Skip to main content
Fréttir

Nýtt fagráð í fagdeild félagsráðgjafa sem vinna að málefnum fatlaðs fólks

By apríl 19, 2017No Comments

Á morgunverðarfundi fagdeildar félagsráðgjafa sem vinna að málefnum fatlaðs fólks ræddu félagsráðgjafar hvort sveitarfélögin eigi að meta þjónustuþörf barna út frá umönnunarflokkum Tryggingarstofnunar.

Á fundinum hélt Sverrir Óskarsson, félagsráðgjafi á Tryggingastofnun, bæjarfulltrúi og varaformaður velferðarráðs og skólaráðs í Kópavogi erindi þar sem hann spurði m.a. hvort sveitarfélögin eigi að þjónusta börn út frá mati Tryggingastofnunar ríkisins frekar en þörfum fjölskyldna sem eiga fatlað barn?
Sverrir benti á að stuðningsfjölskyldur séu mjög gott úrræði sem sé vannýtt og mikilvægt sé að styrkja stuðningsfjölskyldur. Fyrsta skrefið væri að hækka greiðslur til stuðningsfjölskyldna og skora félagsráðgjafar á sveita
Þörfin fyrir þjónustu er til staðar í mörgum tilfellum en samhliða er ekki endilega þörf fyrir fjármagni. Því telja félagsráðgjafar brýnt að endurskoða hvernig mat á þjónustuþörf fari fram.

Foreldrar sem leita til Tryggingastofnunar spyrja oft, geturðu sett stúlkuna mína í 3. flokk svo við fáum einhvern stuðning? Mér er alveg sama um þessa peninga, ég vil bara fá hlustun og stuðning. Geturðu flýtt þér að afgreiða beiðnina um umönnunarmat, sveitafélagið hlustar ekki á okkur fyrr en þeir vita hver niðurstaða mats Tryggingastofnunar er.

Stóra spurningin er hvernig er hægt að meta þarfir og þjónusta fólk án þess að flokkunarkerfi stjórnvalda ráði þar allri för s.s. umönnunarmat Tryggingastofnunar ríkisins, eða SIS mat svokallað. Fanga þessi matskerfi raunverulega þjónustuþörf fatlaðra barna?

Í lok fundarins var kosið í nýtt fagráð en þær Kristín Einarsdóttir, Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir og Elísabet Kristjánsdóttir buðu sig ekki fram að nýju.

Fagráð fagdeildar félagsráðgjafa sem vinna að málefnum fatlaðs fólks 2016 skipa:

Hrönn Björnsdóttir, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Anna Guðrún Halldórsdóttir, Velferðarsviði Kópavogs

Anna Sigrún Ingimarsdóttir, Barnaspítala LSH

Guðrún Þórdís Ingólfsdóttir, félagsþjónustu Hafnarfjarðar

Enn er eitt sæti óskipað og kallar fagráðið eftir áhugasömum félagsráðgjafa til að starfa með deildinni.