Launagreiðendur
Ríki, sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög
Mánaðarleg gjöld til FÍ og skipting þeirra.
Launagreiðendum ber að senda skilagreinar fyrir hvern mánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum til sjóða og stéttarfélaga fyrir hvern launþega til BHM, fyrir 15. hvers mánaðar. Nauðsynlegt er að rétt númer og heiti stéttarfélags komi fram á hverri skilagrein, Félagsráðgjafafélag Íslands númer 689.
Krafa myndast í netbanka launagreiðanda þegar skilagrein hefur borist og hún hefur verið bókuð. Eigi greiðsla sér ekki stað fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags. Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir útborgunarmánuð en eindagi síðasti virki dagur gjalddaga mánaðar.
Skil úr launakerfi
Senda má skilagrein rafrænt með XML (sjá skilagrein.is) eða með SAL færslu á netfangið skilagreinar@bhm.is. Launþeginn verður að vera merktur með réttu stéttarfélagsnúmeri, réttum innheimtuaðila (BHM 2999) og gildum færslutegundum svo hægt sé að senda rafrænt.
BHM úthlutar ekki notendanafni/lykilorði, launagreiðandi getur stofnað sitt eigið.
Nýtt! Rafræn iðgjaldaskil
Rafrænt skilagreinaform BHM
http://www.bhm.is/kaup-og-kjor/fyrir-launagreidendur/skilagrein-greidslur-til-sjoda/innsending
Sjálfstætt starfandi og smærri fyrirtæki á almenna markaðnum sem ekki skila iðgjöldum inn beint úr launakerfi, geta skilað iðgjöldum inn í gegnum rafrænt skilagreinaform, sjá slóð fyrir ofan. Formið er einfalt í notkun og birtist útreikningur sjálfkrafa. Notendur þurfa að ákveða í hvaða sjóði þeir ætla ekki að greiða, með því að haka við þá sjóði sem þeir vilja sleppa. Athugið að færa þarf inn upphæð í báða launadálka ef félagsgjöldin eru reiknuð af dagvinnulaunum, þó svo að um sömu launaupphæð er að ræða. Einnig er nauðsynlegt að fara vel yfir upplýsingarnar áður en ýtt er á „senda“
Tölvupóstur, bréfpóstur og fax
Netfang fyrir skilagreinar: skbib@bhm.is
Póstfang fyrir skilagreinar sem berast í bréfpósti: Bandalag háskólamanna v/BIB, Borgartúni 6, 105 Reykjavík.
Félagsgjald FÍ:
Atvinnurekandi innheimtir félagsgjöld fyrir stéttarfélagið skv. kafla 12 og 16 í kjarasamningum FÍ. Félagsgjaldið er ákveðið á aðalfundi. Frá og með 1. júní 2018 er gjaldið í 1,2% af heildarvinnulaunum. Samþykkt var á aðalfundi FÍ 2022 að frá og með 1. júlí 2022 verður félagsgjaldið 1% af heildarlaunum.
Orlofssjóður BHM:
Atvinnurekandi greiðir 0,25% af heildarlaunum félagsráðgjafa í sjóðinn samkvæmt ákvæðum í kjarasamningi.
Starfsmenntunarsjóður BHM:
Atvinnurekandi greiðir 0,22% af heildarlaunagreiðslum félagsráðgjafa í sjóðinn samkvæmt ákvæðum í kjarasamningi.
Vísindasjóður FÍ:
Atvinnurekandi greiðir 1,5% af dagvinnulaunum félagsráðgjafa hjá sveitarfélögum og almennum markaði samkvæmt gr. 10.4 og gr. 12.4 í kjarasamningum FÍ
Reykjavíkurborg greiðir 1,6% af dagvinnulaunum félagsráðgjafa samkvæmt gr. 12.4 og gr. 14.6 í kjarasamningum FÍ
Fjölskyldu- og styrktarsjóður:
Atvinnurekandi greiðir 0,75% af heildarlaunum félagsráðgjafa á opinberum vinnumarkaði í sjóðinn samkvæmt ákvæðum kjarasamnings.
Sjúkrasjóður:
Gildir aðeins um félagsráðgjafa sem starfa á almennum vinnumarkaði. Atvinnurekandi greiðir 1,0% af heildarlaunum félagsráðgjafa í sjóðinn.
