Skip to main content
Fréttir

Ný stjórn FÍ og nefndir

By apríl 19, 2017No Comments

IMG_1497.JPGAðalfundur FÍ var haldinn 30. mars sl. Var þátttaka þokkaleg en milli 25- 30 félagsráðgjafar mættu á fundinn. Töluverðar umræður sköpuðust á fundinum um breytingartillögur stjórnar á skipan félagsins. Samþykkt var m.a. að hafa fjórar kjarnanefndir. Þær eru siðanefnd, kjaranefnd, vísindanefnd og sérfræðimasnefnd. Aðrar nefndir eru skipaðar af stjórn og er hugmyndafræði verkefnastjórnar höfð þar að leiðarljósi þ.e. hópar eru skipaðir í kringum tímabundin verkefni og geta þau náð yfir þvert á nefndir og starf félagsins.

Stærri verkefni verða kynnt og félagsmönnum og þeim gefið tækifæri á að gefa sig fram og taka þátt með einum eða örðum hætti. Tilgangurinn er að virkja félagsmenn í fleirri en smærri verkefnum sem þeir hafa sérstakan áhuga á. Ætti að vera hægt með þeim hætti að koma á móts við þá félagsráðgjafa sem áhuga hafa á að taka þátt í afmörkuðum verkefnum á vegum félagsins frekar en að binda sig í nefnum milli aðalfunda. Samþykkt var að lækka félagsgjöld úr 1.85% af dagvinnulaunum í 1.7% og minnka þar með hlutfall af framlagi til kjaradeilusjóðs þetta árið.

Framhaldsaðalfundur verður miðvikudaginn 15. apríl nk. kl. 8.30 – 10.30 þar sem ekki tókst að afgreiða lagabreytiningar sem snúa að Vísindasjóði.