Skip to main content
Fréttir

Kjarasamningur FÍ og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV)

By júní 22, 2023No Comments

Kjarasamningur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Félagsráðgjafafélags Íslands auk átta annarra aðildarfélga BHM var undirritaður 9. júní sl. og gildir frá 1. apríl 2023 – 31. mars 2024. Samkomulagið var kynnt fyrir félagsráðgjöfum sem starfa hjá SFV á rafrænum fundi og hófst atkvæðagreiðsla í kjölfarið. Á kjörskrá voru 11 og kosningaþátttaka var 63,64%. Alls voru 100%, þeirra sem kusu, samþykk samningnum og er hann því samþykktur af félagsfólki FÍ.