Skip to main content
Fréttir

Morgunverðarfundur fagdeildar sjálfstætt starfandi félagsráðgjafa

By október 24, 2017No Comments

Fagdeild sjálfstætt starfandi boðar til morgunverðarfundar þar sem vefforritið Kara er kynnt sem fyrirtækið Kara Connect er með.

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 21. apríl 2017 kl. 9:00-10:30 í Borgartúni 6, 3. hæð.

Vinsamlegast skráið ykkur hér

Kara er vefforrit sem er hannað til að bæta aðgengi að þjónustu í mennta- velferðar og heilbrigðisgeiranum. Markmiðið er að bylta aðgengi skjólstæðinga að sérfræðiþjónustu og um leið nútímavæða starfsumhverfi sérfræðinga. Kara sem inniheldur m.a. markaðstorg gerir skjólstæðingum kleift að þiggja og ólíkum sérfræðingum að veita, bestu þjónustu og meðferð sem völ er á, hvar og hvenær sem er í gegnum öruggt fjarfundakerfi. Í gegnum Köru hafa sérfræðingar aðgang að tímabókunum, dagnótum, skrá og yfirliti yfir skjólstæðinga sína auk greiðslukerfis.