Skip to main content
Fréttir

Vinnustofa um hamfarafélagsráðgjöf – Laugardaginn 27. maí 2017 – ekkert þátttökugjald

By apríl 19, 2017No Comments

Dagana 24.-27. maí 2017 verður haldið doktorsnámskeið í hamfarafélagsráðgjöf.
Á síðasta degi námskeiðsins, þann 27. maí, er 30 félagsráðgjöfum boðið að taka þátt í námskeiðinu sem fer fram á ensku. Námskeiðið stendur frá kl. 13-18 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Meðal fyrirlesara verða félagsráðgjafarnir Professor Lena Dominelli og Dr. Carole Adamson frá Nýja Sjálandi. Professor Lena Dominelli er annar aðalfyrirlesara á IFSW European Conference sem félagið heldur í Hörpu dagana 28.-30. maí 2017.

Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa sett sjálfbærni samfélags og umhverfis á oddinn fyrir næstu ár undir yfirskriftinni: Hvernig geta félagsráðgjafar stuðlað að sjálfbærni samfélags og umhverfis

Þetta er fremur nýtt svið í félagsráðgjöf og hamfarafélagsráðgjöfin fellur þarna undir. Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands hvetur áhugasama félagsráðgjafa að taka þátt í þessu námskeiði enda mikill fengur fyrir íslenska félagsráðgjafa að fá allan þennan fjölda sérfræðinga til landsins.

Félagsráðgjafafélag Íslands, Nordress og Velferðarvaktin eru bakhjarlar vinnustofunnar sem Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands heldur.

Þátttaka á námskeiðinu er gjaldfrjáls.

Skráning fer fram hér.

Vinsamlegast takið eftir, eingöngu er um 30 pláss að ræða og því mikilvægt að skrá sig strax. Skráningu verður lokað þegar 30 hafa skráð sig.

Auglýsing á ensku