Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ), undirritaði kjarasamning við Reykjavíkurborg 10. janúar sl. með fyrirvara um samþykki félagsfólks og hefur félagsráðgjöfum sem starfa hjá Reykjavíkurborg, alls 174, verið boðið á kynningarfund þriðjudaginn 14. janúar, kl.12.00. Atkvæðagreiðsla hefst í kjölfar fundarins og stendur til 17. janúar. Undirritun kjarasamnings var gerð í samstarfi við Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ), Sálfræðingafélag Íslands (SÍ) og Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ).
Á myndinni eru f.v. Kolbeinn Guðmundsson formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, Íris Jóhannsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Haukur Þór Haraldsson og Einar Geir Þorsteinsson.
Laufey Gissurardóttir formaður ÞÍ, Anna María Frímannsdóttir framkvæmdastjóri SÍ, Steinunn Bergmann formaður FÍ og Þóra Leósdóttir formaður IÞÍ.