Skip to main content
Fréttir

VINNA MEÐ FLÓTTAFÓLKI – STARFSUMHVERFI OG ÁHÆTTUÞÆTTIR VINNUNNAR Á FAGFÓLK

By mars 19, 2018No Comments

Fagdeild fjölmenningarfélagsráðgjafa heldur opinn fund og verður Auður Ósk Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti með fræðslu um vinnu með flóttafólki. Auður vinnur hjá mannréttindasamtökum í Glasgow þar sem stór hluti af hennar notendum er flóttafólk.

Fræðslufundurinn hentar sérstaklega þeim sem eru að vinna með flóttafólki (og einnig þeim sem hafa áhuga á að fræðast um vinnu með flóttafólki).

Auður mun fjalla um um
einkenni áfalla og afleiðingar þeirra á flóttafólk,
starfsumhverfið sem við vinnum í með flóttafólki og um samvinnu almennt, vinnumenningu og kerfisvandamál sem geta komið upp. Einnig mun hún fjalla um áhrif vinnunnar á fagfólk og þá áhættuhætti sem eru til staðar og stuðning við okkur sjálf og hvort annað. 

Fundurinn er haldinn í húsnæði BHM, Borgartúni 6, 3. hæð. 

Fundurinn verður í streymi og hægt verður að fylgjast með honum hér 

Vinsamlegast skráðu þig á viðburðinn hér fyrir neðan.

Boðið verður upp á samlokur.