
Félagsráðgjafaþing verður haldið föstudaginn 15. febrúar 2019 á Hótel Hilton Nordica líkt og fyrri ár. Dagskráin er komin á heimasíðuna og síðustu forvöð að skrá sig til þátttöku!
Félagsráðgjafaþing verður haldið föstudaginn 15. febrúar 2019 á Hótel Hilton Nordica líkt og fyrri ár. Dagskráin er komin á heimasíðuna og síðustu forvöð að skrá sig til þátttöku!
Félagsráðgjafafélag Íslands vekur athygli á skeytingarleysi stjórnvalda í garð einstaklinga og hópa sem búa við fátækt og eru jaðarsettir í íslensku samfélagi. Skeytingarleysið birtist í formi of lítils fjármagns til mikilvægrar velferðarþjónustu og almennu skeytingarleysi samfélagsins gagnvart fátækt á Íslandi. Eitt af hlutverkum félagsráðgjafa er að vera málsvarar jaðarsettra hópa eins og siðareglur kveða á um.
Fimmtudaginn 13. september 2018 í húsnæði Félagsráðgjafafélagsins / BHM, Borgartúni 6, 105 Reykjavík kl.15:00 – 16:30. Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi kemur og segir okkur frá Endurhæfingarteymi sem hún stýrir hjá…
Fagráð félagsráðgjafa í félagsþjónustu sveitarfélaga heldur síðasta morgunverðarfund fagráðsins fyrir sumarleyfi. Fjallað verður um efni sem snertir flesta sem starfa í félagsþjónustu sveitarfélaga, sem er hinn stækkandi hópur óvinnufærra einstaklinga. Hvað er til ráða og næstu skref ?
Fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd heldur sinn árlega starfsdag þann 9. maí og verður hann í Haukahúsinu, Ásvöllum. Yfirskrift starfsdagsins í ár er Brunalykt í barnavernd?
Fagdeildir félagsráðgjafa í áfengis- og vímuefnamálum og í barnavernd sendu eftirfarandi yfirlýsingu þann 16. apríl til heilbrigðis- og félags- og jafnréttismálaráðherra og til fjölmiðla. Við viljum sjá fjölbreytt úrræði fyrir…
Hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varast þegar fjallað er um börn og málefni barna í fjölmiðlum? Hvernig má tryggja að gætt sé að öryggi barna og velferð þegar um þau er fjallað eða þegar börn taka sjálf þátt í almennri umfjöllun?
Hraðar breytingar í nútímasamfélagi skapa aukin
tækifæri en samhliða þeim er hætt við að nýir hópar verði jaðarsettir og því
mikilvægt að huga að þeim þannig að allir hafi aukin tækifæri til virkrar
þátttöku í samfélaginu. Félagsráðgjafar vita hvar skórinn kreppir,
Auður Ósk Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti verður með opinn fræðslufund á vegum fagdeildar fjölmenningarfélagsráðgjafa um vinnu með flóttafólki. Auður vinnur hjá mannréttindasamtökum í Glasgow þar sem stór hluti af hennar notendum er flóttafólk.
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér á heimasíðunni.
Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 14. mars kl. 14:30.
Aðalfundargögn verða send út með aðalfundarboði, í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund, eins og 6. grein laga félagsins kveður á um.
Þeir sem vilja bjóða sig fram í stjórn FÍ eða nefndir hafi samband við formann félagsins, maria@felagsradgjof.is
Kaffiveitingar verða í boði