Skip to main content
Fréttir

Vel sóttur fundur um móttöku flóttafólks

By ágúst 19, 2015september 8th, 2021No Comments

Þriðjudaginn 23. september hélt fagdeild fjölmenningarfélagsráðgjafa opinn fund undir yfirskriftinni Móttaka flóttafólks – Hvernig getum við undirbúið okkur fyrir móttöku stórra hópa?

Fundurinn sem var öllum opinn var mjög vel sóttur en um 150 félagsráðgjafar, stjórnendur í félagsþjónustu og velferðarþjónustu og sveitarstjórnarmenn voru meðal þátttakenda á fundinum.

Erna Kristín Blöndal lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hóf fundinn með því að segja
flóttamannastrauminum og nýlegri heimsókn til Sýrlands. Glærur hennar má sjá hér

Því næst tók Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneyti til máls og fjallaði um aðkomu og áherslur velferðarráðuneytisins. Glærur hennar má sjá hér

Dr. Guðbjörg Ottósdóttir, félagsráðgjafi sagði því næst af reynslu sinni og þekkingu félagsráðgjafa í vinnu með flóttafólki. Glærur hennar má sjá hér

María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands var með síðasta innleggið á fundinum og sagði hún frá yfirlýsingum félagsráðgjafa á alþjóðavettvangi. Glærur hennar má sjá hér

María endaði ræðu sína með því að lesa upp yfirlýsingu Félagsráðgjafafélags Íslands um móttöku flóttafólks og má sjá yfirlýsinguna hér

Stefán Eiríksson sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar stýrði fundinum og kunnum við honum kærar þakkir fyrir sem og fyrirlesurum fyrir þeirra framlag til fundarins.

Halldór Árni hjá Netsamfélaginu tók fundinn upp og verður upptaka fundarins birt hér um leið og hún er tilbúin svo allir geti nálgast hana. Við þökkum honum kærlega fyrir.

Jafnframt þökkum við Páli Stefánssyni ljósmyndara fyrir að leyfa okkur að nota myndir sem hann tók af flóttafólki í kynningarefni fyrir fundinn.

Fagdeild fjölmenningarfélagsráðgjafa hefur tekið saman skilgreiningar og upplýsingar um leyfisstöðu innflytjenda sem má sjá hér

Hver eru næstu skref?

Fagdeild fjölmenningarfélagsráðgjafa ætlar að halda ráðstefnu um málefni flóttafólks í lok nóvember auk þess sem Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands undirbýr nú málstofur sem verða brátt auglýstar.