Skip to main content
Fréttir

Opinn fundur um málafjölda og vinnuumhverfi félagsráðgjafa

By apríl 24, 2013september 8th, 2021No Comments

Kjaranefnd Félagsráðgjafafélags Íslands boðar til opins fundar með félagsráðgjöfum:

Fjöldi mála og vinnuumhverfi félagsráðgjafa árið 2013

Fundurinn er Þriðjudaginn 28. maí kl. 13.30-15.30 í Borgartúni 6.

Félagsráðgjöfum hefur verið tíðrætt um þessi mál og sjaldan meira en nú í ljósi niðurstaðna nýrrar rannsóknar á kulnun meðal félagsráðgjafa. Takið tímann frá, setjumst niður og ræðum þessi mál og síðast en ekki síst ákveðum hvað okkur finnst eðlileg viðmið um málafjölda á starfssviðum okkar!

Að fundi loknum kl. 15:30 verður Fagdeild félagsráðgjafa í félagsþjónustu stofnuð.
Á vinnustaðafundum formanns haustið 2012 var kallað eftir stofnun fagdeildar á sviði félagsþjónustu. Félagsráðgjafar í Hafnarfirði hafa gripið boltann og boða til fundar um stofnun fagdeildarinnar. Ég treysti því að þið fjölmennið á fundinn!

Skráning er á felagsradgjof@felagsradgjof.is