Skip to main content
Fréttir

Kjarasamningur við SFV undirritaður í dag

By febrúar 4, 2025No Comments

Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ), undirritaði kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) í dag 4. febrúar, ásamt Félagi íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), Iðjuþjálfafélagi Íslands (IÞÍ) og Þroskaþjálfafélagi Íslands (ÞÍ), með fyrirvara um samþykki félagsfólks. Félagsráðgjöfum sem starfa hjá aðildarfélögum SFV hefur verið boðið á kynningarfund mánudaginn 10. febrúar, kl.15.00.  Atkvæðagreiðsla hefst í kjölfar fundarins og stendur til 14. febrúar.

Á myndinni eru f.v. Heiða Vignisdóttir, Matthías Sigurðsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Karl Óttar Einarsson og Sigurjón Norberg Kjærnested formaður samninganefndar SFV, Steinunn Bergmann formaður FÍ, Laufey Gissurardóttir formaður ÞÍ, Þóra Leósdóttir formaður IÞÍ og Runólfur Vignisson lögfræðingur FÍN.