Skip to main content
Fréttir

Samningur FÍ og ríkisins undirritaður

By apríl 19, 2023No Comments

Samkomulag Félagsráðgjafafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila var undirritað þann 3. apríl sl. með fyrirvara um samþykki félagsfólks. Gildistími samkomulagsins er 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Samkomulagið var kynnt fyrir félagsráðgjöfum sem starfa hjá ríkinu á rafrænum fundi 12. apríl og hófst atkvæðagreiðsla í kjölfarið. Niðurstöður atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir, fjöldi félagsfólks á kjörskrá var 106 og kosningaþátttaka 50,94%. Alls voru 50 eða 92,59% sem samþykktu samninginn en 4 eða 7,41% höfnuðu honum.

 

Samningurinn er því samþykktur af félagsfólki FÍ og munu laun 1. maí nk. taka mið af nýjum samningi.