Skip to main content
Fréttir

Skrifað undir samning við IFSW Europe – Um IFSW European Conference sem haldin verður á Íslandi dagana 28. til 30. maí 2017.

By mars 21, 2017september 8th, 2021No Comments

Stjórn IFSW Europe hélt stjórnarfund á Íslandi dagana 18. til 20. mars í húsnæði BHM í Borgartúni 6.

Á fundinum var meðal annars rætt um undirbúning IFSW European Conference sem haldin verður í Hörpu 28. til 30. maí 2017.

Komu fulltrúar Félagsráðgjafafélags Íslands í stýrihópi og dagskrárnefnd á fund Evrópustjórnarinnar til þess að ræða undirbúninginn og næstu skref en kallað verður eftir útdráttum þann 1. apríl næstkomandi.

Á fundinn komu Steinunn Bergmann sem er ásamt Hervöru Ölmu Árnadóttur, fulltrúi félagsins í stýrihópi. Einnig komu þær Helga Sól Ólafsdóttir, Anni Haugen og Guðlaug M. Júlíusdóttir sem eru fulltrúar félagsins í dagskrárnefnd. Í undirbúningsnefndinni eru enn fremur þau Kristján Sturluson, Gyða Hjartardóttir, Erla Björg Sigurðardóttir og Elísabet Karlsdóttir.

Stjórn IFSW Europe heimsótti einnig Hörpu sem vakti mikla hrifningu fundarmanna.

Forseti IFSW Europe, Cristina Martins og formaður Félagsráðgjafafélags Íslands, María Rúnarsdóttir skrifuðu að síðustu undir samning um IFSW European Conference á Íslandi 28. til 30. maí 2017.

Heimasíða IFSW European Conference 2017 er hér

Einnig er IFSW European Conference 2017 á Facebook sem er hér