Skip to main content
Viðburðir

Meira en mynd og grunur“ – Námstefna Fagdeildar félagsráðgjafa í sáttamiðlun í samstarfi við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu

By febrúar 12, 2019júní 3rd, 2021No Comments

Föstudaginn 1. mars stendur fagdeild félagsráðgjafa í sáttamiðlun fyrir námstefnu í samstarfi við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu. 

Dagskrá:
Námstefnustjóri: Ragnheiður Elfa Arnardóttir, félagsráðgjafi.
11.00: Setning Salvör Nordal, Umboðsmaður barna.
11.15 til 11.30: Eyrún Guðmundsdóttir, lögfræðingur og sviðsstjóri Fjölskyldusviðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Hver eru úrlausnarefni og verkefni sáttamanna, sérfræðinga í málefnum barna og fulltrúa hjá Sýslumanni á fjölskyldusviði?
11.30 til 12.00: Þorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur í Barnahúsi. Skýrslutökur af börnum í Barnahúsi.
12.00 til 12.30: Anna Newton, sjálfstætt starfandi sálfræðingur – Sálfræðihúsið. Öryggi á oddinn – mat á áhættuþáttum í tengslum við umgengni.
12.30 til 13.30: Matarhlé.
13.30 til 14.00: Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Sýn og samstarf eftir meðferð.
14.00 til 14.30 – Valgerður Halldórsdóttir, félags – og fjölskylduráðgjafi, sáttamaður og sérfræðingur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hvað segja börnin hjá sýslumanni?
14.30 til 15.00 Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir hjá Miðstöð barna: Í sporum Salómons: Hver má hafa ungbarnið og hvenær?
15.00 til 16.00 Umræður samantekt – ályktun.
Móttaka í lok dags.

Starfsþróunarsetur styrkir námstefnuna