Skip to main content
Fréttir

Samtalsfundur siðanefndar

By október 24, 2017No Comments

Samtalsfundur félagsráðgjafa með Siðanefnd 27. apríl frá 8:30 – 11:00 í sal BHM í Borgartúni á þriðju hæð.
Boðið er upp á morgunverð.

Hver eru hin siðlegu og faglegu vinnubrögð í félagsráðgjöf?

Hvernig brúum við bilið milli félagsráðgjafans og stefnumótunaraðila?

Hinn 24.febrúar s.l. lagði Siðanefnd FÍ fram tvær spurningar í umræðustofu sinni, annars vegar um aukna þátttöku félagsráðgjafa í stefnumótun og hins vegar um það hvort úrræðin þjóni þörfum fólks. Spruningarnar grundvölluðust á því sem áður hafði komið fram hjá félagsráðgjöfum á fundum. Góð umræða spannst og spurningum svarað.

Fram kom að tengingu vantar á milli stefnumótunaðila og félagsráðgjafa og að úrræðin séu oft á tíðum langt á eftir hinni samfélagslegu þróun í mörgum málaflokkum. Þegar slíkt kemur fram þá er þörf á samtali og þess vegna bjóðum við ykkur velkomin á þennan samtalsfund og vonumst til að þátttaka verði góð enda um að ræða kjarnan í starfi félagsráðgjafa.

Skráning er hér

Kær kveðja, siðanefndin

Guðrún Helga Sederholm, Helga Þórðardóttir og Kolbrún Oddbergsdóttir