Fagdeild félagsráðgjafa í félagsþjónustu boðar til morgunverðarfundar þriðjudaginn 19. september næstkomandi undir yfirskriftinni Kröfur til fólks með fjárhagsaðstoð – af hverju? – ekki?
Á fundinum mun Ellý Alda Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri í velferðarráðuneyti fjalla um þátttöku allra og Björk Vilhelmsdóttir ræðir mannréttindi ungs fólks sem er hvorki í skóla né í vinnu. Jafnframt mun einn notandi segja frá upplifun sinni af því að fá fjárhagsaðstoð.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Hilton Nordica. Skráning er hafin hér
Hægt verður að fylgjast með á Skype fyrir þá sem eru úti á landsbyggðinni og biðjum við ykkur um að skrá notendanafnið í skráningarforminu svo hægt sé að tryggja tengingu. En ATHUGIÐ að þeir sem eru á SKype þurfa ekki að borga þátttökugjald.
Þátttökugjald kr. 3.600 greiðist á reikning Félagsráðgjafafélags Íslands:
336-26-30771 kt. 430775-0229.
Fundurinn er öllum opinn!
Fyrir hönd fagdeildar félagsráðgjafa í félagsþjónustu
Anna Marit Níelsdóttir
Elín Thelma Róbertsdóttir
Gyða Hjartardóttir
Helga Sigurjónsdóttir
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir
Þóra Kemp