
Félagsráðgjafafélag Íslands heldur málþing í samstarfi við fagdeild fjölmenningarfélagsráðgjafa fimmtudaginn 24. nóvember 2022 kl. 8:30 til 12:00 á Grand hótel Reykjavík.
Undanfarna mánuði hefur orðið töluverð aukning á fjölda flóttafólks sem kemur til Íslands. Á málþinginu verður fjallað um tækifæri og áskoranir sem hafa skapast vegna þess.