
Okkar árlega Félagsráðgjafaþing verður haldið föstudaginn 20. febrúar 2026 á Hilton Reykjavík Nordica og er þema þingsins í ár „Tengslamiðuð félagsráðgjöf og stafræn vegferð“.
Aðalfyrirlesari er Helle Øbo, forstjóri AskovFonden, stofnunar sem vinnur að samfélagslegum lausnum og bættri félagsþjónustu í Danmörku. Helle Øbo hefur einnig skrifað bókina „Man møder et menneske“, sem fjallar um hvernig félagsleg þjónusta gæti breyst með meiri áherslu á mannlega tengingu frekar en kerfi og fjármagn. Í henni dregur hún fram að besta hjálpin byggi á persónulegri nálgun og skilningi á aðstæðum einstaklingsins.
Kynntar verða niðurstöður stefnumótunardags FÍ og framkvæmd hans en einnig niðurstöður könnunar sem Siðanefnd FÍ gerði um ofbeldi gagnvart félagsráðgjöfum á Íslandi. Þá verður stefna stjórnvalda varðandi stafræn tækifæri í félagsþjónustunni kynnt og pallborðsumræður í framhaldi.
Eftir hádegi taka við afar áhugaverðar málstofur og byrjað á umræðustofum fagdeildanna en áhersla er lögð á mikilvægi fagdeilda sem grunnstoða FÍ. Allir þurfa að skrá sig á umræðustofu um leið og þátttaka á þingið er skráð. Félagsráðgjafaþinginu lýkur með móttöku í boði FÍ og Vísindasjóðs félagsins.
Hér er hlekkur til að skrá sig; https://konto.is/kto/933a1b6275dd800ddb16c11fe77cd2b8
Hér er hlekkur til að skrá sig beint á umræðustofu fagdeilda ef af einhverjum ástæðum að sú síða opnist ekki í grunnskráningunni; https://einfalt.konto.is/felagsradgjof2026
