Skip to main content
Fréttir

Samtalsfundur siðanefndar – Eigum við sem félagsráðgjafar að beita okkur meira á pólitískum vettvangi?

By október 24, 2017No Comments

Samtalsfundir sem Siðanefnd efndi til í fyrra voru góðir og skiluðu okkur efni sem hægt er að vinna með. Þar kom fram sterkur vilji til valdeflingar félagsráðgjafa og meiri pólitískrar þátttöku.

Þetta tengist mjög vel efni Evrópuráðstefnunnar í Hörpu s.l. vor þar sem fram kom að grunntónn í félagsráðgjöf þarf að vera mun róttækari en verið hefur og vísað var til mótmælagöngu breskra félagsráðgjafa frá Birmingham til Liverpool snemma á þessu ári þar sem þeir mótmæltu ,,austerity“ eða niðurskurði og takmörkunum á þjónustu í sparnaðarskyni. Skeytingarleysi (precariousness) var einnig mótmælt varðandi hag hinna jaðarsettu í samfélaginu svo fátt eitt sé nefnt.

Okkur finnst Siðanefndin vera á réttu róli og viljum hefja starfið með því að boða til samtalsfundar um spurninguna: ,,Eigum við sem félagsráðgjafar að beita okkur meira á pólitískum vettvangi?“

Fundur verður 7. nóvember 8:30 – 10:00.

Boðið verður uppá morgunverð

Siðanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands

Guðrún H. Sederholm

Helga Þórðardóttir

Kolbrún Oddbergsdóttir