Skip to main content
Fréttir

Skeytingarleysi – félagsráðgjafar gegn fátækt – Viðburður Félagsráðgjafafélags Íslands á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt

By október 15, 2018No Comments

Félagsráðgjafafélag Íslands vekur athygli á skeytingarleysi stjórnvalda í garð einstaklinga og hópa sem búa við fátækt og eru jaðarsettir í íslensku samfélagi. Skeytingarleysið birtist í formi of lítils fjármagns til mikilvægrar velferðarþjónustu og almennu skeytingarleysi samfélagsins gagnvart fátækt á Íslandi. Eitt af hlutverkum félagsráðgjafa er að vera málsvarar jaðarsettra hópa eins og siðareglur kveða á um.

Miðvikudaginn 17. október 2018 er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt og í tilefni hans stendur Félagsráðgjafafélag Íslands fyrir tvíþættum viðburði #Skeytingarleysi

Annars vegar verður hlaupið gegn skeytingarleysi kl. 16 og hins vegar lesið gegn skeytingarleysi í Fógetagarðinum kl. 17

Hlaupið hefst við Útvarpshúsið í Efstaleiti kl. 16 og endar í Fógetagarðinum kl. 17 þar sem upplestur hefst og stendur til kl. 18. Hlaupið verður framhjá Klambratúni, Hlemmi og niður Laugaveg þar sem hægt verður að koma inn í hlaupahópinn við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og hvetjum við fólk til að hlaupa/ganga með okkur síðasta spölinn.

Lesið verður gegn skeytingarleysi í Fógetagarðinum kl. 17.

Allir sem láta sig málið varða – mætið og sýnið samstöðu! Það þarf bara að mæta í Fógetagarðinn miðvikudaginn 17. október kl. 17.

#Skeytingarleysi

– Hlaupið gegn skeytingarleysi!
– Lesið gegn skeytingarleysi!