
Kjarasamningur Sambands íslenskra sveitafélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands var undirritaður 15. maí sl. og gildir frá 1. apríl 2023 – 31. mars 2024. Samkomulagið var kynnt fyrir félagsráðgjöfum sem starfa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á rafrænum fundi og hófst atkvæðagreiðsla í kjölfarið. Á kjörskrá voru 163 alls og kosningaþátttaka var 27%. Alls voru 90,91%, þeirra sem kusu, samþykk samningnum og er hann því samþykktur af félagsfólki FÍ.