Skip to main content
Fréttir

Starfsdagur fagdeildar félagsráðgjafa í barnavernd

By október 24, 2017No Comments

Hvert stefnir barnaverndin og hvernig viljum við sjá hana þróast?

Fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd mun halda starfsdag sinn þann 22. mars kl. 8.30 – 15.30. Í ár er hann haldinn í boði Seltjarnarnesbæjar í félagsheimili þeirra v/Suðurströnd. Allir barnaverndarstarfsmenn eru hvattir til að mæta því nú verður lögð áhersla á að starfsmennirnir taki virkan þátt í starfsdeginum með því að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Einnig er þessi dagur mikilvægur til hittast og eiga góða stund saman.
Að loknum starfsdegi mun fagdeildin halda aðalfund þar sem kosin verður ný stjórn og því eru félagsmenn hvattir til að bjóða sig fram í stjórn.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til maria.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is.
Nánari dagskrá verður send út síðar.