Skip to main content
Fréttir

Námskeið – Gegn ofbeldi – Í samvinnu við RBF

By október 24, 2017september 16th, 2021No Comments

Í samvinnu við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd býður Félagsráðgjafafélag Íslands upp á námskeiðið Gegn ofbeldi sem er fræðsla til fagfólks um ofbeldi, viðtalstækni og viðbrögð.

Námskeiðið er ætlað félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum,
læknum, ljósmæðrum, námsráðgjöfum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, prestum og öðru fagfólki sem vill bæta við þekkingu sína á ofbeldi, tileinka sér aðferðir til að greina það og geta nálgast svo viðkvæmt málefni og brugðist við á faglegan og árangursríkan hátt.

Markmið námskeiðsins er að efla fagfólk í að greina á markvissan hátt þolendur ofbeldis og þjálfa í viðtalstækni.

Frekari upplýsingar um námskeiðið:

Námskeiðið verður haldið í húsnæði BHM fimmtudaginn 19. september frá kl. 13-16 og mánudaginn 23. september frá kl. 9:00-15:30.

Þátttökugjald er kr. 9.900.

Skráning er á felagsradgjof@felagsradgjof.is

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.