Ofbeldi snertir allt samfélagið

7.000 kr.

Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) stendur fyrir málþingi um ofbeldi þriðjudaginn 26. október 2021 kl. 10-16 á Hótel Natura, Nauthólsvegi en málþinginu verður einnig streymt. Málþingið er haldið í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ og fagdeildir FÍ í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, félagsþjónustu, fjölmenningu, heilbrigðisþjónustu, málefnum fatlaðra og öldrunarmálum.

Fjallað verður um aðkomu félagsráðgjafa að málum sem tengjast ofbeldi, nýlega rannsókn meðal þeirra sem beita ofbeldi og helstu úrræði fyrir þau sem beita ofbeldi. Í lokin verða pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara.

Athugið að ef viðburður fellur niður er aðgangseyrir endurgreiddur.

Uppselt

Flokkur: