Skip to main content
Fréttir

Móttaka flóttafólks á Íslandi – hvernig undirbúum við okkur fyrir stóra hópa flóttafólks – Fundur 23. september kl. 8:30 – 10 í Borgartúni 6, 4. hæð

By október 24, 2017No Comments

Þúsundir flóttafólks streyma til Evrópu þessa dagana og aldrei hefur verið eins mikið af flóttafólki í heiminum.
Ráðherrar Evrópuríkja hittast á neyðarfundum og ræða stöðu mála og mögulegar lausnir. Ríkisstjórn Íslands hefur sett á fót ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Ekki liggur fyrir hversu stórum hópi flóttafólks verði boðið til Íslands en það liggur í loftinu að sá hópur muni vera stærri en við höfum áður tekist á við. Einstaklingum og fjölskyldum, sem koma á eigin vegum til Íslands og óska eftir alþjóðlegri vernd, fer einnig fjölgandi.
Um þrjátíu sveitarfélög hafa boðist til að taka á móti flóttafólki og er mikilvægt að byrja að huga að undirbúningi móttökuverkefnanna. Undirbúa þarf starfsfólk sveitarfélaga í formi fræðslu og þjálfunar sem og heilbrigðisstarfsfólk og sjálfboðaliða.
Félagsráðgjafar vilja leggja sitt af mörkum til að aðstoða sveitarfélög og aðra við móttöku flóttafólks um allt land. Þeir hafa verið í lykilhlutverki í vinnu með flóttafólki um áratugaskeið og hefur fagdeild fjölmenningarfélagsráðgjafa markvisst byggt upp reynslu og þekkingu í vinnu með flóttafólki.

Allir hjartanlega velkomnir

Fundarstjóri er Stefán Eiríksson sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar

Drög að dagskrá:

  • Flóttamannastraumurinn-þjóðarflutningar? Hver er staðan? – Erna Kristín Blöndal lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu

*Móttaka flóttafólks – aðkoma og áherslur velferðarráðuneytisins – Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneyti

  • Reynsla og þekking félagsráðgjafa í vinnu með flóttafólki, Dr. Guðbjörg Ottósdóttir aðjúnkt í félagsráðgjöf

• Ályktanir félagsráðgjafa á alþjóðavettvangi, María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands