Kjarasamningur við Reykjavíkurborg var undirritaður 17. maí sl. Alls voru 170 félagar FÍ á kjörskrá og kosningaþátttaka var 57,65%. Samningurinn var samþykkur en 85,71% sögðu já en 14,29% sögðu nei.
Fimm aðildarfélög BHM: Félag sjúkraþjálfara, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu en þar kemur fram að félögin telja óásættanlegt hvernig staðið hefur verið að flutningi fastlaunasamninga yfir í önnur laun, framkvæmd launaaðgerða, kjaralegri stöðu og ýmsu öðru sem varðar notkun Reykjavíkurborgar á grein kjarasamninga, sem undirritaðir voru árið 2020, um önnur laun (gr. 1.1.3). Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér