Skip to main content
Fréttir

Morgunverðarfundur: Félagsþjónusta á tímamótum

By maí 13, 2017No Comments

Fagdeild félagsráðgjafa í félagsþjónustu hélt 11. maí morgunverðarfund í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga um málefni félagsþjónustu sveitarfélaga

Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur og sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Unnur V. Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi MA og félagsmálastjóri Mosfellsbæjar, fjölluðu um þær miklu breytingar sem liggja fyrir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og nýjar húsnæðisbætur. Bæði Tryggvi og Unnur áttu sæti í nefnd velferðarráðherra sem vann að frumvarpi um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og húsnæðisbætur.

Fundarstjóri var Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi MA og sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Alls tóku um 80 manns þátt í fundinum og nokkrir voru í fjarfundi. Hér eru gögn frá fundinum:

Hér má finna lagafrumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir

Hér má skoða umsagnir um frumvarpið

Hér má finna lagafrumvarp breytingar á lögum um félagsþjónustu

Hér má skoða umsagnir um frumvarpið