Skip to main content
Fréttir

Úrræði eða úrræðaleysi í þjónustu við fatlað fólk? Hvað þarf til? – Opinn fundur Fagdeildar félagsráðgjafa sem vinna við málefni fatlaðs fólks

By október 24, 2017No Comments

Fagdeild félagsráðgjafa sem vinna að málefnum fatlaðs fólks boðar til fundar til að ræða þjónustu við fatlað fólk, stöðuna þegar nær þrjú ár eru liðin frá flutningi þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga.

Fundurinn sem er frá kl. 13-16 er opinn áhugasömum um málefnið.

Fundurinn hefst á stuttum innleggjum um stöðuna í málaflokknum og umræðum. Kosið verður í stjórn fagdeildarinnar undir lok fundar.

Dagskrá verður send út þegar nær dregur.

Kveðja, stjórnin

Guðrún Þorsteinsdóttir, formaður

Arnbjörg Jónsdóttir

Bryndís Ósk Gestsdóttir

María Rúnarsdóttir

Sigríður Hanna Ingólfsdóttir