaleiki eldra fólks á Íslandi.

Styrkþegar 2021

Íris Ósk Ólafsdóttir kr. 500.000 fyrir meistaraverkefni, Rafrænt eftirlit: Upplifun einstaklinga sem hafa afplánað undir rafrænu eftirliti.

Rut Sigurðardóttir kr. 500.000 fyrir meistaraverkefni, Lengi býr að fyrstu gerð – þjónusta við ættleidda og fjölskyldur þeirra, fyrir og eftir ættleiðingu.

Vilborg Grétarsdóttir kr. 500.000 fyrir meistaraverkefni, Hver eru afdrif ungmenna eftir 18 ára aldur sem hafa átt við vímuefnavanda að stríða og hafa notið stuðnings barnaverndar.

Steinunn Jóhanna Bergmann kr. 96.118.- fyrir bókarkafla, Covid 19: Challenges for social work in Iceland.

Styrkþegar 2020

Ásta Kristín Benediktsdóttir kr. 500.000,- vegna meistararannsóknar á heiðurstengdu ofbeldi.

Ingibjörg Þórðardóttir kr. 600.000,- vegna rannsóknar á fjarþjónusta félagsráðgjafa.

Sigrún Ósk Björgvinsdóttir kr. 500.000 fyrir meistaraverkefni, Hvers vegna fara félagsráðgjafar í handleiðslu?‘ 

Að auki styrkti Vísindasjóður útgáfu bókar um faghandleiðslu í ritstjórn Sigrúnar Júlíusdóttur um 800.000 kr.

Styrkþegar 2019

Ellen Svava Guðlaugsdóttir kr. 250.000.- fyrir meistaraverkefni, Mikilvægi geðtengsla og styrkleikar barna sem barnavernd hefur haft aðkomu að 

Styrkþegar 2018

Björk Vilhelmsdóttir kr. 500.000.- fyrir rannsóknina Hvað hindrar ungt fólk í að fara til vinnu, nám eða nýta sér virkniúrræði.

Ella Kristín Karlsdóttir kr. 270.000.- fyrir verkefnið Hjálpaðu mér upp mér finnst ég vera að drukkna.

Eva Björg Bragadóttir kr. 123.000 fyrir mastersverkefnið Reynsla fylgdarlausra barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Að auki var veittur styrkur kr. 800.000.- til Halldórs S. Guðmundssonar vegna undirbúnings og útgáfu á heiðursriti í tilefni af 75 ára afmæli Sigrúnar Júlíusdóttur.

Styrkþegar 2017

Erla Björg Sigurðardóttir kr. 200.000.- fyrir rannsóknina Áhrif löggjafar og stefnumótunar á framkvæmd starfsendurhæfingar

Styrkþegar 2016

Elín Guðjónsdóttir kr. 340.000 fyrir meistararannsókn um upplifun foreldra af stuðningsúrræðinu tilsjón.

Eldey Huld Jónsdóttir kr. 500.000.- fyrir uppfærslu á Félagsráðgjafatalinu sem birt verður á heimasíðu FÍ

Eldey Huld Jónsdóttir kr. 600.000.- fyrir undirbúning á útgáfu 50 ára sögu Félagsráðgjafafélags Íslands

Að auki var veittur styrkur til Stígamóta kr. 500.000.- til eflingar á starfsemi Stígamóta, og

til Guðnýjar Bjarkar Eydal kr. 600.000.- fyrir opið námskeið fyrir félagsráðgjafa á sviði hamfarafélagsráðgjafar.

Styrkþegar 2015

Eldey Huld Jónsdóttir kr. 500.000.- fyrir heimildavinnu á Sögu Félagsráðgjafafélags Íslands

Guðrún Hrefna Sverrisdóttir kr. 150.000. fyrir mastersverkefnið Samkynhneigðir foreldrar

Styrkþegar 2014

Erla Björg Sigurðardóttir kr. 300.000 vegna doktorsrannsóknarinnar Samanburður á stefnu stjórnvalda og lagalegri umgjörð starfsendurhæfingar í Noregi og á Íslandi og áhrif þess á framkvæmd starfsendurhæfingarúrræða í löndunum tveimur.

