Skip to main content
Fréttir

Hvernig má efla velferð stjúpfjölskyldna?

By apríl 19, 2017No Comments

Yfirskrift málþingsins er "Hvernig má efla velferð stjúpfjölskyldna?" og er það fyrsta sinnar tegunar hér á landi.

Ólöf Garðarsdóttir frá Hagstofu Íslands mun fjalla um skráningu stjúpfjölskyldna í opinberum gögnum, en stjúpfjölskyldur hafa ekki verið sýnilegar í opinberri stefnumótun eða opinberum gögnum til þessa.

Dr. Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi frá HÍ og RBF, Álfgeir Kristjánsson frá HR og Björk Erlendsdóttir félagráðgjafi og MSW nemi munu fjalla um rannsóknir á stjúpfjölskyldum hér á landi. Björk er að gera rannsókn á uppkomnum börnum sem alist hafa upp í stjúpfjölskyldum. Fulltrúar frá kirkjunni, Heimili og skóla, og frá Samtökunum 78 munu síðan vera með 5-7 mínútna innlegg hver.

Í lokin verður 30 mín. pallborð með fyrirlesurum og Ágústi Ólafi Ágústssyni formanni nefndar félagsmálaráðuneytisins sem m.a. er ætlað að fjalla um málefni stjúpfjölskyldna og verður opið fyrir fyrirspurnir.

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi mun opna málþingið og sjá um fundarstjórn.