Skip to main content
Viðburðir

Mannréttindi eru fyrir alla

By desember 3, 2021desember 9th, 2021No Comments

Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ), í samstarfi við fagdeild félagsráðgjafa í áfengis- og vímuefnamálum, stendur fyrir morgunfundi fyrir félagsmenn FÍ á alþjóða mannréttindadeginum 10. desember 2021 frá kl. 8:30-10:30. Fundurinn verður rafrænn frá Grand hótel Reykjavík. Opnað verður inn á fundinn kl. 8:30 og gefst þá þátttakendum tækifæri til samræðna. Við hvetjum félagsmenn til að nota þessa stund til að fá sér jólalegt morgunkaffi og spjalla við kollegana. Dagskráin hefst síðan kl. 9:00.

Félagsmenn FÍ fá senda slóð á fundinn daginn áður.

Dagskrá

8:30 Þátttakendum gefst tækifæri á samræðum

9:00 Steinunn Bergmann, formaður FÍ setur fundinn

9:05 Soffía Hjördís Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Hringbraut 79: Konur sem búa við heimilisleysi og jaðarsetningu

9:20 Helga Lind Pálsdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Hlaðgerðarkots: Tengsl erfiðrar reynslu og áfalla í æsku (ACE) við
vímuefnaröskun síðar á lífsleiðinni

9:35 Sigrún Ásta Brynjarsdóttir, lögfræðingur Afstöðu: Fangar með tvígreiningar

9:50 Björn Már Sveinbjörnsson Brink, félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri   Vopnabúrsins: Út fyrir kassann

10:05-10:30 Umræður