Við viljum minna á að lokafrestur til að skila inn greinum í Tímarit félagsráðgjafa rennur út í dag 1. október.
Ritstjóri fyrir ritrýndar greinar er Dr. Guðný Björk Eydal og nýr ritstjóri annars efni er María Björk Ingvadóttir sem tekur við af Sveindísi Önnu Jóhannsdóttur sem á heiður af umsjón með nýjasta tímariti félagsins sem kom út í júní. Félagsráðgjafafélag Íslands þakkar Sveindísi fyrir góð störf í þágu Tímarits félagsráðgjafa.
Chien Tai Shill og Herdís Björnsdóttir eru ritstjórnarfulltrúar. Upplýsingar um tímaritið má finna á slóðinni www.timaritfelagsradgjafa.is
Ritstjórn FÍ hvetur félagsráðgjafa sem eiga í fórum sínum efnivið til birtingar í Tímariti félagsráðgjafa að hafa samband.
Við viljum gjarnan fá fréttir af vettvangi, heyra af nýjungum í starfi félagsráðgjafa t.d. nýja nálgun í þjónustu eða ný úrræði. Stuttir pistlar eða almennar greinar á sviði félagsráðgjafar koma til greina. Þá birtum við í blaðinu bókarýni þar sem fagbækur í félagsráðgjöf eru kynntar. Ábendingar varðandi bækur mega gjarnan berast sem og ef viðkomandi vill taka að sér bókarýni. Að venju inniheldur tímaritið bæði ritrýndar greinar í bland við annað efni. Undirbúningur fyrir næsta tímarit er hafin og eru þau sem vilja koma efni í næsta rit 2025 beðin um að hafa samband.
Markmið Tímarits félagsráðgjafa;
Að vera vettvangur fyrir þekkingarmiðlun og umfjöllun um fagleg málefni félagsráðgjafar. Tímaritinu er einnig ætlað að efla fræðilega þróun, miðla faglegum straumum og styrkja áhrif félagsráðgjafar í þjónustu og stefnumótun.