Skip to main content
Fréttir

Félagsráðgjöf á vegum háskólanema

By september 23, 2022september 27th, 2022No Comments
Félagsráðgjöf háskólanema var formlega opnuð í dag í húsnæði Háskóla Íslands að Aragötu 9. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem nemendur í starfsréttindanámi við Félagsráðgjafardeild HÍ veita öðrum nemendum HÍ félagslega ráðgjöf.
Við opnunina fluttu rektor HÍ, deildarforseti Félagsráðgjafardeildar HÍ og fráfarandi formaður stúdentaráðs ávörp auk þess sem fulltrúar verkefnisins kynntu starfsemina.
Til hamingju með langþráðan áfanga Félagsráðgjafardeild.