Skip to main content
Fréttir

Samningur við Reykjavíkurborg samþykktur og sameiginleg yfirlýsing fimm aðildarfélaga BHM

By maí 17, 2023júní 8th, 2023No Comments

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg var undirritaður 17. maí sl. Alls voru 170 félagar FÍ á kjörskrá og kosningaþátttaka var 57,65%. Samningurinn var samþykkur en 85,71% sögðu já en 14,29% sögðu nei.

Fimm aðildarfélög BHM: Félag sjúkraþjálfara, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu en þar kemur fram að félögin telja óásættanlegt hvernig staðið hefur verið að flutningi fastlaunasamninga yfir í önnur laun, framkvæmd launaaðgerða, kjaralegri stöðu og ýmsu öðru sem varðar notkun Reykjavíkurborgar á grein kjarasamninga, sem undirritaðir voru árið 2020, um önnur laun (gr. 1.1.3). Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér