Skip to main content
Fréttir

Samningur FÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirritaður

By júní 8, 2023No Comments

Kjarasamningur Sambands íslenskra sveitafélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands var undirritaður 15. maí sl. og gildir frá 1. apríl 2023 – 31. mars 2024. Samkomulagið var kynnt fyrir félagsráðgjöfum sem starfa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á rafrænum fundi og hófst atkvæðagreiðsla í kjölfarið. Á kjörskrá voru 163 alls og kosningaþátttaka var 27%. Alls voru 90,91%, þeirra sem kusu, samþykk samningnum og er hann því samþykktur af félagsfólki FÍ.