Skip to main content
Fréttir

Kjarasamningur FÍ og Sambands ísl.sveitarfélaga kominn á vefinn

By desember 11, 2024No Comments

Kjarasamningur FÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga er nú aðgengilegur á heimasíðunni undir „kjarasamningar“.  Félagsráðgjafar sem starfa hjá sveitarfélögum, utan Reykjavíkur, eru hvattir til að kynna sér samninginn vel og þekkja  sín réttindi.

Kjarasamningar – Félagsráðgjafafélag Íslands

Í samkomulaginu er að finna þær greinar í kjarasamningi sem tóku breytingum, nýjar bókanir og launatöflur. Til að skoða önnur ákvæði kjarasamnings þarf að skoða heildarskjal frá 2020,

Kjarasamningur-FI_SNS-heildarskjal-2020-2023.pdf

Viðræður við Reykjavíkurborg og ríki standa yfir en lögð er áhersla á að ganga frá kjarasamningum sem fyrst.  Þá eru viðræður við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) að hefjast. Aðilar eru í meginatriðum sammála um þær breytingar sem verið er að innleiða á opinberum vinnumarkaði sem snýr m.a. að vinnutíma og launaþróunartryggingu. Miðað er við afturvirkni frá og með 1. apríl s.l.