Valgerður Halldórsdóttir kr. 500.000.- vegna rannsóknarverkefnisins Samræming fjölskyldulífs og atvinnu foreldra og stjúpforeldra með börn á tveimur heimilum.

Þóra Kemp kr. 200.000.- vegna meistararannsóknarinnar Hvernig huga aldraðar konur að matarræði sínu í heilsu- og félagslegu samhengi.

Félagsráðgjafafélag Íslands kr. 340.000.- til að miðla þekkingu til félagsmanna með því að koma Tímariti félagsráðgjafa á rafrænt form.

Styrkþegar 2013

Erla Björg Sigurðardóttir kr. 300.000.- fyrir Samfélag og vímuefni – SOV.is

Sólveig Sigurðardóttir kr. 500.000.- fyrir Eftir skilnað, um foreldrasamstarf og kynslóðatengsl.

Styrkþegar 2012

Þorleifur Kr Níelsson kr. 170.000.- fyrir Ill meðferð á börnum. Nýjar víddir og margbreytileiki.

Styrkþegar 2011

María Jónsdóttir kr. 500.000.- fyrir rannsóknina Notkun hjálpartækja við lífsleikni kennslu fyrir blind og sjónskert börn og ungmenni.

Guðrún Halla Jónsdóttir kr. 500.000.- fyrir MA-verkefnið Kynhegðun og vímuefnaneysla 15 ára unglinga á Íslandi 2009-2010.

Guðlaug M. Júlíusdóttir kr. 200.000.- fyrir MA- verkefnið Fjölskyldulisti McMasters – mat á próffræðilegum eiginleikum fyrir íslenskt þýði.

María Gunnarsdóttir kr. 200.000.- fyrir MA-verkefnið Rannsókn á stuðningsúrræðinu tilsjón í barnaverndarmálum.

Kristín Valgerður Ólafsdóttir kr. 200.000.- fyrir MA-verkefnið Hagir foreldra langveikra barna sem búa á landsbyggðinni.

Nanna K. Sigurðardóttir kr. 250.000.- fyrir rannsóknina Viska orðanna – tjáskipti í heilbrigðisþjónustu.

Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir kr. 200.000.-

Sigrún Þórarinsdóttir kr. 500.000.- fyrir rannsóknina Einmanaleiki eldri borgara í Reykjavík. Líðan og félagsleg staða þátttakenda.

Freydís Jóna Freysteinsdóttir kr. 300.000.- fyrir rannsóknina Ögunaraðferðir foreldra við uppeldi barna.

Guðbjörg Ottósdóttir kr. 300.000.- fyrir doktorsverkefnið Refugees and asylum seekers: Embodying disability and chronic illness in the context of migration.

Ragnheiður Guðmundsdóttir kr. 500.000.- fyrir MA-verkefnið Hvar á ég heima – hver hlustar á mig?

Að auki var veitt heiðursviðurkenning til Guðrúnar Jónsdóttur, stofnanda og heiðursfélaga í FÍ kr. 500.000.-

Styrkþegar 2010

Guðrún Jónsdóttir kr. 200.000.- fyrir Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009.

Gunnjóna Una Guðmundsdóttir kr. 200.000.-

Steinunn K. Jónsdóttir kr. 219.000.-

Jóna Margrét Ólafsdóttir kr. 300.000.-

Íris Eik Ólafsdóttir og Snjólaug Birgisdóttir kr. 500.000.- fyrir Félagsleg aðlögun fanga á afplánunartíma.

Valgerður Halldórsdóttir kr. 500.000.-

Sveindís A. Jóhannsdóttir kr. 200.000.-

Styrkþegar 2009

Anna Dóra Sigurðardóttir kr. 200.000.- fyrir Sér gefur gjöf sem gefur. Rannsókn um nýrnagjöf lifandi gjafa.

