Skip to main content
Fréttir

Morgunverðarfundur fagdeilda félagsráðgjafa í stjórnun og barnavernd – Umfjöllun um börn og barnavernd í fjölmiðlum

By apríl 11, 2018No Comments

Mikil umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum um barnavernd í vetur en fjallað hefur verið um einstaka barnaverndarmál í tveimur þáttum af fréttaskýringaþættinum Kveikur. í tengslum við umfjöllun þessa hafa vaknað ýmsar spurningar hjá félagsráðgjöfum um leiðarljós fjölmiðla þegar kemur að svo viðkvæmum málaflokki. 

Hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varast þegar fjallað er um börn og málefni barna í fjölmiðlum? Hvernig má tryggja að gætt sé að öryggi barna og velferð þegar um þau er fjallað eða þegar börn taka sjálf þátt í almennri umfjöllun?

Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, SAFT, Umboðsmaður barna og Unicef fjölluðu um þetta efni og unnu að gerð almennra viðmiða vegna opinberrar umfjöllunar um börn. Viðmiðunum er ætlað að styrkja fjölmiðla í að þjóna almannahlutverki sínu með réttindi barna að leiðarljósi, tryggja vandaða og uppbyggilega umfjöllun um málefni barna í fjölmiðlum, ásamt því að stuðla að þátttöku barna í samfélagsumræðu.

Á morgunverðarfundinum fjalla þær Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Barnaheillum og Kolbrún Þorkelsdóttir, lögfræðingur hjá Barnavernd Reykjavíkur og formaður barnaverndarnefndar Kópavogs um viðmiðin sem unnin voru árið 2017 og hvað ber að varast í umfjöllun um málefni barna. 

Hvetjum við félagsráðgjafa og stjórnendur í barnavernd til að koma á fundinn. Að loknum framsögum verða umræður.

Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir neðan með því að setja í körfu og ganga frá skráningunni en það er gert með því að fara í körfuna

Hægt verður að fylgjast með fundinum í streymi hér