Starfsendurhæfingasjóður:
Atvinnurekandi greiðir 0,13% af heildarlaunum félagsráðgjafa í sjóðinn samkvæmt ákvæðum kjarasamnings.
Starfsþróunarsjóður:
Atvinnurekandi greiðir 0,70% af heildarlaunum félagsráðgjafa í sjóðinn samkvæmt ákvæðum kjarasamnings.
Stéttarfélagsnúmer:
Númer stéttarfélagsins er 689 og kennitala þess er Félagsráðgjafafélag Íslands , kt. 430775-0229
Framlag ríkisstarfsmanna í starfsendurhæfingarsjóð 0,10% af heildarlaunum verður innheimt af LSR frá og með 1. janúar 2016. Gjaldið skal leggja inn á reikning 0334-26-54545 kt. 711297-3919.
Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar!
Bankaupplýsingar: 0515 -26-550000, Innheimtuaðili BHM, kt. 630387-2569, Desemberuppbót og orlofsuppbót
Persónuuppbætur eru tvennskonar samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga og viðsemjenda, þ.e. desemberuppbót og orlofsuppbót.
Desemberuppbót
Desemberuppbót skal greiða 1. desember ár hvert, upphæð mv. fullt starf á árinu. Sjá upphæð desemberuppbótar á heimasíðu BHM
Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á uppbótina reiknast ekki orlofsfé. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili.
Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda uppbót í desember miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.
Launanefnd sveitarfélaga
1.7.1 Starfsmaður í fullu starfi fær greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert sem nemur 26,5% af desemberlaunum í 18. lfl. 3. þrepi, skv. gildandi launatöflu. Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár.
Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu en hafði þá starfað samfellt í a.m.k. 6 mánuði skal einnig fá greidda persónuuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Hlutfall skv. þessari málsgrein er reiknað sem hlutfall af fullri vinnu (100%) í 12 mánuði á almanaksárinu af síðast gildandi persónuuppbót.
1.7.2. Persónuuppbót skv. gr. 1.7.1. greiðist starfsmönnum sem fóru á eftirlaun á árinu enda hafi þeir skilað starfi er svari til a.m.k. hálfs starfsárs það ár. Sama regla gildir um þá, sem sökum heilsubrests minnka við sig starf, enda liggi fyrir um það vottorð læknis. Heildargreiðsla til eftirlaunaþega verði aldrei hærri en full persónuuppbót sbr. grein 1.7.1.
1.7.3 Framangreind persónuuppbót er með inniföldu orlofi og greiðist sjálfstætt og án tengsla við laun. Samtök atvinnulífsins
1.5.1 Starfsmenn, aðrir en stjórnendur, fá greidda desember- og orlofsuppbót í samræmi við aðalkjarasamning SA á almennum vinnumarkaði. Heimilt er í ráðningasamningi að fella uppbætur inn í mánaðarlaun starfsmanns eða semja annan greiðsluhátt.
Greinin nær ekki til ráðningasamnings sem í gildi eru við gildistöku kjarasamnings aðila, 1. október 2008.
Orlofsuppbót
Starfsmaður í hlutastarfi eða sem starfar hluta árs fær greidda orlofsuppbót í samræmi við starfshlutfall eða starfstíma.
Hafi stafsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3ja mánaða (13 vikna) samfellt starfs á orlofsárinu skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir er starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum.
Framlag ríkisstarfsmanna í starfsendurhæfingarsjóð 0,13% af heildarlaunum verður innheimt af LSR frá og með 1. maí 2009.
Gjaldið skal leggja inn á reikning 0334-26-54545 kt. 711297-3919.
Samið hefur verið við lífeyrissjóði þannig að lífeyrissjóður viðkomandi launþega tekur við gjaldinu.
Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM og ríkisins 2008 var framlag vinnuveitanda í vísindasjóð aflagt. Framlag vinnuveitanda í vísindasjóði félagsmanna sem taka laun eftir samningum Launanefndar sveitarfélaga og Reykjavíkurborg er óbreytt. Aðild að vísindasjóð fyrir félagsmenn sem starfa á almennum markaði er valkvæð.
Ath. Sjúkrasjóður er einungis fyrir starfsmenn á almennum vinnumarkaði. Aðrir greiða í Fjölskyldu og styrktarsjóð. Aldrei er greitt í báða þessa sjóði í einu.
Netfang fyrir skilagreinar: skbib@bhm.is