Erla Björg Sigurðardóttir kr. 200.000.- fyrir Starfsendurhæfing á Íslandi, Svíþjóð og Noregi og áhrif starfsendurhæfingar og búsetuúrræða fyrir vímuefnasjúka á félagslega aðlögun og lífsgæði.

Heiða Ösp Kristjánsdóttir kr. 200.000.- fyrir Stöðlun á listanum Reasons for Living Inventory -Adolsent fyrir Ísland.

Katrín Þorsteinsdóttir kr. 250.000.- fyrir þróunarverkefnið Barn í blóma.

Soffía Egilsdóttir kr. 200.000.- fyrir Samskipti aðstandenda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum: Að dansa í takt.

Steinunn Bergmann kr. 200.000.- fyrir Þjónustusamningur við framkvæmd félagslegrar þjónustu.

Sveinbjörg J. Svavarsdóttir kr. 237.600.- fyrir Áhrif geðheilbrigðisþjónustu á lífsgæði geðfatlaða í Hátúni 10.

Þórhildur Egilsdóttir kr. 200.000.- fyrir Félagsráðgjöf, reynsla af vettvangi stjórnmála greind með gagnrýnni kenningu.

Styrkur var veittur til námskeiðshalds í ritrýndum greinarskrifum fyrir félagsmenn kr. 100.000.-

Að auki var veittur heiðursstyrkur til Sigrúnar Júlíusdóttur kr. 500.000.-

Styrkþegar 2008

Íris Eik Ólafsdóttir kr. 197.969.- fyrir Vímuefnameðferðir í íslenskum fangelsum.

Ragna B. Guðbrandsdóttir kr. 500.000.- fyrir Þekking barna á kynferðislegu ofbeldi aukin með öflugum forvörnum.

Margrét Scheving kr. 200.000.- fyrir Sólin og tunglið til skiptis – Rannsókn á reynslu alkóhólista fyrir og eftir meðferð.

Sigurlaug Hauksdóttir kr. 500.000.- fyrir Staða HIV/alnæmis meðal munaðarlausra og bágstaddra stúlkna sem dvelja í Candel Light Foundation (CLF) í Úganda, Afríku.

Styrkþegar 2007

Anna Rós Jóhannesdóttir og Áslaug Ólafsdóttir kr. 500.000.- fyrir Fjölskylduhópmeðferð fyrir unga lystarstolssjúklinga og fjölskyldur þeirra.

Ella K. Karlsdóttir kr. 200.000.- fyrir Hverfið mitt.

Guðrún Reykdal kr. 162.696.- fyrir Samþætting heimaþjónustu við aldraða.

Kristjana Sigmundsdóttir kr. 200.000.- fyrir Að heiman og heim.

Margrét Magnúsdóttir kr. 200.000.- fyrir Reynsla og upplifun fatlaðra af blöndun með þátttöku á almennum vinnumarkaði.

Oktavía Guðmundsdóttir kr. 250.000 fyrir Undirbúningur og fræðsla fyrir ungar verðandi mæður.

Olga Björg Jónsdóttir kr. 200.000.- fyrir Eigindleg rannsókn um systkini fatlaðs fólks.

Sigrún Ingvarsdóttir kr. 191.585.- fyrir Ofbeldi gegn öldruðum.

Sveinbjörg J. Svavarsdóttir og fél. kr. 500.000.- fyrir Rannsókn á lífsgæðum geðfatlaðra sem búa á vernduðum heimilum.

Sveinbjörg J. Svavarsdóttir og fél. kr. 500.000.- fyrir Er endurhæfing geðfatlaðra inni á stofnunum að skila árangri?

Styrkþegar 2006

Auður Sigurðardóttir kr. 75.000.- fyrir Hvaða gildi hefur skilnaðarfræðsla.

