
Félagsráðgjafafélag Íslands er í samstarfi við nokkur félög innan BHM í kjaraviðræðum við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Fundað hefur verið reglulega undanfarna mánuði og eru aðilar í meginatriðum sammála um þær breytingar sem verið er að innleiða á opinberum vinnumarkaði sem snýr m.a. að betri vinnutíma og launaþróunartryggingu. Lögð er áhersla á að ganga frá kjarasamningum sem fyrst og miðað er við afturvirkni frá og með 1. apríl s.l.