Brynja Óskarsdóttir kr. 30.000.- fyrir Þjónustukönnun: Viðhorf og þarfir notenda og tilvísenda félagsráðgjafar fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra við legudeildir FSA.

Freydís J. Freysteinsdóttir kr. 300.000.- fyrir Tengsl áhættuhegðunar unglinga og tilkynninga um misbrest í aðbúnaði þeirra við skammtíma og langtímaúrræði.

Guðlaug Magnúsdóttir kr. 150.000.- fyrir Ungt fólk, lífshættir og viðhorf til fjölskyldu- og kynslóðatengsla.

Helga Þórðardóttir kr. 500.000.- fyrir Þróun og uppbygging kennsluefnis, námskeiða og þjálfunar um lausnamiðaða hugmyndafræði í vinnu með börnum er byggir á bókinni Börn eru klár.

Hrefna Ólafsdóttir kr. 500.000.- fyrir Fjölskyldumiðuð greiningarvinna félagsráðgjafa.

María Játvarðsdóttir kr. 150.000.- fyrir Hvaða áhrif hefur íþrótta- og tómstundaiðkun á líf hreyfihamlaðra ungmenna á Íslandi?

Nanna K. Sigurðardóttir kr. 500.000.- fyrir Líðan í vinnunni – hjá þeim sem greinst hafa með krabbamein og viðmiðunarhópi.

Sigrún Þórarinsdóttir kr. 110.000.- fyrir Hvernig er félagsleg einangrun eldri borgara í Reykjavík tilkomin og hvað þarf til að rjúfa hana? Getur markviss stuðningur í félagstarf rofið félagslega einangrun aldraða?

Steinunn K. Jónsdóttir kr. 150.000.- fyrir Löggjöf og stefnumótun í húsnæðismálum aldraðra.

Unnur V. Ingólfsdóttir kr. 150.000.- fyrir Breytingar í félagsþjónustu sveitarfélaga frá 1990 og áhrif þeirra á störf og starfsumhverfi starfsmanna félagsþjónustunnar.

Styrkþegar 2005

Veitir voru tveir styrkir vegna MA verkefnis, hvor um sig k.r 80.000.-

Styrkþegar 2004

NN kr. 136.700.-

Margrét Sigurðardóttir kr. 26.000 fyrir MA verkefni

Styrkþegar 2003

Hanna Lára Steinsson kr. 200.000.- fyrir Rannsókn á sjúklingum með heilabilun fyrir 65 ára aldur.

Styrkþegar 2000

Aðalheiður Ósk Guðbjörnsdóttir kr. 50.000 fyrir rannsókn þar sem leitaðir voru uppi eldri sjón- og heyrnarskertir og mat á þjónustuþörf þeirra

Hrefna Ólafsdóttir kr. 300.000 fyrir rannsókn á umfangi kynferðislegrar misnotkunar á börnum á Íslandi

María Jónsdóttir kr. 50.000.- fyrir samanburð á þjónustu við aldraða þroskahefta einstaklinga í Reykjavík, sem komnir voru með alvarlega heilabilun, við samskonar þjónustu á landsbyggðinni og hinum Norðurlöndunum

Styrkþegar 1999

Þ. Maggý Magnúsdóttir kr. 150.000.-

Styrkþegar 1998

Kristín Gyða Jónsdóttir kr. 200.000 fyrir rannsókn á verndaðri búsetu geðfatlaðra

Styrkþegar 1995

Vilborg Oddsdóttir kr. 160.000 fyrir rannsókn á andlegri líðan þroskaheftra

Styrkþegar 1994

Hrefna Ólafsdóttir fyrir könnun á tíðni og eðli ofbeldis gagnvart börnum

Þá var Stéttarfélagi ísl. Félagsráðgjafa veittur styrkur kr. 150.000 vegna norrænnar ráðstefnu á Íslandi 1994

Styrkþegar 1993

Þórunn Maggý Magnúsdóttir kr. 150.000.-